Dagur íslenskrar tungu: „Viltu tala íslensku við mig“? Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 09:00 Dagur íslenskrar tungu minnir okkur á að íslenskan er sameign okkar allra. Það er áríðandi að við séum meðvituð um það. Ekki bara á þessum degi heldur alla daga. Íslenskan er mikilvæg fyrir þá sem tala íslensku og mikilvæg fyrir þá sem eru að læra íslensku. Fyrir þá sem eru að læra íslensku sem annað mál skiptir miklu máli að taka þátt í samskiptum á íslensku. Þar sem enskukunnátta er almenn er alltof oft skipt yfir í ensku þegar íslenskunemar reyna að tala íslensku. Á degi íslenskrar tungu er því tilvalið að hvetja til þess að við tölum íslensku við þá sem eru að læra tungumálið og hafa áhuga á samskiptum. Það þarf samfélag til að læra tungumál Íslenskuþorpið er kennsluverkefni í íslensku sem öðru máli sem myndar brú úr kennslustofunni yfir í dagleg samskipti á íslensku og hvetur til virkrar þátttöku í samfélaginu. Í stuðningsneti Íslenskuþorpsins er hægt að æfa og læra íslensku í raunverlegum aðstæðum eftir nýjum leiðum. Nýjar rannsóknir á því hvernig við lærum tungumál sýna fram á mikilvægi málnotkunar fyrir tungumálanámið. Það er því mikilvægt að byrja sem fyrst að tala og þá skiptir mestu máli að tala við einhvern sem kann meira í nýja málinu en sá sem lærir og að tungumálanámið fari fram í samhengi við aðstæður. Íslenskuþorpið býður upp á markvisst og sérsniðið æfingaumhverfi og verkefni þar sem gengið er út frá því að tungumál lærist í félagslegum samskiptum. Stuðningsnetið er hannað og aðlagað nemendahópnum hverju sinni eftir aldri og þörfum. Það er skipað vinsamlegu og velviljuðu fólki sem leggur sig fram um að skilja erindi nemenda og talar íslensku. Samið er við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga um að taka þátt í verkefninu og eiga samskipti við nemendur á íslensku. Kaffihús, bakarí, bókabúðir, bókasöfn, félagsmiðstöðvar eldri borgara, mentorar á vinnustöðum og fleiri mynda þannig stuðningsnet sem gerir íslenskunámið aðgengilegt, hagnýtt og skemmtilegt. Jákvæð upplifun í byrjun tungumálanáms eykur sjálfstraust nemenda í notkun málsins og stuðlar að árangri. Samstillt átak í grunnskólum Í vetur hefur skólasamsfélagið í Grafarvogi og á Kjalarnesi verið að innleiða kennsluaðferðir og stuðningsnet Íslenskuþorpsins fyrir nemendur með íslensku sem annað mál undir yfirskriftinni “Viltu tala íslensku við mig?” Markmiðið er að efla tjáningafærni og samskipti nemenda á íslensku og styðja við fjölmenningarsamfélag skólanna. Það er vel við hæfi að velja dag íslenskrar tungu til kynningar á átakinu og vekja athygli á mikilvægi þess að tala íslensku, sérstaklega fyrir þá sem eru að læra málið. Langflestir sem hingað flytja vilja læra íslensku, aðstæður og tækifæri þeirra til náms eru misjöfn og því má ekki gleyma. Spurningin: „Viltu tala íslensku við mig?“ gefur leyfi til að segja nei. Virðum þá sem vilja tala annað mál eða eru ekki tilbúnir til samskipta á íslensku. Fögnum þeim sem segja já og bjóðum upp á samskipti á íslensku. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni islenskuthorpid.is. „Vilt þú tala íslensku við mig?“ Höfundur er verkefnastjóri Íslenskuþorpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tungu minnir okkur á að íslenskan er sameign okkar allra. Það er áríðandi að við séum meðvituð um það. Ekki bara á þessum degi heldur alla daga. Íslenskan er mikilvæg fyrir þá sem tala íslensku og mikilvæg fyrir þá sem eru að læra íslensku. Fyrir þá sem eru að læra íslensku sem annað mál skiptir miklu máli að taka þátt í samskiptum á íslensku. Þar sem enskukunnátta er almenn er alltof oft skipt yfir í ensku þegar íslenskunemar reyna að tala íslensku. Á degi íslenskrar tungu er því tilvalið að hvetja til þess að við tölum íslensku við þá sem eru að læra tungumálið og hafa áhuga á samskiptum. Það þarf samfélag til að læra tungumál Íslenskuþorpið er kennsluverkefni í íslensku sem öðru máli sem myndar brú úr kennslustofunni yfir í dagleg samskipti á íslensku og hvetur til virkrar þátttöku í samfélaginu. Í stuðningsneti Íslenskuþorpsins er hægt að æfa og læra íslensku í raunverlegum aðstæðum eftir nýjum leiðum. Nýjar rannsóknir á því hvernig við lærum tungumál sýna fram á mikilvægi málnotkunar fyrir tungumálanámið. Það er því mikilvægt að byrja sem fyrst að tala og þá skiptir mestu máli að tala við einhvern sem kann meira í nýja málinu en sá sem lærir og að tungumálanámið fari fram í samhengi við aðstæður. Íslenskuþorpið býður upp á markvisst og sérsniðið æfingaumhverfi og verkefni þar sem gengið er út frá því að tungumál lærist í félagslegum samskiptum. Stuðningsnetið er hannað og aðlagað nemendahópnum hverju sinni eftir aldri og þörfum. Það er skipað vinsamlegu og velviljuðu fólki sem leggur sig fram um að skilja erindi nemenda og talar íslensku. Samið er við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga um að taka þátt í verkefninu og eiga samskipti við nemendur á íslensku. Kaffihús, bakarí, bókabúðir, bókasöfn, félagsmiðstöðvar eldri borgara, mentorar á vinnustöðum og fleiri mynda þannig stuðningsnet sem gerir íslenskunámið aðgengilegt, hagnýtt og skemmtilegt. Jákvæð upplifun í byrjun tungumálanáms eykur sjálfstraust nemenda í notkun málsins og stuðlar að árangri. Samstillt átak í grunnskólum Í vetur hefur skólasamsfélagið í Grafarvogi og á Kjalarnesi verið að innleiða kennsluaðferðir og stuðningsnet Íslenskuþorpsins fyrir nemendur með íslensku sem annað mál undir yfirskriftinni “Viltu tala íslensku við mig?” Markmiðið er að efla tjáningafærni og samskipti nemenda á íslensku og styðja við fjölmenningarsamfélag skólanna. Það er vel við hæfi að velja dag íslenskrar tungu til kynningar á átakinu og vekja athygli á mikilvægi þess að tala íslensku, sérstaklega fyrir þá sem eru að læra málið. Langflestir sem hingað flytja vilja læra íslensku, aðstæður og tækifæri þeirra til náms eru misjöfn og því má ekki gleyma. Spurningin: „Viltu tala íslensku við mig?“ gefur leyfi til að segja nei. Virðum þá sem vilja tala annað mál eða eru ekki tilbúnir til samskipta á íslensku. Fögnum þeim sem segja já og bjóðum upp á samskipti á íslensku. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni islenskuthorpid.is. „Vilt þú tala íslensku við mig?“ Höfundur er verkefnastjóri Íslenskuþorpsins.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar