Viðhorf til kynjanna jafnast í Bretlandi og Kanada Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 22:51 Silvana Koch-Mehrin, forseti og stofnandi World Political Leaders, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður framkvæmdastjórnar heimsþings kvenleiðtoga, stýrðu þinginu 2020 úr Hörpu en þingið fór að öðru leyti fram rafrænt. aðsend mynd Kanada og Bretland eru þau ríki af G-7 ríkjunum svokölluðu þar sem viðhorf til kvenna og karla í leiðtogahlutverkum mælist hvað jafnast samkvæmt nýjum niðurstöðum Reykjavik Index for leadership. Viðhorfsmunurinn mælist hins vegar mestur á Indlandi, í Kenía og í Nígeríu. Nýjar vísitölur Reykjavik Index for leadership voru kynntar á Heimsþingi kvenleiðtoga sem lauk í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem vísitalan er kynnt en að þessu sinni fór heimsþingið alfarið fram rafrænt í ljósi kórónuveirufaraldursins en henni var þó stýrt frá Hörpu í Reykjavík. „Vísitalan er unnin í samstarfi við alþjóða rannsóknarfyrirtækið Kantar og metur hún viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í mismunandi starfsgreinum. Vísitalan er birt á kvarðanum upp í 100 sem endurspeglar að allt samfélagið telur að konur og karlar séu jafn hæf til að sinna leiðtogahlutverki á ólíkum sviðum í samfélaginu. Niðurstöðurnar benda til þess að í ár er viðhorf til kvenna í ólíkum starfsgreinum að dala,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Kanada og Bretland eru með vísitöluna 81 en á Indlandi er vísitalan 68, 53 í Kenía og 47 í Nígeríu. Samkvæmt rannsókninni eiga konur mestan möguleika á að hasla sér völl á sviði vísinda, fjölmiðla og fjármála. Þá var heimskortið Women‘s World Atlas einnig kynnt en kortinu er ætlað að varpa ljósi á stöðu kynjanna eftir starfsgreinum en einungis 2% forstjóra í heiminum eru konur. Á heimsþinginu í ár var sérstök áhersla á áhrif heimsfaraldursins á konur. „ljóst er að faraldurinn hefur meiri áhrif á konur og hefur meðal annars kynbundið ofbeldi aukist um 30-40% á heimsvísu. Atvinnuöryggi kvenna er takmarkaðra en karla og hefur faraldurinn því meiri áhrif á tekjur þeirra. Ennfremur verja konur á heimsvísu þrefalt meiri tíma í ólaunuð ummönnunarstörf en karlmenn,“ segir í tilkynningunni. Vigdís Finnbogadóttir heiðruð Á heimsþinginu fengu sex kvenleiðtogar brautryðjendaverðlaun, Trail Blazer‘s Award. Í ár féllu verðlaunin í skaut Mary Robinsson, fyrrverandi forseti Írlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, Joyce Banda fyrrverandi forseta Malawi, Laura Chinchilla Mirand, fyrrverandi forsætisráðherra Costa Rica, Michèle Pierre-Louis, fyrrverandi forsætisráðherra Haiti og Saara Kuugongelwa-Amadhila, forsætisráðherra Namibíu. Þá var frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari Heimsþings kvenleiðtoga, heiðruð sérstaklega fyrir störf sín í þágu kvenna með brjóstakrabbamein en „Power Together“-verðlaunin í ár voru tileinkuð alþjóðlegu hreyfingunni The Pink Ribbon. Jafnréttismál Vinnumarkaður Utanríkismál Stjórnun Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Kanada og Bretland eru þau ríki af G-7 ríkjunum svokölluðu þar sem viðhorf til kvenna og karla í leiðtogahlutverkum mælist hvað jafnast samkvæmt nýjum niðurstöðum Reykjavik Index for leadership. Viðhorfsmunurinn mælist hins vegar mestur á Indlandi, í Kenía og í Nígeríu. Nýjar vísitölur Reykjavik Index for leadership voru kynntar á Heimsþingi kvenleiðtoga sem lauk í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem vísitalan er kynnt en að þessu sinni fór heimsþingið alfarið fram rafrænt í ljósi kórónuveirufaraldursins en henni var þó stýrt frá Hörpu í Reykjavík. „Vísitalan er unnin í samstarfi við alþjóða rannsóknarfyrirtækið Kantar og metur hún viðhorf einstaklinga til leiðtogahlutverka karla og kvenna í mismunandi starfsgreinum. Vísitalan er birt á kvarðanum upp í 100 sem endurspeglar að allt samfélagið telur að konur og karlar séu jafn hæf til að sinna leiðtogahlutverki á ólíkum sviðum í samfélaginu. Niðurstöðurnar benda til þess að í ár er viðhorf til kvenna í ólíkum starfsgreinum að dala,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Kanada og Bretland eru með vísitöluna 81 en á Indlandi er vísitalan 68, 53 í Kenía og 47 í Nígeríu. Samkvæmt rannsókninni eiga konur mestan möguleika á að hasla sér völl á sviði vísinda, fjölmiðla og fjármála. Þá var heimskortið Women‘s World Atlas einnig kynnt en kortinu er ætlað að varpa ljósi á stöðu kynjanna eftir starfsgreinum en einungis 2% forstjóra í heiminum eru konur. Á heimsþinginu í ár var sérstök áhersla á áhrif heimsfaraldursins á konur. „ljóst er að faraldurinn hefur meiri áhrif á konur og hefur meðal annars kynbundið ofbeldi aukist um 30-40% á heimsvísu. Atvinnuöryggi kvenna er takmarkaðra en karla og hefur faraldurinn því meiri áhrif á tekjur þeirra. Ennfremur verja konur á heimsvísu þrefalt meiri tíma í ólaunuð ummönnunarstörf en karlmenn,“ segir í tilkynningunni. Vigdís Finnbogadóttir heiðruð Á heimsþinginu fengu sex kvenleiðtogar brautryðjendaverðlaun, Trail Blazer‘s Award. Í ár féllu verðlaunin í skaut Mary Robinsson, fyrrverandi forseti Írlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, Joyce Banda fyrrverandi forseta Malawi, Laura Chinchilla Mirand, fyrrverandi forsætisráðherra Costa Rica, Michèle Pierre-Louis, fyrrverandi forsætisráðherra Haiti og Saara Kuugongelwa-Amadhila, forsætisráðherra Namibíu. Þá var frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari Heimsþings kvenleiðtoga, heiðruð sérstaklega fyrir störf sín í þágu kvenna með brjóstakrabbamein en „Power Together“-verðlaunin í ár voru tileinkuð alþjóðlegu hreyfingunni The Pink Ribbon.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Utanríkismál Stjórnun Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira