Handbolti

Þjálfari ÍR-inga léttklæddur í dagatali

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR.
Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR. Seinni bylgjan

ÍR fór nýstárlegar leiðir í fjáröflunum fyrir tímabilið í Olís deild karla í handbolta. Verður meira af þeim upp á teningnum á næstunni og segja má að Kristinn Björgúlfsson, þjálfari liðsins, hafi einfaldlega toppað sig. 

Þetta ásamt þeim rosalegu breytingum hafa verið gerðar á heimavelli ÍR-inga var til umræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar.

„Þeir Kiddi Björgúlfs og félagar eru ekki vanir að sitja og bíða eftir að einhver geri hlutina fyrir þá. Þeir eru búnir að vera á lofti með pensla og annað slíkt ásamt því að vera á leiðinni í fleiri fjáraflanir. Engar fjáraflanir hafa vakið eins mikla athygli eins og síðustu fjáraflanir hjá Kidda og félögum,“ sagði Henry Birgir áður en hann kynnti innslagið sem sjá má hér að neðan.

Henry fór og kíkti á félagsaðstöðu ÍR sem hefur verið tekin rækilega í gegn. Aðstöðuna er hægt að nýta í margt og mikið, til að mynda þegar það má þá geta stuðningsmenn ÍR komið þar saman fyrir leiki, í hálfleik og eftir leik.

„Þegar ég tók við liðinu vildi ég fara yfir þetta rými og endurbæta það,“ sagði Kristinn. Síðar berst svo talið að nýjustu fjáröflun félagsins þar sem Kristinn sjálfur situr fyrir léttklæddur. Hann er „herra desember.“

Sjón er sögu ríkari en innslagið er í heild sinni hér að neðan.

Klippa: ÍR-ingar halda áfram að taka heimavöll sinn í gegn

Tengdar fréttir

„Nei, það getur ekki verið“

„Þetta var alvöru fýluferð en svona er lífið í dag,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, sem kom til Íslands til að spila landsleik en var farinn heim aftur 17 klukkutímum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×