Óttast að Sjálfstæðismenn láti sína villtustu drauma rætast Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 18:41 Logi Einarsson, Samfylkingarinnar, óttast að Sjálfstæðismenn muni nýta krepputíma og hefja umfangsmikla sölu á ríkiseignum. Vísir/anton Formaður Samfylkingarinnar óttast að kreppuástand verði nýtt til sölu ríkiseigna og segir Keflavíkurflugvöll eiga að vera í höndum ríkisins. Viðskiptaráð telur að fara eigi að tillögum OECD og selja völlinn. Í skýrslu OECD sem var kynnt í gær kemur fram að ekkert flugvallarekstrarfélag í Evrópu sé rekið með óhagkvæmari hætti en Isavia og lagt er til að Keflavíkurflugvöllur verði seldur. Aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir niðurstöðuna sláandi. „Sérstaklega þar sem tekið er tillit til séríslenkra þátta; eins og stærðar og veðurs og það er borið saman við sambærileg tilfelli. Allt ber þó að sama brunni að reksturinn er óhagkvæmur. Það er mikið áhyggjuefni og ég held að þurfi að skoða tillögurnar gaumgæfilega,“ segir Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hann telur að nýta eigi rólegt ástand í ferðaþjónstu til að leggja mat á stöðuna og heimildir rekstraraðila til ýmissar gjaldtöku. „Það þyrfti að skoða regluverkið í kringum það, og koma öðrum aðilum að, sem hafa meiri hvata til að ná kostnaðinum við þjónustuna niður,“ segir Konráð. Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.vísir/Sigurjón Ferðamálaráðherra sagðist í kvöldfréttum í gær telja að hleypa eigi fjárfestum inn í reksturinn, en ítrekaði að málið heyrði ekki undir hennar ráðuneyti. Isavia er að fullu í eigu ríkisins en félagið er þó rekið á eigin ábyrgð og rekstur Keflavíkurflugvallar verið staðið undir sér og rúmlega það. Formaður Samfylkingarinnar telur völlinn eiga að vera í höndum ríkisins. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrirtæki upp á öryggi, upp á samgöngur, upp á allt okkar kerfi. Og þetta er í einokunarstöðu og ríkið á að eiga slík fyrirtæki. En það má vissulega laga ýmislegt,“ segir Logi Einarsson. „Ég óttast hins vegar að núna verði þetta kreppuástand notað til þess að Sjálfstæðisflokkurinn reyni einhvern veginn að koma sínum villtustu draumum í framkvæmd. Að selja allar mögulegar og ómögulegar eignir í opinberri eigu,“ segir Logi. Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar óttast að kreppuástand verði nýtt til sölu ríkiseigna og segir Keflavíkurflugvöll eiga að vera í höndum ríkisins. Viðskiptaráð telur að fara eigi að tillögum OECD og selja völlinn. Í skýrslu OECD sem var kynnt í gær kemur fram að ekkert flugvallarekstrarfélag í Evrópu sé rekið með óhagkvæmari hætti en Isavia og lagt er til að Keflavíkurflugvöllur verði seldur. Aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir niðurstöðuna sláandi. „Sérstaklega þar sem tekið er tillit til séríslenkra þátta; eins og stærðar og veðurs og það er borið saman við sambærileg tilfelli. Allt ber þó að sama brunni að reksturinn er óhagkvæmur. Það er mikið áhyggjuefni og ég held að þurfi að skoða tillögurnar gaumgæfilega,“ segir Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hann telur að nýta eigi rólegt ástand í ferðaþjónstu til að leggja mat á stöðuna og heimildir rekstraraðila til ýmissar gjaldtöku. „Það þyrfti að skoða regluverkið í kringum það, og koma öðrum aðilum að, sem hafa meiri hvata til að ná kostnaðinum við þjónustuna niður,“ segir Konráð. Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.vísir/Sigurjón Ferðamálaráðherra sagðist í kvöldfréttum í gær telja að hleypa eigi fjárfestum inn í reksturinn, en ítrekaði að málið heyrði ekki undir hennar ráðuneyti. Isavia er að fullu í eigu ríkisins en félagið er þó rekið á eigin ábyrgð og rekstur Keflavíkurflugvallar verið staðið undir sér og rúmlega það. Formaður Samfylkingarinnar telur völlinn eiga að vera í höndum ríkisins. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrirtæki upp á öryggi, upp á samgöngur, upp á allt okkar kerfi. Og þetta er í einokunarstöðu og ríkið á að eiga slík fyrirtæki. En það má vissulega laga ýmislegt,“ segir Logi Einarsson. „Ég óttast hins vegar að núna verði þetta kreppuástand notað til þess að Sjálfstæðisflokkurinn reyni einhvern veginn að koma sínum villtustu draumum í framkvæmd. Að selja allar mögulegar og ómögulegar eignir í opinberri eigu,“ segir Logi.
Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira