Rory McIlroy spilar með sérhannað gullúr á Masters mótinu í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 10:01 Rory McIlroy með nýja sérhannaða gullúrið á Augusta golfvellinum í aðdraganda Mastersmótsins í golfi. Getty/Jamie Squire Rory McIlroy hefur að miklu að keppa á Mastersmótinu í golfi sem hefst á morgun því með sigri á mótinu kemst Norður-Írinn í úrvalshóp. Rory McIlroy hefur unnið öll risamótin á ferlinum nema Mastersmótið en aðeins fimm kylfingum hefur tekist að loka hringnum og vinna öll fjögur risamótin á ferlinum. Rory McIlroy mun reyna að sækja sér heppni í nýtt sérhannað og rándýrt gullúr frá Omega. McIlroy mun bera þetta úr aðeins á þessu Mastersmóti en það kostar um 30 þúsund pund eða meira en 5,4 milljónir króna. Rory McIlroy wears one-off gold Omega watch valued at almost £30,000 https://t.co/y2HqbCD7nc— MailOnline Sport (@MailSport) November 11, 2020 Úrið er sérhannað fyrir Rory McIlroy og er í raun virðingarvottur um hans feril. Þar má meðal annars sjá vallarmetið hans frá því að hann spilaði Royal Portrush völlinn á aðeins 61 höggi þegar hann var bara sextán ára gamall. Það hefur verið þessi pressa á Rory McIlroy á undanförnum fimm Mastersmótum en hann hefur ekki unnið risamót síðan á PGA meistaramótinu árið 2014. Rory McIlroy er 31 árs gamall en sigrar hans á risamótum voru 2012 og 2014 á PGA-meistaramótinu, 2011 á opna bandaríska meistaramótinu og 2014 á opna breska meistaramótinu. Þetta verður því sjötta Mastersmótið þar sem hann hefur möguleika á því að klára risamóta alslemmuna. Bestum árangri náði Rory árið 2015 þegar hann endaði fjórði en annars hefur hann verið inn á topp tíu fyrir utan í fyrra þegar McIlroy náði aðeins 21. sæti. Það fylgir reyndar sögunni að spilamennska Rory McIlroy að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Hann hefur ekki náð að enda meðal fimm efstu á PGA-móti síðan í mars. Það verður því fróðlegt að sjá hvort þetta glæsilega gullúr færi honum einhverja heppni þegar Mastersmótið byrjar á morgun. Traditionally a harbinger of spring, this year, the Masters ushers autumn. #themasters pic.twitter.com/riV1IO23k8— The Masters (@TheMasters) November 9, 2020 Golf Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory McIlroy hefur að miklu að keppa á Mastersmótinu í golfi sem hefst á morgun því með sigri á mótinu kemst Norður-Írinn í úrvalshóp. Rory McIlroy hefur unnið öll risamótin á ferlinum nema Mastersmótið en aðeins fimm kylfingum hefur tekist að loka hringnum og vinna öll fjögur risamótin á ferlinum. Rory McIlroy mun reyna að sækja sér heppni í nýtt sérhannað og rándýrt gullúr frá Omega. McIlroy mun bera þetta úr aðeins á þessu Mastersmóti en það kostar um 30 þúsund pund eða meira en 5,4 milljónir króna. Rory McIlroy wears one-off gold Omega watch valued at almost £30,000 https://t.co/y2HqbCD7nc— MailOnline Sport (@MailSport) November 11, 2020 Úrið er sérhannað fyrir Rory McIlroy og er í raun virðingarvottur um hans feril. Þar má meðal annars sjá vallarmetið hans frá því að hann spilaði Royal Portrush völlinn á aðeins 61 höggi þegar hann var bara sextán ára gamall. Það hefur verið þessi pressa á Rory McIlroy á undanförnum fimm Mastersmótum en hann hefur ekki unnið risamót síðan á PGA meistaramótinu árið 2014. Rory McIlroy er 31 árs gamall en sigrar hans á risamótum voru 2012 og 2014 á PGA-meistaramótinu, 2011 á opna bandaríska meistaramótinu og 2014 á opna breska meistaramótinu. Þetta verður því sjötta Mastersmótið þar sem hann hefur möguleika á því að klára risamóta alslemmuna. Bestum árangri náði Rory árið 2015 þegar hann endaði fjórði en annars hefur hann verið inn á topp tíu fyrir utan í fyrra þegar McIlroy náði aðeins 21. sæti. Það fylgir reyndar sögunni að spilamennska Rory McIlroy að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Hann hefur ekki náð að enda meðal fimm efstu á PGA-móti síðan í mars. Það verður því fróðlegt að sjá hvort þetta glæsilega gullúr færi honum einhverja heppni þegar Mastersmótið byrjar á morgun. Traditionally a harbinger of spring, this year, the Masters ushers autumn. #themasters pic.twitter.com/riV1IO23k8— The Masters (@TheMasters) November 9, 2020
Golf Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti