Íslenskir framleiðendur hvetja neytendur til að velja íslenskt Íslenskt skiptir máli 11. nóvember 2020 08:51 Sex íslensk framleiðslufyrirtæki hafa hrundið af stað átakinu „Íslenskt skiptir máli“ til að vekja neytendur til umhugsunar og benda á að íslensk framleiðsla er ekki sjálfsögð. Neytendur eru hvattir til að velja íslenskar vörur, ekki síst nú þegar horft er fram á mesta samdrátt í langan tíma en íslensk framleiðsla skapaði ríflega 7% af landsframleiðslu á síðasta ári, jafnvirði 219 milljarða króna. Fyrirtækin eru Mjólkursamsalan, Ölgerðin, Nói Síríus, Kjörís, Sælgætisgerðin Freyja og Gæðabakstur en vörur frá þessum framleiðendum eru og hafa verið til á íslenskum heimilum um áratugaskeið. Seigla í íslenskum framleiðendum Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss segir íslenska framleiðslu eiga í vök að verjast. Markaðurinn sé smár en dugnaður einkenni íslensk framleiðslufyrirtæki. Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri Kjöríss „Kjörís var stofnað árið 1969 og samleið okkar með íslenskum neytendum er orðin nokkuð löng. Við störfum á krefjandi markaði sem er agnarsmár og vissulega getur verið snúið að vera lítið fyrirtæki í Hveragerði og keppa við stærstu fyrirtæki heims sem selja vörur til flestra landa. Samkeppnisstaða íslenskra framleiðslufyrirtækja er erfið og kostnaður mikill. En það er mikil seigla í íslenskum framleiðendum og mikil gæði í vörunum. Með því að framleiða vörur hér á landi höldum við í ýmis sérkenni okkar sem þjóðar og búum til verðmæti hér á landi sem skapa störf,“ segir Guðrún. Sjaldnar mikilvægara en nú að verja störf „Við höfum öll val og við höfum völd. Við búum til dæmis yfir því valdi að velja hvernig við eyðum peningum okkar. Með því að velja íslenska vöru erum við að skapa störf og verja störf. Það hefur sjaldnar verið mikilvægara en nú. Kjörís er eins og áður sagði rekið í litlu samfélagi þar sem við finnum mjög áþreifanlega hversu mikilvægt hvert einasta starf er. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hvað það skiptir Kjörís miklu máli í hvert sinn sem einhver velur okkar vöru umfram aðra,“ segir Guðrún. „Ég sjálf vel alltaf íslenskt ef ég get því ég þekki af eigin raun mikilvægi þess. Mér finnst íslenskar vörur góðar og af miklum gæðum. Ég er meðvituð um að með vali mínum stuðla ég að því að skapa störf hér á landi.“ Hækkandi raforkuverð hefur áhrif á framleiðslu „Það er mikilvægt að við séum öll upplýstir neytendur og gerum okkur grein fyrir því hvað innlend matvæla framleiðsla hefur mikið að segja fyrir þjóðarbúið,“ segir Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs. Vilhjálmur Þorláksson framkvæmdastjóri Gæðabaksturs „Staða íslenskrar framleiðslu er frekar viðkvæm vegna samkeppnihæfni við önnur lönd. Þar spilar helst inn smæð markaðsins og litlar framleiðslulotur. Einnig hefur raforkuverð hækkað mikið á síðustu árum sem hefur sérstaklega áhrif á fyrirtæki sem eru í orkufrekri starfsemi.“ Viljum ganga að hefðum og venjum vísum Gæðabakstur var stofnað árið 1993 en saga þess teygir sig allt aftur til Ömmubaksturs sem hóf starfsemi árið 1952. Vörurnar eiga djúpar rætur í hefðum og venjum Íslendinga. „Við viljum byggja upp langtíma samband við okkar viðskiptavini og kappakosta við að framleiða fyrir þá fyrsta flokks vöru. Þetta kemur einnig inn á samfélagslega ábyrgð, viljum við sem þjóð geta framleitt matvöru og verið sjálfbær? Val neytenda skiptir líka máli fyrir neytandann sjálfan, ef þessi framleiðsla fer úr landi er ekki tryggt að við göngum að matvörum sem tilheyra hefðum og venjum Íslendinga, vísum. Það er ólíklegt að erlendur framleiðandi sjái hag sinn í því að framleiða eitthvað sem eingöngu 300.000 manns hafa áhuga á. Þetta er eitthvað sem íslensk framleiðslufyrirtæki skilja og hafa metnað og vilja til að bjóða upp á um ókomna tíð.“ Menningarlega mikilvægt að velja íslenskt Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Freyju segir einnig íslenskar framleiðsluaðferðir oft einstakar á heimsvísu. Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Freyju „Ég vona að átakið minni fólk á hvað íslensk framleiðsla og íslenskar vörur eru þjóðinni mikilvægar. Framleiðsluvaran verður auðvitað að uppfylla kröfur neytenda um gæði en svo lengi sem hún gerir það þá er það ótrúlega mikilvægt að velja íslenskt. Það er ekki bara efnahagslega hagkvæmt heldur menningarlega mikilvægt. Íslenskar framleiðsluaðferðir, venjur og hefðir eru oftar en ekki einstakar á heimsvísu. Maður getur vart hugsað sér tilveruna án margra íslenskra vörumerkja sem hafa svo oft í gegnum tíðina fullkomnað margar stundir í okkar lífi. Með „réttu“ vali neytenda munu þessar vörur þjóna því hlutverki áfram um ókomna framtíð,“ segir Pétur. Skökk samkeppnisstaða Freyja hefur fylgt Íslendingum í 102 ár en fyrirtækið var stofnað árið 1918. Pétur segir hugvit, handverk og gæði íslenskrar framleiðslu með því besta sem gerist í heiminum en smæð markaðarins, gjöld og álagning á íslenska framleiðslu skekki samkeppni við innflutta vöru. „Innfluttar vörur eru með svo mikið svigrúm og hafa samkeppnislegt forskot í verðlagningu í skjóli gengis, stærðarhagkvæmni, lægri launakostnaðar og ekki hjálpar þegar þessar sömu innfluttu vörur koma inn í landið án þess að borga þau gjöld og álagningu sem íslenskir framleiðendur þurfa að borga, sem dæmi á hráefni. Þessi skakka samkeppnisstaða gerir stöðu íslenskrar framleiðslu afar viðkæma. Því er ávallt mikilvægt að velja íslenskt," segir Pétur. Bjartsýnn fyrir hönd íslenskrar framleiðslu Gunnar B Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar segir íslenska framleiðendur hafa fulla burði til að mæta kröfum íslenskra neytenda. Horfa þurfi einnig til umhverfissjónarmiða í framleiðslu. Gunnar B Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar „Þetta snýst ekki um að tala niður eða gagnrýna erlendar vörur, svo það sé sagt hreint út. Við viljum bara minna á okkur og íslenskar vörur. Það eru góðar ástæðar fyrir því, ekki bara efnahagslegar, heldur einnig út frá umhverfismálum. Til að mynda er umtalsverður umhverfislegur ávinningur af því að framleiða drykkjarvörur hér heima frekar en að flytja þær inn. Það er engum blöðum um það að fletta að íslenskt skiptir máli og neytendur hafa þetta allt í hendi sér,“ segir Gunnar. Hafa upp á margt að bjóða „Íslensk framleiðsla er oft í viðkvæmri stöðu þar sem við búum á litlu markaðssvæði. Ég held hins vegar að áhugi á íslenskum vörum muni aukast í takt við bæði versnandi efnahagsástand og eins er vaxandi áhugi neytenda út um allan heim á að þekkja til uppruna vörunnar. Þar hljóta íslensk fyrirtæki að hafa forskot á heimamarkaði. En það er ekkert gefið í þessu. Neytendur á Íslandi gera miklar kröfur og ef íslenskir framleiðendur eiga að vinna hylli þeirra verðum við að standa okkur í stykkinu og framleiða vörur sem að standast samanburð í gæðum og helst í verði einnig. En ég er bjartsýnn fyrir hönd íslenskrar matvælaframleiðslu. Við höfum upp á svo margt að bjóða. Ölgerðin framleiðir fjölmargar vörur sem ganga afskaplega vel hér, enda höfum við lagt mikla áherslu á að hlusta á neytendur og stundað öfluga vöruþróun,“ segir Gunnar. Leiðir íslensku þjóðarinnar og Ölgerðarinnar hafa legið saman í 107 ár, eða frá árinu 1913. Stærsta fjölskyldufyrirtæki landsins Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS segir fyrirtækið leggja mikla áherslu á vöruþróun en byggja jafnframt á rótgrónum vörum sem hafi skipað sér sess hjá neytendum. Mörghundruð fjölskyldur standi að fyrirtækinu. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS „Mjólkursamsalan í núverandi mynd hefur starfað frá 2007 en elsti hluti þess var stofnaður í september 1927. MS er í eigu íslenskra kúabænda og fjölskyldna þeirra um allt land og segja má að MS sé stærsta fjölskyldufyrirtæki landsins. Mikil áhersla er á vöruþróun hjá fyrirtækinu með það að markmiði að uppfylla þarfir og kröfur neytenda hverju sinni,“ segir Guðný. Innlend framleiðsla styður við atvinnu „Það er mikilvægt að hafa í huga að íslensk framleiðsla styður við atvinnu í landinu. Í okkar tilviki eru um 550 kúabændur og fjölskyldur þeirra á bak við fyrirtækið víðs vegar um landið auk þess sem að 450 manns starfa hjá fyrirtækinu á starfstöðvum fyrirtækisins á Akureyri, Búðardal, Egilsstöðum, Reykjavík og Selfossi. Við þetta bætist svo afleidd starfsemi sem er þó nokkur. Íslensk framleiðsla veitir okkur líka sérstöðu þegar kemur að erlendum ferðamönnum enda er það hluti af upplifun fólks að smakka mat og drykk í því landi sem það heimsækir hverju sinni. Nokkrar vörur skipa sérstakan sess hjá íslenskum neytendum og auk þess hafa margar vörur fyrirtækisins hlotið verðlaun og viðurkenningar. Skyrið, sem hefur fylgt okkur Íslendingum frá landnámi höfum við framleitt í yfir 90 ár. Markmiðið með átakinu er að benda á nýstárlegan hátt á mikilvægi íslenskrar framleiðslu og hversu fátæklegt vöruframboðið væri ef íslenskrar matvælaframleiðslu nyti ekki við,“ segir Guðný. Fylgt Íslendingum á gleðistundum í hundrað ár „Nói Síríus fagnar 100ára afmælinu í ár, þannig að við tölum um öldina hans Nóa. Við höfum verið svo heppin að hafa fylgt neytendum á öllum hátíðarstundum, páskum, jólum, fermingum og öðrum tímum þar sem Íslendingar hafa safnast saman til að gleðjast. Okkur líður vel í hlutverki gleðigjafans og erum svo lánsöm eiga margar mjög vinsælar vörur,“ segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus Hann segir áskorun að framleiða fyrir lítinn markað og erfitt að keppa við innflutta vöru. Neytendur gegna lykilhlutverki „Það eru alltaf áskoranir þegar um ræðir svona lítinn markað. Íslensk framleiðslufyrirtæki þurfa háa markaðshlutdeild til að reka sig og oft getur verið erfitt að keppa við erlenda risa. En íslensk fyrirtæki eru vön þessum aðstæðum og hafa staðið sig ótrúlega vel í gegnum tíðina í þessari samkeppni að mínu mati. Neytendur gegna lykilhlutverki, því án þeirra værum við ekki hér. Við erum vön að geta gengið að miklu og góðu vöruvali af íslenskum vörum og það er okkar allra að viðhalda því. Ég vona að okkur takist að auka vitund neytenda á íslenskum valkostum, hvað það þýðir fyrir okkur sem neytendur að hafa alla þessa kosti og það sé ekki sjálfsagt.“ Nánar um átakið hér Lífið Verslun Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Sex íslensk framleiðslufyrirtæki hafa hrundið af stað átakinu „Íslenskt skiptir máli“ til að vekja neytendur til umhugsunar og benda á að íslensk framleiðsla er ekki sjálfsögð. Neytendur eru hvattir til að velja íslenskar vörur, ekki síst nú þegar horft er fram á mesta samdrátt í langan tíma en íslensk framleiðsla skapaði ríflega 7% af landsframleiðslu á síðasta ári, jafnvirði 219 milljarða króna. Fyrirtækin eru Mjólkursamsalan, Ölgerðin, Nói Síríus, Kjörís, Sælgætisgerðin Freyja og Gæðabakstur en vörur frá þessum framleiðendum eru og hafa verið til á íslenskum heimilum um áratugaskeið. Seigla í íslenskum framleiðendum Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss segir íslenska framleiðslu eiga í vök að verjast. Markaðurinn sé smár en dugnaður einkenni íslensk framleiðslufyrirtæki. Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri Kjöríss „Kjörís var stofnað árið 1969 og samleið okkar með íslenskum neytendum er orðin nokkuð löng. Við störfum á krefjandi markaði sem er agnarsmár og vissulega getur verið snúið að vera lítið fyrirtæki í Hveragerði og keppa við stærstu fyrirtæki heims sem selja vörur til flestra landa. Samkeppnisstaða íslenskra framleiðslufyrirtækja er erfið og kostnaður mikill. En það er mikil seigla í íslenskum framleiðendum og mikil gæði í vörunum. Með því að framleiða vörur hér á landi höldum við í ýmis sérkenni okkar sem þjóðar og búum til verðmæti hér á landi sem skapa störf,“ segir Guðrún. Sjaldnar mikilvægara en nú að verja störf „Við höfum öll val og við höfum völd. Við búum til dæmis yfir því valdi að velja hvernig við eyðum peningum okkar. Með því að velja íslenska vöru erum við að skapa störf og verja störf. Það hefur sjaldnar verið mikilvægara en nú. Kjörís er eins og áður sagði rekið í litlu samfélagi þar sem við finnum mjög áþreifanlega hversu mikilvægt hvert einasta starf er. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hvað það skiptir Kjörís miklu máli í hvert sinn sem einhver velur okkar vöru umfram aðra,“ segir Guðrún. „Ég sjálf vel alltaf íslenskt ef ég get því ég þekki af eigin raun mikilvægi þess. Mér finnst íslenskar vörur góðar og af miklum gæðum. Ég er meðvituð um að með vali mínum stuðla ég að því að skapa störf hér á landi.“ Hækkandi raforkuverð hefur áhrif á framleiðslu „Það er mikilvægt að við séum öll upplýstir neytendur og gerum okkur grein fyrir því hvað innlend matvæla framleiðsla hefur mikið að segja fyrir þjóðarbúið,“ segir Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs. Vilhjálmur Þorláksson framkvæmdastjóri Gæðabaksturs „Staða íslenskrar framleiðslu er frekar viðkvæm vegna samkeppnihæfni við önnur lönd. Þar spilar helst inn smæð markaðsins og litlar framleiðslulotur. Einnig hefur raforkuverð hækkað mikið á síðustu árum sem hefur sérstaklega áhrif á fyrirtæki sem eru í orkufrekri starfsemi.“ Viljum ganga að hefðum og venjum vísum Gæðabakstur var stofnað árið 1993 en saga þess teygir sig allt aftur til Ömmubaksturs sem hóf starfsemi árið 1952. Vörurnar eiga djúpar rætur í hefðum og venjum Íslendinga. „Við viljum byggja upp langtíma samband við okkar viðskiptavini og kappakosta við að framleiða fyrir þá fyrsta flokks vöru. Þetta kemur einnig inn á samfélagslega ábyrgð, viljum við sem þjóð geta framleitt matvöru og verið sjálfbær? Val neytenda skiptir líka máli fyrir neytandann sjálfan, ef þessi framleiðsla fer úr landi er ekki tryggt að við göngum að matvörum sem tilheyra hefðum og venjum Íslendinga, vísum. Það er ólíklegt að erlendur framleiðandi sjái hag sinn í því að framleiða eitthvað sem eingöngu 300.000 manns hafa áhuga á. Þetta er eitthvað sem íslensk framleiðslufyrirtæki skilja og hafa metnað og vilja til að bjóða upp á um ókomna tíð.“ Menningarlega mikilvægt að velja íslenskt Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Freyju segir einnig íslenskar framleiðsluaðferðir oft einstakar á heimsvísu. Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Freyju „Ég vona að átakið minni fólk á hvað íslensk framleiðsla og íslenskar vörur eru þjóðinni mikilvægar. Framleiðsluvaran verður auðvitað að uppfylla kröfur neytenda um gæði en svo lengi sem hún gerir það þá er það ótrúlega mikilvægt að velja íslenskt. Það er ekki bara efnahagslega hagkvæmt heldur menningarlega mikilvægt. Íslenskar framleiðsluaðferðir, venjur og hefðir eru oftar en ekki einstakar á heimsvísu. Maður getur vart hugsað sér tilveruna án margra íslenskra vörumerkja sem hafa svo oft í gegnum tíðina fullkomnað margar stundir í okkar lífi. Með „réttu“ vali neytenda munu þessar vörur þjóna því hlutverki áfram um ókomna framtíð,“ segir Pétur. Skökk samkeppnisstaða Freyja hefur fylgt Íslendingum í 102 ár en fyrirtækið var stofnað árið 1918. Pétur segir hugvit, handverk og gæði íslenskrar framleiðslu með því besta sem gerist í heiminum en smæð markaðarins, gjöld og álagning á íslenska framleiðslu skekki samkeppni við innflutta vöru. „Innfluttar vörur eru með svo mikið svigrúm og hafa samkeppnislegt forskot í verðlagningu í skjóli gengis, stærðarhagkvæmni, lægri launakostnaðar og ekki hjálpar þegar þessar sömu innfluttu vörur koma inn í landið án þess að borga þau gjöld og álagningu sem íslenskir framleiðendur þurfa að borga, sem dæmi á hráefni. Þessi skakka samkeppnisstaða gerir stöðu íslenskrar framleiðslu afar viðkæma. Því er ávallt mikilvægt að velja íslenskt," segir Pétur. Bjartsýnn fyrir hönd íslenskrar framleiðslu Gunnar B Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar segir íslenska framleiðendur hafa fulla burði til að mæta kröfum íslenskra neytenda. Horfa þurfi einnig til umhverfissjónarmiða í framleiðslu. Gunnar B Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar „Þetta snýst ekki um að tala niður eða gagnrýna erlendar vörur, svo það sé sagt hreint út. Við viljum bara minna á okkur og íslenskar vörur. Það eru góðar ástæðar fyrir því, ekki bara efnahagslegar, heldur einnig út frá umhverfismálum. Til að mynda er umtalsverður umhverfislegur ávinningur af því að framleiða drykkjarvörur hér heima frekar en að flytja þær inn. Það er engum blöðum um það að fletta að íslenskt skiptir máli og neytendur hafa þetta allt í hendi sér,“ segir Gunnar. Hafa upp á margt að bjóða „Íslensk framleiðsla er oft í viðkvæmri stöðu þar sem við búum á litlu markaðssvæði. Ég held hins vegar að áhugi á íslenskum vörum muni aukast í takt við bæði versnandi efnahagsástand og eins er vaxandi áhugi neytenda út um allan heim á að þekkja til uppruna vörunnar. Þar hljóta íslensk fyrirtæki að hafa forskot á heimamarkaði. En það er ekkert gefið í þessu. Neytendur á Íslandi gera miklar kröfur og ef íslenskir framleiðendur eiga að vinna hylli þeirra verðum við að standa okkur í stykkinu og framleiða vörur sem að standast samanburð í gæðum og helst í verði einnig. En ég er bjartsýnn fyrir hönd íslenskrar matvælaframleiðslu. Við höfum upp á svo margt að bjóða. Ölgerðin framleiðir fjölmargar vörur sem ganga afskaplega vel hér, enda höfum við lagt mikla áherslu á að hlusta á neytendur og stundað öfluga vöruþróun,“ segir Gunnar. Leiðir íslensku þjóðarinnar og Ölgerðarinnar hafa legið saman í 107 ár, eða frá árinu 1913. Stærsta fjölskyldufyrirtæki landsins Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS segir fyrirtækið leggja mikla áherslu á vöruþróun en byggja jafnframt á rótgrónum vörum sem hafi skipað sér sess hjá neytendum. Mörghundruð fjölskyldur standi að fyrirtækinu. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS „Mjólkursamsalan í núverandi mynd hefur starfað frá 2007 en elsti hluti þess var stofnaður í september 1927. MS er í eigu íslenskra kúabænda og fjölskyldna þeirra um allt land og segja má að MS sé stærsta fjölskyldufyrirtæki landsins. Mikil áhersla er á vöruþróun hjá fyrirtækinu með það að markmiði að uppfylla þarfir og kröfur neytenda hverju sinni,“ segir Guðný. Innlend framleiðsla styður við atvinnu „Það er mikilvægt að hafa í huga að íslensk framleiðsla styður við atvinnu í landinu. Í okkar tilviki eru um 550 kúabændur og fjölskyldur þeirra á bak við fyrirtækið víðs vegar um landið auk þess sem að 450 manns starfa hjá fyrirtækinu á starfstöðvum fyrirtækisins á Akureyri, Búðardal, Egilsstöðum, Reykjavík og Selfossi. Við þetta bætist svo afleidd starfsemi sem er þó nokkur. Íslensk framleiðsla veitir okkur líka sérstöðu þegar kemur að erlendum ferðamönnum enda er það hluti af upplifun fólks að smakka mat og drykk í því landi sem það heimsækir hverju sinni. Nokkrar vörur skipa sérstakan sess hjá íslenskum neytendum og auk þess hafa margar vörur fyrirtækisins hlotið verðlaun og viðurkenningar. Skyrið, sem hefur fylgt okkur Íslendingum frá landnámi höfum við framleitt í yfir 90 ár. Markmiðið með átakinu er að benda á nýstárlegan hátt á mikilvægi íslenskrar framleiðslu og hversu fátæklegt vöruframboðið væri ef íslenskrar matvælaframleiðslu nyti ekki við,“ segir Guðný. Fylgt Íslendingum á gleðistundum í hundrað ár „Nói Síríus fagnar 100ára afmælinu í ár, þannig að við tölum um öldina hans Nóa. Við höfum verið svo heppin að hafa fylgt neytendum á öllum hátíðarstundum, páskum, jólum, fermingum og öðrum tímum þar sem Íslendingar hafa safnast saman til að gleðjast. Okkur líður vel í hlutverki gleðigjafans og erum svo lánsöm eiga margar mjög vinsælar vörur,“ segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus Hann segir áskorun að framleiða fyrir lítinn markað og erfitt að keppa við innflutta vöru. Neytendur gegna lykilhlutverki „Það eru alltaf áskoranir þegar um ræðir svona lítinn markað. Íslensk framleiðslufyrirtæki þurfa háa markaðshlutdeild til að reka sig og oft getur verið erfitt að keppa við erlenda risa. En íslensk fyrirtæki eru vön þessum aðstæðum og hafa staðið sig ótrúlega vel í gegnum tíðina í þessari samkeppni að mínu mati. Neytendur gegna lykilhlutverki, því án þeirra værum við ekki hér. Við erum vön að geta gengið að miklu og góðu vöruvali af íslenskum vörum og það er okkar allra að viðhalda því. Ég vona að okkur takist að auka vitund neytenda á íslenskum valkostum, hvað það þýðir fyrir okkur sem neytendur að hafa alla þessa kosti og það sé ekki sjálfsagt.“ Nánar um átakið hér
Lífið Verslun Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira