Herra Hnetusmjör prófar ópíóða Rannveig Borg skrifar 10. nóvember 2020 13:30 Í spjalli hjá Sölva Tryggvasyni deildi Herra Hnetusmjör (Árni Páll Árnason) sögu úr lífi sínu áður en hann varð edrú fyrir nokkrum árum. Þá hafði hann prófað ópíóðan oxycodine. Herra Hnetusmjör lýsir því að þetta hafi virkað sem „bara pilla“. En þetta eru hættulegustu efnin á markaðnum eða „ógeðslega sterk“ eins og Herra Hnetusmjör orðar það. Ópíóðar og þá sérstaklega oxycodone hafa verið mikið í fréttum í tengslum Bandaríkín þar sem talað er um ópíóðafaraldur. Talið er að um 3.6 % fullorðinna Bandaríkjamanna hafi neytt ópíóða á síðasta ári en prósentan er um 1.2% á heimsvísu[3]. Hvað eru ópíóðar? Annars vegar nátturuleg ópíumskyld lyf eins og morfín og kódein eða tilbúnar afleiður af morfíni til dæmis heróín, fentanýl og oxycodone[2]. Ópíoðar hafa aðallega tvenns konar áhrif annars vegar minnka sársauka og eru ópíóðar á lista WHO yfir nauðsynleg lyf (e. essential [1] medicine) og hins vegar að virkja verðlaunastöðvar heilans og orsaka vellíðan[2]. Aukaáhrif ópíóða geta verið flökurleiki og meltingartruflanir og aukinn sársauki þ.e. þegar viðkomandi hættir notkun lyfjanna finnur hann meira fyrir sársauka en áður en notkun lyfjanna hófst[2]. Þegar einstaklingur er orðinn líkamlega háður lyfjunum og hættir skyndilega notkun þeirra geta fráhvarfseinkenni verið mjög skæð[2]. Herra Hnetusmjör talar um verstu fráhvarfseinkenni sem hann hafði upplifað. Til lengri tíma geta ópíóðar verið mjög vanabindandi. Hlutfall þeirra sem verða háðir lyfseðilsskyldum ópíóðum eykst. Þá er talið að um 2-6% þeirra sem ávísað er ópíóðum sem verkjalyfi þrói með sér lyfjafíkn[5]. Ennfremur er mikil aukning á misnotkun lyfseðilsskyldra ópíóða og notkun mjög sterkra ólöglegra ópíóða eins fentanýl sem er 50-100 sinnum sterkari en morfín[4][6]. Lyfin geta einnig valdið öndunarbælingu sem í nægilegu magni getur valdið dauða[2]. Þá talar WHO um sérstaklega hættulegt sé að neyta ópíóða með öðrum öndunarbælandi efnum eins og til dæmis benzódíazepín eða áfengi[6]. Á síðustu árum hefur ótímabærum dauðsföllum af völdum ofskömmtunar fjölgað – nú á tímum COVID-19 hefur ólöglegt fentanýl oftar en ekki komið við sögu[4]. WHO hefur ráðlagt þjálfun í naloxone notkun og dreifingu til einstaklinga sem geta orðið vitni af ofskömmtun ópíóða. Naloxone getur bjargað lífum eftir ofskömmtun ef það er gefið á réttan hátt[6]. Aukin hætta af ópíóðum er ekki einskorðuð við Bandaríkin. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi sagði í nýlegu viðtali að 185 manns væru í meðferð við ópíóðafíkn á göngudeild á Vogi og hafi aldrei verið fleiri og að neyslan hafi aukist mikið á Íslandi síðustu ár[7]. Sagan Herra Hnetusmjör prófar ópíóða endaði vel. Það eru ekki allir þetta heppnir. Í ágúst á þessu ári létust tveir 15 ára unglingar í Zollikerberg[8] (sem er Garðabær Zurichsýslunnar) eftir að hafa prófað hóstasaft með kódeini í bland við benzódíazepín (Xanax). Eins og fyrir Herra Hnetusmjör gerðu þeir sér væntanlega ekki grein fyrir hættunni enda „bara hóstasaft“. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir: 1. https://www.who.int/publications/i/item/WHOMVPEMPIAU2019.06 2. ttps://wdr.unodc.org/wdr2019/en/depressants.html 3. https://wdr.unodc.org/wdr2020/field/WDR20_Booklet_2.pdf 4. https://wdr.unodc.org/wdr2020/en/exsum.html 5. https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/jcpt.13114 6. https://www.who.int/topics/substance_abuse/en/ 7. https://www.ruv.is/frett/2020/09/07/hugsi-yfir-tviskinnungi-i-heimsbarattunni-gegn-covid?fbclid=IwAR3ugcVaNkMLIXem4no67f_YL18kTK1cBuhHatAJUVsgHE8I2q5SC5ILxnU 8. https://www.watson.ch/amp/!327904670?fbclid=IwAR0L55JGB2K2gMv4HezttKHxRVhAj1lsKKlRWvik6d1cc8xpkQfClgm5fAU Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í spjalli hjá Sölva Tryggvasyni deildi Herra Hnetusmjör (Árni Páll Árnason) sögu úr lífi sínu áður en hann varð edrú fyrir nokkrum árum. Þá hafði hann prófað ópíóðan oxycodine. Herra Hnetusmjör lýsir því að þetta hafi virkað sem „bara pilla“. En þetta eru hættulegustu efnin á markaðnum eða „ógeðslega sterk“ eins og Herra Hnetusmjör orðar það. Ópíóðar og þá sérstaklega oxycodone hafa verið mikið í fréttum í tengslum Bandaríkín þar sem talað er um ópíóðafaraldur. Talið er að um 3.6 % fullorðinna Bandaríkjamanna hafi neytt ópíóða á síðasta ári en prósentan er um 1.2% á heimsvísu[3]. Hvað eru ópíóðar? Annars vegar nátturuleg ópíumskyld lyf eins og morfín og kódein eða tilbúnar afleiður af morfíni til dæmis heróín, fentanýl og oxycodone[2]. Ópíoðar hafa aðallega tvenns konar áhrif annars vegar minnka sársauka og eru ópíóðar á lista WHO yfir nauðsynleg lyf (e. essential [1] medicine) og hins vegar að virkja verðlaunastöðvar heilans og orsaka vellíðan[2]. Aukaáhrif ópíóða geta verið flökurleiki og meltingartruflanir og aukinn sársauki þ.e. þegar viðkomandi hættir notkun lyfjanna finnur hann meira fyrir sársauka en áður en notkun lyfjanna hófst[2]. Þegar einstaklingur er orðinn líkamlega háður lyfjunum og hættir skyndilega notkun þeirra geta fráhvarfseinkenni verið mjög skæð[2]. Herra Hnetusmjör talar um verstu fráhvarfseinkenni sem hann hafði upplifað. Til lengri tíma geta ópíóðar verið mjög vanabindandi. Hlutfall þeirra sem verða háðir lyfseðilsskyldum ópíóðum eykst. Þá er talið að um 2-6% þeirra sem ávísað er ópíóðum sem verkjalyfi þrói með sér lyfjafíkn[5]. Ennfremur er mikil aukning á misnotkun lyfseðilsskyldra ópíóða og notkun mjög sterkra ólöglegra ópíóða eins fentanýl sem er 50-100 sinnum sterkari en morfín[4][6]. Lyfin geta einnig valdið öndunarbælingu sem í nægilegu magni getur valdið dauða[2]. Þá talar WHO um sérstaklega hættulegt sé að neyta ópíóða með öðrum öndunarbælandi efnum eins og til dæmis benzódíazepín eða áfengi[6]. Á síðustu árum hefur ótímabærum dauðsföllum af völdum ofskömmtunar fjölgað – nú á tímum COVID-19 hefur ólöglegt fentanýl oftar en ekki komið við sögu[4]. WHO hefur ráðlagt þjálfun í naloxone notkun og dreifingu til einstaklinga sem geta orðið vitni af ofskömmtun ópíóða. Naloxone getur bjargað lífum eftir ofskömmtun ef það er gefið á réttan hátt[6]. Aukin hætta af ópíóðum er ekki einskorðuð við Bandaríkin. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi sagði í nýlegu viðtali að 185 manns væru í meðferð við ópíóðafíkn á göngudeild á Vogi og hafi aldrei verið fleiri og að neyslan hafi aukist mikið á Íslandi síðustu ár[7]. Sagan Herra Hnetusmjör prófar ópíóða endaði vel. Það eru ekki allir þetta heppnir. Í ágúst á þessu ári létust tveir 15 ára unglingar í Zollikerberg[8] (sem er Garðabær Zurichsýslunnar) eftir að hafa prófað hóstasaft með kódeini í bland við benzódíazepín (Xanax). Eins og fyrir Herra Hnetusmjör gerðu þeir sér væntanlega ekki grein fyrir hættunni enda „bara hóstasaft“. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir: 1. https://www.who.int/publications/i/item/WHOMVPEMPIAU2019.06 2. ttps://wdr.unodc.org/wdr2019/en/depressants.html 3. https://wdr.unodc.org/wdr2020/field/WDR20_Booklet_2.pdf 4. https://wdr.unodc.org/wdr2020/en/exsum.html 5. https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/jcpt.13114 6. https://www.who.int/topics/substance_abuse/en/ 7. https://www.ruv.is/frett/2020/09/07/hugsi-yfir-tviskinnungi-i-heimsbarattunni-gegn-covid?fbclid=IwAR3ugcVaNkMLIXem4no67f_YL18kTK1cBuhHatAJUVsgHE8I2q5SC5ILxnU 8. https://www.watson.ch/amp/!327904670?fbclid=IwAR0L55JGB2K2gMv4HezttKHxRVhAj1lsKKlRWvik6d1cc8xpkQfClgm5fAU
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun