Erlent

Vill að ná­granna­löndin taki höndum saman eftir ó­sigur Trump

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mohammad Javad Zarif utanríkisráðherra Íran biðlar til nágrannaríkjanna að taka höndum saman.
Mohammad Javad Zarif utanríkisráðherra Íran biðlar til nágrannaríkjanna að taka höndum saman. Vísir/EPA

Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, biðlaði í dag til nágrannalandanna að taka saman höndum til þess að tryggja sameiginlega hagsmuni í kjölfar ósigurs Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningunum.

Trump hefur á undanförnum árum litið minna til málefna Mið-Austurlanda en forverar hans en tekið harða afstöðu í málefnum Íran, til dæmis þegar hann dró Bandaríkin einhliða úr kjarnorkusamkomulagi sem Íran, Bandaríkin og fleiri ríki skrifuðu undir. Í kjölfarið gaf Trump út tilskipun um að Íran skyldi beitt viðskiptaþvingunum og var mikil spenna á milli ríkjanna tveggja, sérstaklega um mitt síðasta ár.

„Trump er farinn en við og nágrannar okkar verðum hérna áfram,“ tísti Zarif í dag.

„Við réttum út sáttahönd til nágranna okkar í von um að geta sameinast í baráttunni um að tryggja sameiginlega hagsmuni þjóða okkar og ríkja. Við biðlum til allra að taka þátt í samtali og teljum það einu leiðina til þess að binda endi á erjur og spennu. Saman munum við tryggja betri framtíð fyrir löndin okkar,“ skrifaði Zarif.


Tengdar fréttir

Telja Írani að baki ógnandi tölvu­póstum til banda­rískra kjós­enda

Bandarískar leyniþjónustustofnanir sökuðu Írani um að standa að baki tölvupósta sem voru sendir kjósendum í nokkrum ríkjum og virtust eiga að ógna þeim til að kjósa Donald Trump forseta. Telja þær að bæði Rússar og Íranir hafi komist yfir gögn um kjósendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×