Segir smæstu fyrirtækin skorta stuðning stjórnvalda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 16:11 Forsvarsmenn smærri fyrirtækja segja stuðning stjórnvalda til þeirra skorta. Vísir/Vilhelm Hópur smærri fyrirtækja í ferðaþjónustu segir smæstu fyrirtækin skorta stuðning stjórnvalda þar sem þau geti ekki nýtt aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Jóna Fanney Svavarsdóttir, eigandi Eldhúsferða fer fyrir hópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu. Um er að ræða hóp sem telur sig utangarðs þegar kemur að björgunaraðgerðum stjórnvalda. Hópurinn samanstendur af fólki sem er með svokölluð örfyrirtæki. Yfirleitt með einn til þrjá starfsmenn í vinnu. „Við tókum okkur saman og erum að safna nöfnum á undirskriftarlista og höfum gefið frá okkur yfirlýsingu til stjórnvalda. Á undirskriftarlistann hafa skrifað 300 rekstraraðilar í ferðaþjónustu,“ sagði Jóna Fanney. Hópurinn kom til vegna björgunaraðgerða ríkisstjórnarinnar. Hún segir allt of marga í þeirri stöðu að geta ekki nýtt þær aðgerðir meðal annars vegna skilyrða sem útiloka þessa gerð rekstrar. „Okkur fannst ekkert samtal vera að eiga sér stað á milli stjórnvalda og hagsmunasamtaka. Þessi hópur stofnaðist á Facebook og svo óx okkur fiskur um hrygg.“ En stór hópur af sjálfstætt starfandi aðilum eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar að sögn Jónu. Kristján Kristjánsson ræddi við Jónu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir stöðu fyrirtækjanna misjafna. „Mörg þeirra eru í einhvers konar dvala. Ég kalla það að vera í dvala þegar þú ert með fyrirtæki eða rekstur þar sem innkoman er engin. Það er ekki hægt að segja að fyrirtækin séu búin að loka en það er engin eftirspurn. Hvorki innlend né erlend.“ Önnur fyrirtæki hafa lokað tímabundið eða fyrir fullt og allt. Skilyrðin útilokandi fyrir smærri fyrirtæki „Í upphafi snéru aðgerðirnar fyrst og fremst að starfsfólki öðru en eigendum en ekki að eigendum rekstrarins eða rekstrinum sjálfum.“ „Fyrirtæki sem ekki voru með starfsfólk í einhverju ákveðnu magni voru að því virðist viljandi skilin eftir í fyrstu aðgerðum,“ sagði Jóna. Þá hafði lánalínur ekki geta nýst á neinum tímapunkti. Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi þegar hertar aðgerðir voru kynntar.Vísir/Vilhelm Jóna segir skilyrðin útiloka smærri fyrirtæki og veltir því fyrir sér jafnræði. „Maður spyr sig: Af hverju ekki að aðstoða 300 fyrirtæki þó það séu bara einn til þrír starfsmenn hjá því - en að aðstoða frekar eitt fyrirtæki með 300 starfsmönnum.“ Hún segir þörf á aðstoð til að koma í veg fyrir landsbyggðarflótta. „Maður spyr sig hvað gerist ef reksturinn stöðvast, hvað gerist ef fyrirtæki fara á hausinn þá verður landsbyggðarflótti. Það er félagslegt vandamál líka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur Tengdar fréttir Samfylkingin segir hægt að skapa allt að sjö þúsund störf Samfylkingin segir nauðsynlegt að styrkja innviði með fjölgun opinberra starfsmanna. Eins þurfi að örva fyrirtæki til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. 8. október 2020 19:01 ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Forysta Alþýðusambandsins segir mikilvægt að grípa til aðgerða nú strax sem leggi grunninn að uppbyggingu efnahagslífsins til frambúðar. Þær eigi að tryggja afkomu og örykki launafólks og þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. 14. maí 2020 19:20 Heimili og fyrirtæki fengið 40 milljarða í beinan stuðning Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. 6. nóvember 2020 20:36 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Hópur smærri fyrirtækja í ferðaþjónustu segir smæstu fyrirtækin skorta stuðning stjórnvalda þar sem þau geti ekki nýtt aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Jóna Fanney Svavarsdóttir, eigandi Eldhúsferða fer fyrir hópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu. Um er að ræða hóp sem telur sig utangarðs þegar kemur að björgunaraðgerðum stjórnvalda. Hópurinn samanstendur af fólki sem er með svokölluð örfyrirtæki. Yfirleitt með einn til þrjá starfsmenn í vinnu. „Við tókum okkur saman og erum að safna nöfnum á undirskriftarlista og höfum gefið frá okkur yfirlýsingu til stjórnvalda. Á undirskriftarlistann hafa skrifað 300 rekstraraðilar í ferðaþjónustu,“ sagði Jóna Fanney. Hópurinn kom til vegna björgunaraðgerða ríkisstjórnarinnar. Hún segir allt of marga í þeirri stöðu að geta ekki nýtt þær aðgerðir meðal annars vegna skilyrða sem útiloka þessa gerð rekstrar. „Okkur fannst ekkert samtal vera að eiga sér stað á milli stjórnvalda og hagsmunasamtaka. Þessi hópur stofnaðist á Facebook og svo óx okkur fiskur um hrygg.“ En stór hópur af sjálfstætt starfandi aðilum eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar að sögn Jónu. Kristján Kristjánsson ræddi við Jónu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir stöðu fyrirtækjanna misjafna. „Mörg þeirra eru í einhvers konar dvala. Ég kalla það að vera í dvala þegar þú ert með fyrirtæki eða rekstur þar sem innkoman er engin. Það er ekki hægt að segja að fyrirtækin séu búin að loka en það er engin eftirspurn. Hvorki innlend né erlend.“ Önnur fyrirtæki hafa lokað tímabundið eða fyrir fullt og allt. Skilyrðin útilokandi fyrir smærri fyrirtæki „Í upphafi snéru aðgerðirnar fyrst og fremst að starfsfólki öðru en eigendum en ekki að eigendum rekstrarins eða rekstrinum sjálfum.“ „Fyrirtæki sem ekki voru með starfsfólk í einhverju ákveðnu magni voru að því virðist viljandi skilin eftir í fyrstu aðgerðum,“ sagði Jóna. Þá hafði lánalínur ekki geta nýst á neinum tímapunkti. Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi þegar hertar aðgerðir voru kynntar.Vísir/Vilhelm Jóna segir skilyrðin útiloka smærri fyrirtæki og veltir því fyrir sér jafnræði. „Maður spyr sig: Af hverju ekki að aðstoða 300 fyrirtæki þó það séu bara einn til þrír starfsmenn hjá því - en að aðstoða frekar eitt fyrirtæki með 300 starfsmönnum.“ Hún segir þörf á aðstoð til að koma í veg fyrir landsbyggðarflótta. „Maður spyr sig hvað gerist ef reksturinn stöðvast, hvað gerist ef fyrirtæki fara á hausinn þá verður landsbyggðarflótti. Það er félagslegt vandamál líka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur Tengdar fréttir Samfylkingin segir hægt að skapa allt að sjö þúsund störf Samfylkingin segir nauðsynlegt að styrkja innviði með fjölgun opinberra starfsmanna. Eins þurfi að örva fyrirtæki til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. 8. október 2020 19:01 ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Forysta Alþýðusambandsins segir mikilvægt að grípa til aðgerða nú strax sem leggi grunninn að uppbyggingu efnahagslífsins til frambúðar. Þær eigi að tryggja afkomu og örykki launafólks og þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. 14. maí 2020 19:20 Heimili og fyrirtæki fengið 40 milljarða í beinan stuðning Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. 6. nóvember 2020 20:36 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Samfylkingin segir hægt að skapa allt að sjö þúsund störf Samfylkingin segir nauðsynlegt að styrkja innviði með fjölgun opinberra starfsmanna. Eins þurfi að örva fyrirtæki til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. 8. október 2020 19:01
ASÍ krefst umfangsmikilla aðgerða fyrir launafólk Forysta Alþýðusambandsins segir mikilvægt að grípa til aðgerða nú strax sem leggi grunninn að uppbyggingu efnahagslífsins til frambúðar. Þær eigi að tryggja afkomu og örykki launafólks og þeirra sem standi höllum fæti í samfélaginu. 14. maí 2020 19:20
Heimili og fyrirtæki fengið 40 milljarða í beinan stuðning Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. 6. nóvember 2020 20:36