Lífið

Jim Carrey kallar Trump „tapara“ í hlutverki Bidens

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Carrey og Rudolph í hlutverkum sínum sem Joe Biden og Kamala Harris.
Carrey og Rudolph í hlutverkum sínum sem Joe Biden og Kamala Harris. SNL/Skjáskot

„Það koma upp aðstæður í lífinu, og þetta eru einar slíkar, þar sem það verður að vera sigurvegari og…. tapari!“

Þetta sagði Jim Carrey í hlutverki Joes Bidens, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, í nýjasta þætti af gamanþáttunum Saturday Night Live. Þar stóð hann við ræðupúlt með leikkonuna Mayu Rudolph sér við hlið, en hún var í hlutverki Kamölu Harris, nýkjörins varaforseta.

Í myndbandinu leikur Carrey hinn nýkjörna forseta, sem virðist staðráðinn í því að nudda Donald Trump, fráfarandi forseta, upp úr tapi hans í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum, en atriðið hefur vakið mikla athygli á netinu.

Trump er reyndar á því að hann hafi alls ekki tapað kosningunum, og segir að víðtæk kosningasvik hafi tryggt Biden sigur í kosningunum. Hann hefur þó ekki fært sönnur fyrir þeim ásökunum.

Sjón er sögu ríkari, en myndbrotið af Carrey og Rudolph í hlutverki nýkjörins forseta og varaforseta má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Pennsylvanía færir Biden sigurinn

Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.