Biden vill konu sem varaforsetaefni Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2020 07:30 Joe Biden og Bernie Sanders slepptu því að takast í hendur vegna hættunnar á veirusmiti og létu duga að slá olnboga í olnboga. EPA Demókratinn og bandaríski forsetaframbjóðandinn Joe Biden segist vilja konu sem varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum síðar á þessu ári, fari svo að hann verði valinn forsetaefni Demókrata. Biden og Bernie Sanders mættust í sjónvarpskappræðum fyrir tómum sal í Washington DC í gærkvöldi, en þeir standa einir eftir í forvali Demókrataflokksins. Þeir slepptu því að takast í hendur vegna hættunnar á veirusmiti og létu duga að slá olnboga í olnboga. Biden og Sanders reyndu þeir báðir að höfða til kvenna í kappræðunum. Sanders var ekki eins afdráttarlaus í sínum svörum um hvort að hann myndi velja konu sem varaforsetaefni sitt, yrði hann fyrir valinu. Hann sagði þó að „líklega færi það svo“, en að það yrði að vera framsækin kona. Kappræðurnar hófust á umræðum um útbreiðslu kórónuveirunnar. Voru þeir sammála um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki staðið sig vel í því að taka á vandanum. „Það fyrsta sem við verðum að gera er að fá núverandi forseta til að þegja,“ segir Sanders. Það sé óásættanlegt að forsetinn væri að grafa undan læknum og sérfræðingum og fara með fleipur. Slíkt valdi ruglingi meðal almennings. Biden og Sanders ræddu báðir hvaða aðgerðir þeir, sem eldri menn í áhættuhópi, hafi gripið til vegna veirunnar. Sögðust þeir báðir hafa reynt að fækka fundum, fengið starfsmenn til að vinna að heiman og staðið fyrir fjöldafundum í netheimum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Bandaríkin: Biden nánast tryggir sér tilnefninguna Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 12. mars 2020 09:21 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Demókratinn og bandaríski forsetaframbjóðandinn Joe Biden segist vilja konu sem varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum síðar á þessu ári, fari svo að hann verði valinn forsetaefni Demókrata. Biden og Bernie Sanders mættust í sjónvarpskappræðum fyrir tómum sal í Washington DC í gærkvöldi, en þeir standa einir eftir í forvali Demókrataflokksins. Þeir slepptu því að takast í hendur vegna hættunnar á veirusmiti og létu duga að slá olnboga í olnboga. Biden og Sanders reyndu þeir báðir að höfða til kvenna í kappræðunum. Sanders var ekki eins afdráttarlaus í sínum svörum um hvort að hann myndi velja konu sem varaforsetaefni sitt, yrði hann fyrir valinu. Hann sagði þó að „líklega færi það svo“, en að það yrði að vera framsækin kona. Kappræðurnar hófust á umræðum um útbreiðslu kórónuveirunnar. Voru þeir sammála um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki staðið sig vel í því að taka á vandanum. „Það fyrsta sem við verðum að gera er að fá núverandi forseta til að þegja,“ segir Sanders. Það sé óásættanlegt að forsetinn væri að grafa undan læknum og sérfræðingum og fara með fleipur. Slíkt valdi ruglingi meðal almennings. Biden og Sanders ræddu báðir hvaða aðgerðir þeir, sem eldri menn í áhættuhópi, hafi gripið til vegna veirunnar. Sögðust þeir báðir hafa reynt að fækka fundum, fengið starfsmenn til að vinna að heiman og staðið fyrir fjöldafundum í netheimum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Bandaríkin: Biden nánast tryggir sér tilnefninguna Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 12. mars 2020 09:21 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17
Bandaríkin: Biden nánast tryggir sér tilnefninguna Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 12. mars 2020 09:21