Starfsmaður kosninganna í felum eftir að hafa krumpað saman blað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 14:05 Vinnsla kjörseðla í Fulton-sýslu í Georgíu. Hvorugur starfsmannanna á myndinni er sá sem fjallað er um í fréttinni. Jessica McGowan/Getty Starfsmaður sem kom að vinnslu kjörseðla í Atlanta í forsetakosningunum í Bandaríkjunum er nú í felum. Starfsmaðurinn hefur fengið fjölda hótana í kjölfar þess að myndband náðist af honum krumpa saman blað og henda því. Myndbandið varð kveikjan að ásökunum um að starfsmaðurinn ætti þátt í kosningasvikum. Richard Barron, sem hefur yfirumsjón með skráningu og kosningastarfsemi í Fulton-sýslu í Georgíu, þar sem stór hluti Atlanta er, segir yfirvöld í sýslunni hafa skoðað myndbandið. Í ljós hafi komið að blaðið sem starfsmaðurinn henti hafi ekki verið kjörseðill, heldur blað sem fylgdi kjörseðlinum og innihélt leiðbeiningar um hvernig kjósendur ættu að bera sig að þegar kjörseðillinn er fylltur út. Samkvæmt CNN sýnir myndbandið starfsmanninn, sem staðsettur er á stöð þar sem umslög utan um póstatkvæði eru skorin. Starfsmaðurinn sést taka blaðið, krumpa það saman og henda því í ruslið. „Starfsmaðurinn gat á engum tímapunkti nálgast sjálfan kjörseðilinn. Ég hef stjórnað svona vél sjálfur,“ sagði Barron. „Það eina sem maður gerir á þessari stöð er að aðskilja umslögin og skera þau. Kjörseðlarnir eru sóttir á næsta stigi ferlisins og það gera aðeins þeir starfsmenn sem hafa fengið það verkefni að telja kjörseðlana.“ Upplýsingar um starfsmanninn farið víða um vefinn Barron segist hafa haft samband við starfsmanninn sem um ræðir, eftir að hafa horft á myndbandið. Starfsmaðurinn hafi tjáð honum að hann hafi yfirgefið heimili sitt og dveljist nú hjá vini sínum. Hann þori þá ekki að keyra sinn eigin bíl, þar sem upplýsingum um bílinn og númeraplötur hans hafi verið dreift á netinu. „Hann er í felum því hann er búinn að fá hótanir. Hann er búinn að slökkva á öllum samfélagsmiðlareikningum sínum og öllum persónuupplýsingum um hann hefur verið dreift. Persónulega þykir mér þetta til skammar,“ hefur CNN eftir Barron. Barron sagði þá að engar hótanir hefðu borist á skrifstofu hans og viðræður um að útvega starfsmanninum öryggisgæslu væru yfirstandandi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Starfsmaður sem kom að vinnslu kjörseðla í Atlanta í forsetakosningunum í Bandaríkjunum er nú í felum. Starfsmaðurinn hefur fengið fjölda hótana í kjölfar þess að myndband náðist af honum krumpa saman blað og henda því. Myndbandið varð kveikjan að ásökunum um að starfsmaðurinn ætti þátt í kosningasvikum. Richard Barron, sem hefur yfirumsjón með skráningu og kosningastarfsemi í Fulton-sýslu í Georgíu, þar sem stór hluti Atlanta er, segir yfirvöld í sýslunni hafa skoðað myndbandið. Í ljós hafi komið að blaðið sem starfsmaðurinn henti hafi ekki verið kjörseðill, heldur blað sem fylgdi kjörseðlinum og innihélt leiðbeiningar um hvernig kjósendur ættu að bera sig að þegar kjörseðillinn er fylltur út. Samkvæmt CNN sýnir myndbandið starfsmanninn, sem staðsettur er á stöð þar sem umslög utan um póstatkvæði eru skorin. Starfsmaðurinn sést taka blaðið, krumpa það saman og henda því í ruslið. „Starfsmaðurinn gat á engum tímapunkti nálgast sjálfan kjörseðilinn. Ég hef stjórnað svona vél sjálfur,“ sagði Barron. „Það eina sem maður gerir á þessari stöð er að aðskilja umslögin og skera þau. Kjörseðlarnir eru sóttir á næsta stigi ferlisins og það gera aðeins þeir starfsmenn sem hafa fengið það verkefni að telja kjörseðlana.“ Upplýsingar um starfsmanninn farið víða um vefinn Barron segist hafa haft samband við starfsmanninn sem um ræðir, eftir að hafa horft á myndbandið. Starfsmaðurinn hafi tjáð honum að hann hafi yfirgefið heimili sitt og dveljist nú hjá vini sínum. Hann þori þá ekki að keyra sinn eigin bíl, þar sem upplýsingum um bílinn og númeraplötur hans hafi verið dreift á netinu. „Hann er í felum því hann er búinn að fá hótanir. Hann er búinn að slökkva á öllum samfélagsmiðlareikningum sínum og öllum persónuupplýsingum um hann hefur verið dreift. Persónulega þykir mér þetta til skammar,“ hefur CNN eftir Barron. Barron sagði þá að engar hótanir hefðu borist á skrifstofu hans og viðræður um að útvega starfsmanninum öryggisgæslu væru yfirstandandi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira