Lífið

Gói nær þéttri rödd Arnars Jónssonar frábærlega í Eftirhermuhjólinu

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Gói hermir eftir Arnari Jónssyni.
Gói hermir eftir Arnari Jónssyni. STÖÐ2

Spjallþátturinn Föstudagskvöld með Gumma Ben var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöld.

Fastur liður þáttanna er Eftirhermuhjólið og kom það í hlut Sóla Hólm og Guðjóns Davíðs Karlssonar, betur þekktur sem Gói, að takast á í hjólinu.

Dagskrárliðurinn hefur notið mikilla vinsælda og virkar þannig að þátttakendum er úthlutað lagi og flytjanda. Þó ekki þeim flytjanda sem alla jafna syngur lagið. Kemur það í hlut þátttakenda að herma eins vel eftir flytjandanum og hægt er.

Gói náði leikaranum Arnari Jónssyni, sem þekktur er fyrir þétta rödd, ansi vel eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Hann stóð sig einnig með prýði þegar hann flutti lagið Hjólin á strætó sem óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.