Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2020 04:18 Biden og Harris þegar sá fyrrnefndi ávarpaði stuðningsmenn þeirra í Wilmington í Delaware í nótt. AP/Carolyn Kaster Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. „Lýðræðið virkar,“ sagði Biden í ræðu sinni skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma þegar hann fullvissaði þjóðina um að hann myndi ekki leyfa neinum að koma í veg fyrir að gild atkvæði væru talin í kosningunum. Trump forseti hefur haldið fram stoðlausum ásökunum um kosningasvindl og krafist þess að hætt verði að telja sum atkvæði. Óvíst var hvort að ávarp Biden færi fram í ljósi þess að stóru sjónvarpsstöðvarnar hafa enn ekki lýst yfir sigurvegara í lykilríkjunum Pennsylvaníu, Georgíu, Arizona, Nevada og Norður-Karólínu. Biden er með forskot í talningu í þeim öllum nema Norður-Karólínu. Honum dugir að sigra í Pennsylvaníu. Hann lét þó slag standa og sagði að tölurnar segðu skýra og sannfærandi sögu þrátt fyrir að úrslitin væru ekki orðin endanleg. „Við vinnum þessar kosningar,“ fullyrti fyrrverandi varaforsetinn með Kamölu Harris, varaforsetaefni sitt, sér við hlið. Máli sínu til stuðnings vísaði Biden til forskotsins í lykilríkjunum og sagðist hann sannfærður um sigur þar. Stefnan væri tekin á fleiri en 300 kjörmenn og benti Biden á að klár meirihluti þjóðarinnar stæði að baki honum og Harris. Þau hafi nú fengið meira en 74 milljónir atkvæða, fleiri en nokkrir aðrir forsetaframbjóðendur í sögunni, meira en fjórum milljónum atkvæðum fleiri en Trump á landsvísu. "What's becoming clear each hour is that a record number of Americans of all races, faiths, religions chose change," Joe Biden says in Delaware address. "The people spoke, more than 74 million Americans, they spoke loudly for our ticket" pic.twitter.com/msNkmHOSGS— NBC News (@NBCNews) November 7, 2020 Lýðræðið og faraldurinn ofarlega á baugi Lýsti Biden skilningi á því að mörgum fyndist talningin ganga hægt en hún var fjórða degi á föstudag. „Gleymið aldrei, talningin er ekki bara tölur, hún táknar atkvæði og kjósendur, karla og konur sem nýttu sér grundvallarrétt sinn til að láta rödd sína heyrast,“ sagði Biden. https://twitter.com/ABC/status/1324923841056010240 Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í Bandaríkjunum á fimmtudag, þriðja daginn í röð, fleiri en 120.000 manns á einum degi. Tala látinna stefnir nú hraðbyri í 240.000 manns frá upphafi faraldursins. Biden sagði þau Harris ekki sitja auðum höndum þó að úrslit kosninganna liggi ekki fyrir ennþá. Þau hafi fundað með lýðheilsusérfræðingum á föstudag. „Ég vil að allir viti að á degi eitt munum við hrinda áætlun okkar um að ná stjórn á þessari veiru í framkvæmd. Við getum ekki bjargað þeim lífum sem hafa glatast en við getum bjargað mörgum lífum á næstu mánuðum,“ sagði forsetaefnið og lýsti samúð sinni með fórnarlömbum faraldursins. Joe Biden on COVID-19: “I want everyone, everyone to know on day 1, we’re gonna put our plan to control this virus into action. We can’t save any of the lives lost...but we can save a lot of lives in the months ahead.” https://t.co/GwwRl4EUb3 #Election2020 pic.twitter.com/q4HkWFUOPx— ABC News (@ABC) November 7, 2020 Lauk Biden máli sínu á því að segja að hann vonaðist eftir að ræða við þjóðina aftur á laugardag. Útlit er fyrir að úrslit gætu ráðist í Pennsylvaníu þegar birtir af degi vestanhafs á laugardag og jafnvel öðrum lykilríkjum eins og Arizona og Nevada.
Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. „Lýðræðið virkar,“ sagði Biden í ræðu sinni skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma þegar hann fullvissaði þjóðina um að hann myndi ekki leyfa neinum að koma í veg fyrir að gild atkvæði væru talin í kosningunum. Trump forseti hefur haldið fram stoðlausum ásökunum um kosningasvindl og krafist þess að hætt verði að telja sum atkvæði. Óvíst var hvort að ávarp Biden færi fram í ljósi þess að stóru sjónvarpsstöðvarnar hafa enn ekki lýst yfir sigurvegara í lykilríkjunum Pennsylvaníu, Georgíu, Arizona, Nevada og Norður-Karólínu. Biden er með forskot í talningu í þeim öllum nema Norður-Karólínu. Honum dugir að sigra í Pennsylvaníu. Hann lét þó slag standa og sagði að tölurnar segðu skýra og sannfærandi sögu þrátt fyrir að úrslitin væru ekki orðin endanleg. „Við vinnum þessar kosningar,“ fullyrti fyrrverandi varaforsetinn með Kamölu Harris, varaforsetaefni sitt, sér við hlið. Máli sínu til stuðnings vísaði Biden til forskotsins í lykilríkjunum og sagðist hann sannfærður um sigur þar. Stefnan væri tekin á fleiri en 300 kjörmenn og benti Biden á að klár meirihluti þjóðarinnar stæði að baki honum og Harris. Þau hafi nú fengið meira en 74 milljónir atkvæða, fleiri en nokkrir aðrir forsetaframbjóðendur í sögunni, meira en fjórum milljónum atkvæðum fleiri en Trump á landsvísu. "What's becoming clear each hour is that a record number of Americans of all races, faiths, religions chose change," Joe Biden says in Delaware address. "The people spoke, more than 74 million Americans, they spoke loudly for our ticket" pic.twitter.com/msNkmHOSGS— NBC News (@NBCNews) November 7, 2020 Lýðræðið og faraldurinn ofarlega á baugi Lýsti Biden skilningi á því að mörgum fyndist talningin ganga hægt en hún var fjórða degi á föstudag. „Gleymið aldrei, talningin er ekki bara tölur, hún táknar atkvæði og kjósendur, karla og konur sem nýttu sér grundvallarrétt sinn til að láta rödd sína heyrast,“ sagði Biden. https://twitter.com/ABC/status/1324923841056010240 Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í Bandaríkjunum á fimmtudag, þriðja daginn í röð, fleiri en 120.000 manns á einum degi. Tala látinna stefnir nú hraðbyri í 240.000 manns frá upphafi faraldursins. Biden sagði þau Harris ekki sitja auðum höndum þó að úrslit kosninganna liggi ekki fyrir ennþá. Þau hafi fundað með lýðheilsusérfræðingum á föstudag. „Ég vil að allir viti að á degi eitt munum við hrinda áætlun okkar um að ná stjórn á þessari veiru í framkvæmd. Við getum ekki bjargað þeim lífum sem hafa glatast en við getum bjargað mörgum lífum á næstu mánuðum,“ sagði forsetaefnið og lýsti samúð sinni með fórnarlömbum faraldursins. Joe Biden on COVID-19: “I want everyone, everyone to know on day 1, we’re gonna put our plan to control this virus into action. We can’t save any of the lives lost...but we can save a lot of lives in the months ahead.” https://t.co/GwwRl4EUb3 #Election2020 pic.twitter.com/q4HkWFUOPx— ABC News (@ABC) November 7, 2020 Lauk Biden máli sínu á því að segja að hann vonaðist eftir að ræða við þjóðina aftur á laugardag. Útlit er fyrir að úrslit gætu ráðist í Pennsylvaníu þegar birtir af degi vestanhafs á laugardag og jafnvel öðrum lykilríkjum eins og Arizona og Nevada.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira