Eiður Smári aðalþjálfari FH og Davíð aðstoðar Sindri Sverrisson skrifar 6. nóvember 2020 15:32 Eiður Smári Guðjohnsen heldur áfram með FH. vísir/bára Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs FH í fótbolta til næstu tveggja ára. Logi Ólafsson hættir sem þjálfari en verður tæknilegur ráðgjafi, eftir að hafa stýrt liðinu ásamt Eiði í sumar. FH-ingurinn Davíð Þór Viðarsson verður aðstoðarþjálfari liðsins. Davíð er goðsögn í Kaplakrika eftir að hafa verið fyrirliði liðsins og meðal annars orðið Íslandsmeistari sjö sinnum með liðinu. Eiður og Logi tóku við FH af Ólafi Kristjánssyni í júlí síðastliðnum og undir þeirra stjórn endaði FH í 2. sæti Pespi Max-deildarinnar, eftir að hafa unnið 10 af 14 leikjum með þá tvo í brúnni. Liðið var auk þess komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins þegar keppni var blásin af fyrir viku. Starf Loga breytist en í yfirlýsingu frá FH segir að hann taki við nýju starfi sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar FH. Hann muni vinna að stefnumótun og skipulagningu alls afreksstarfs félagsins. Fjalar Þorgeirsson verður áfram markmannsþjálfari og Hákon Hallfreðsson styrktarþjálfari. Guðlaugur Baldursson hættir hins vegar sem aðstoðarþjálfari. View this post on Instagram Eiður Smári ráðinn þjálfari FH -Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH -Logi Ólafsson tæknilegur ráðgjafi Knattspyrnudeildar FH Knattspyrnudeild FH hefur komist að samkomulagi við Eið Smára Guðjohnsen um að taka við sem aðalþjálfari Fimleikafélagsins, samningurinn er til tveggja ára. Eiður Smári sem er án vafa besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og hefur leikið fyrir stærstu lið Evrópu, tók við FH liðinu ásamt Loga Ólafssyni um miðjan júlí og undir þeirra stjórn hafnaði liðið í 2. sæti með 36 stig þegar fjórar umferðir voru enn óleiknar. FH var einnig komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. FH vann 10 af 14 leikjum liðsins undir stjórn Eiðs og Loga í Pepsi Max deildinni. Davíð Þór þarf ekki að kynna fyrir stuðningsmönnum FH og knattspyrnu áhugafólki almennt, einn besti leikmaður FH frá upphafi sem mun stíga sín fyrstu skref í þjálfun undir stjórn Eiðs. Davíð vann 7 Íslandsmeistaratitla með FH, fjórum sinnum sem fyrirliði liðsins. Davíð spilaði 319 leiki fyrir FH og skoraði í þeim 11 mörk. Logi Ólafsson hefur komið víða við á sínum magnaða ferli og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Þessi fyrrum landsliðsþjálfari, aðstoðarþjálfari Lilleström og þjálfari FH mun vera áfram innan þjálfarateymisins en með breyttum áherslum. Logi mun taka við nýju starfi sem tæknilegur ráðgjafi Knattspyrnudeildar FH og mun hann m.a. vinna að stefnumótun og skipulagningu alls afreksstarfs félagsins sem heldur utan um okkar efnilegustu leikmenn í karla og kvennaflokki. Fjalar Þorgeirsson mun áfram starfa sem markmannsþjálfari meistaraflokks karla ásamt því að Hákon Hallfreðsson mun áfram sjá um styrktarþjálfun liðsins. Á sama tíma mun Guðlaugur Baldursson láta af störfum sem aðstoðarþjálfari. Guðlaugur hefur hingað til unnið þrjá Íslandsmeistaratitla sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og eru honum þökkuð vel unnin störf síðastliðin tvö tímabil hjá FH og félagið óskar Lauga velfarnaðar í hans næstu verkefnum. Markmið FH eru skýr með þessum ráðningum, að byggja ofan á þann góða árangur sem náðist á síðasta tímabili og bæta enn frekar allt faglegt starf félagsins til lengri tíma. A post shared by FH-ingar (@fhingar) on Nov 6, 2020 at 7:18am PST Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs FH í fótbolta til næstu tveggja ára. Logi Ólafsson hættir sem þjálfari en verður tæknilegur ráðgjafi, eftir að hafa stýrt liðinu ásamt Eiði í sumar. FH-ingurinn Davíð Þór Viðarsson verður aðstoðarþjálfari liðsins. Davíð er goðsögn í Kaplakrika eftir að hafa verið fyrirliði liðsins og meðal annars orðið Íslandsmeistari sjö sinnum með liðinu. Eiður og Logi tóku við FH af Ólafi Kristjánssyni í júlí síðastliðnum og undir þeirra stjórn endaði FH í 2. sæti Pespi Max-deildarinnar, eftir að hafa unnið 10 af 14 leikjum með þá tvo í brúnni. Liðið var auk þess komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins þegar keppni var blásin af fyrir viku. Starf Loga breytist en í yfirlýsingu frá FH segir að hann taki við nýju starfi sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar FH. Hann muni vinna að stefnumótun og skipulagningu alls afreksstarfs félagsins. Fjalar Þorgeirsson verður áfram markmannsþjálfari og Hákon Hallfreðsson styrktarþjálfari. Guðlaugur Baldursson hættir hins vegar sem aðstoðarþjálfari. View this post on Instagram Eiður Smári ráðinn þjálfari FH -Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH -Logi Ólafsson tæknilegur ráðgjafi Knattspyrnudeildar FH Knattspyrnudeild FH hefur komist að samkomulagi við Eið Smára Guðjohnsen um að taka við sem aðalþjálfari Fimleikafélagsins, samningurinn er til tveggja ára. Eiður Smári sem er án vafa besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og hefur leikið fyrir stærstu lið Evrópu, tók við FH liðinu ásamt Loga Ólafssyni um miðjan júlí og undir þeirra stjórn hafnaði liðið í 2. sæti með 36 stig þegar fjórar umferðir voru enn óleiknar. FH var einnig komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. FH vann 10 af 14 leikjum liðsins undir stjórn Eiðs og Loga í Pepsi Max deildinni. Davíð Þór þarf ekki að kynna fyrir stuðningsmönnum FH og knattspyrnu áhugafólki almennt, einn besti leikmaður FH frá upphafi sem mun stíga sín fyrstu skref í þjálfun undir stjórn Eiðs. Davíð vann 7 Íslandsmeistaratitla með FH, fjórum sinnum sem fyrirliði liðsins. Davíð spilaði 319 leiki fyrir FH og skoraði í þeim 11 mörk. Logi Ólafsson hefur komið víða við á sínum magnaða ferli og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Þessi fyrrum landsliðsþjálfari, aðstoðarþjálfari Lilleström og þjálfari FH mun vera áfram innan þjálfarateymisins en með breyttum áherslum. Logi mun taka við nýju starfi sem tæknilegur ráðgjafi Knattspyrnudeildar FH og mun hann m.a. vinna að stefnumótun og skipulagningu alls afreksstarfs félagsins sem heldur utan um okkar efnilegustu leikmenn í karla og kvennaflokki. Fjalar Þorgeirsson mun áfram starfa sem markmannsþjálfari meistaraflokks karla ásamt því að Hákon Hallfreðsson mun áfram sjá um styrktarþjálfun liðsins. Á sama tíma mun Guðlaugur Baldursson láta af störfum sem aðstoðarþjálfari. Guðlaugur hefur hingað til unnið þrjá Íslandsmeistaratitla sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og eru honum þökkuð vel unnin störf síðastliðin tvö tímabil hjá FH og félagið óskar Lauga velfarnaðar í hans næstu verkefnum. Markmið FH eru skýr með þessum ráðningum, að byggja ofan á þann góða árangur sem náðist á síðasta tímabili og bæta enn frekar allt faglegt starf félagsins til lengri tíma. A post shared by FH-ingar (@fhingar) on Nov 6, 2020 at 7:18am PST
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti