Frumkvöðlar skipta með sér 30 milljónum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2020 14:08 Birna Einarsdóttir bankastjóri, aðrir stjórnarmenn og styrkhafar lyftu þumalfingri í hópmyndatöku á fjarfundinum. Íslandsbanki afhenti í dag styrki úr frumkvöðlasjóði bankans. Alls voru veittar 30,5 milljónir króna til fjórtán verkefna en 124 umsóknir bárust samkvæmt tilkynningu frá bankanum. Styrkveitingin fór fram á fjarfundi, eins og sjá má á myndinni að ofan, sökum kórónuveirufaraldursins. Verkefnin sem fengu styrk snúast meðal annars um að vinna gegn matarsóun, umhverfisvæna fatahönnun, umboðsskrifstofu fyrir knattspyrnukonur og kennslu. Eftirfarandi verkefni hljóta styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka í ár eru: Greenfo Greenfo er tæknilausn sem safnar og heldur utan um gögn um sjálfbærni fyrirtækja, einfaldar þeim að halda loftslagsbókhald og fylgjast með umhverfisáhrifum sínum. Með lausninni geta fyrirtæki og stofnanir sett fram markvissar aðgerðir í loftslagsmálum, fylgst með árangri í rauntíma og forgangsraðað verkefnum í þágu umhverfisins út frá hagkvæmni og ávinningi. Spaksmannsspjarir Með því að sameina tækni og fagurfræði munu Spaksmannsspjarir hanna og framleiða fatalínu með umhverfisvænni vinnubrögðum. Verkefnið felur í sér nýtingu á þrívíðum stafrænum hönnunarflíkum í umhverfisvænni fatahönnun. Í lúxus útgáfu línunnar mun íslenskur sjálfbær æðardúnn leika lykilhlutverk. Humble Verkefnið miðað að því að stemma stigu við matarsóun í virðiskeðju íslensks matvælaiðnaðar með uppvinnslu matvæla. Þetta er gert með því að matreiða þau matvæli sem ekki standast útlitskröfur, eða eru að nálgast síðasta neysludag, og bjóða notandanum á lægra verði. Marea Með nýsköpun, tækni og skapandi hugsun er það markmið Marea að hanna fyrsta lífplastið byggt á íslenskum sjávarauðlindum. Notuð er þaraplastfilma sem er ætluð til þess að pakka inn íslensku grænmeti. Lausnin mun minnka notkun á einnota plasti en varan er nú í hönnunar- og þróunarferli. Loftslagsskrá Með miðlægum skráningargrunni er það tilgangur Loftslagsskrár að tryggja gagnsæi, rekjanleika og fyrirbyggja tvítalningu jöfnunar þegar fyrirtæki setja fram fullyrðingar um kolefnisjöfnun. Loftslagsskrá er þannig mikilvægur innviður til að stuðla að því að Ísland nái markmiði sínu um kolefnishlutleysi 2040. Surova Markmið Surova er að hanna og framleiða sjálfvirka og sjálfbæra lausn í grænmetisræktun til þess að draga úr notkun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutnings. Lausnin er lóðrétt vatnsræktunarkerfi í einangruðum gámaeiningum sem sér um framleiðsluferlið frá sáningu til pökkunar. Plöntutíð Plöntutíð er íslensk sviðslistahátíð sem verður haldin í annað sinn 3. - 5. september 2021 og styður við frumsköpun og nýmæli í sviðslistum á Íslandi. Plöntutíð var stofnuð sem vettvangur fyrir listamenn sem hafa sett náttúruna í forgrunn listsköpunar sinnar með það að leiðarljósi að vinna utan mannhverfrar listsköpunar og tækla loftlagskvíða. Plastgarðar Tilgangur verkefnisins Hey!Rúlla er að draga verulega úr plastnotkun í landbúnaði á Íslandi og öðrum löndum. Árlega eru flutt inn til Íslands um 2.000 tonn af einnota heyrúlluplasti og er því ávinningur fyrir umhverfið mikill. Stefnt er að því endurnýta plast að fullu leyti til að skapa þannig hringrásarhagkerfi. Kennsluappið Kennsluappið býður upp á fjölbreyttar leiðir til að læra sama námsefnið. Smáforritið nær til notenda á þeirra forsendum, óháð því hvort þeim finnist betra að læra myndrænt, hljóðrænt eða með öðrum leiðum. Kennsluappið er þegar komið út með sjö leikjum til að æfa orðaforða. Unnið er að útgáfu aukins efnis ásamt fleiri leikjum. Samvera Markmið Samveru er að draga úr þeirri lýðheilsuvá sem stafar af félagslegri einangrun og einmanaleika. Samvera veitir viðskiptavinum sínum tækifæri til að veita öðrum athygli, samhygð og væntumþykju og samanstendur af gjafaboxi sem inniheldur gjafakort og hugmyndum af gæðastundum saman. Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar Tónlist til betra lífs og farsælla samfélags er margþætt samfélagsverkefni sem styður fólk í því að endurbyggja líf sitt eftir áföll og erfiðleika, jafnframt því að þjálfa tónlistarnema í stjórnun tónlistarverkefna í samfélaginu. Hennar Rödd Bókin Hennar Rödd: Frásagnir kvenna af erlendum uppruna á Íslandi felur í sér vitundarvakningu um málefni jaðarhópa og jafnara, upplýstara og virðingarríkara samfélag. Tilgangurinn með útgáfu bókarinnar er að skapa umræður um málefni kvenna af erlendum uppruna og stuðla að aukinni samþættingu ólíkra menningarhópa hérlendis. Markaðsstofa Kópavogs Markaðsstofa Kópavogs setur á fót atvinnu- og nýsköpunarsetur í Kópavogi í samstarfi við atvinnulífið í bænum með það að markmiði að skapa ný störf. Áhersla verður lögð á stuðning við frumkvöðla á fyrstu skrefum nýsköpunar m.a. við mótun viðskiptahugmynda og gerð viðskiptaáætlana. Paxal Paxal er umboðs- og markaðskrifstofa fyrir knattspyrnu- og tónlistarmenn. Með sérstöku átaki stendur til að framleiða markaðsefni og auka tengslamyndun í þeim tilgangi að kynna íslenskar knattspyrnukonur bæði hér á landi og erlendis. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að alls hafi verið veittar um 90 milljónir króna á rúmu ári í ýmsa styrki til frumkvöðla. „Frumkvöðlasjóðurinn er mikilvægur þáttur í samfélagsstefnu Íslandsbanka en markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar. Við úthlutun styrkja er horft til frumkvöðlaverkefna sem stuðla að þeim fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur ákveðið að starfa eftir. Þau eru menntun fyrir alla, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og uppbygging og aðgerðir í loftslagsmálum,“ segir í tilkynningunni sem Edda Hermannsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs, sendir fyrir hönd bankans. Stjórn Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka er skipuð Ara Kristni Jónssyni, rektor Háskólans í Reykjavík, Hrund Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Festu og Unu Steinsdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. „Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka hefur á liðnum árum móttekið nokkuð hundruð umsóknir og úthlutað rúmlega 90 milljónum á rúmu ári til mismunandi verkefna sem öll miða að því að stuðla að aukinni framþróun og bættu samfélagi með einum eða öðrum hætti. Við sem samfélag erum að upplifa mjög óvenjulegt ár og líklega hefur sjaldan eða aldrei verið mikilvægara að huga að nýsköpun og fjárfesta í framtíðinni en núna. Þau verkefni sem nú hljóta styrki eiga það sameiginlegt að ýta undir þau fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur ákveðið að starfa eftir. Þau fela í sér aðgerðir gegn matarsóun, lausnum við plastnotkun, stuðla að betri leiðum til menntunar, samfélagslega virkni, listsköpun og þannig mætti áfram telja. Allt ber þetta þess merki hversu öflugt nýsköpunarstarf getur átt sér stað á Íslandi og það er því mikilvægt að styðja vel við þá þróun,“ segir Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. Tækni Íslenskir bankar Nýsköpun Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Íslandsbanki afhenti í dag styrki úr frumkvöðlasjóði bankans. Alls voru veittar 30,5 milljónir króna til fjórtán verkefna en 124 umsóknir bárust samkvæmt tilkynningu frá bankanum. Styrkveitingin fór fram á fjarfundi, eins og sjá má á myndinni að ofan, sökum kórónuveirufaraldursins. Verkefnin sem fengu styrk snúast meðal annars um að vinna gegn matarsóun, umhverfisvæna fatahönnun, umboðsskrifstofu fyrir knattspyrnukonur og kennslu. Eftirfarandi verkefni hljóta styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka í ár eru: Greenfo Greenfo er tæknilausn sem safnar og heldur utan um gögn um sjálfbærni fyrirtækja, einfaldar þeim að halda loftslagsbókhald og fylgjast með umhverfisáhrifum sínum. Með lausninni geta fyrirtæki og stofnanir sett fram markvissar aðgerðir í loftslagsmálum, fylgst með árangri í rauntíma og forgangsraðað verkefnum í þágu umhverfisins út frá hagkvæmni og ávinningi. Spaksmannsspjarir Með því að sameina tækni og fagurfræði munu Spaksmannsspjarir hanna og framleiða fatalínu með umhverfisvænni vinnubrögðum. Verkefnið felur í sér nýtingu á þrívíðum stafrænum hönnunarflíkum í umhverfisvænni fatahönnun. Í lúxus útgáfu línunnar mun íslenskur sjálfbær æðardúnn leika lykilhlutverk. Humble Verkefnið miðað að því að stemma stigu við matarsóun í virðiskeðju íslensks matvælaiðnaðar með uppvinnslu matvæla. Þetta er gert með því að matreiða þau matvæli sem ekki standast útlitskröfur, eða eru að nálgast síðasta neysludag, og bjóða notandanum á lægra verði. Marea Með nýsköpun, tækni og skapandi hugsun er það markmið Marea að hanna fyrsta lífplastið byggt á íslenskum sjávarauðlindum. Notuð er þaraplastfilma sem er ætluð til þess að pakka inn íslensku grænmeti. Lausnin mun minnka notkun á einnota plasti en varan er nú í hönnunar- og þróunarferli. Loftslagsskrá Með miðlægum skráningargrunni er það tilgangur Loftslagsskrár að tryggja gagnsæi, rekjanleika og fyrirbyggja tvítalningu jöfnunar þegar fyrirtæki setja fram fullyrðingar um kolefnisjöfnun. Loftslagsskrá er þannig mikilvægur innviður til að stuðla að því að Ísland nái markmiði sínu um kolefnishlutleysi 2040. Surova Markmið Surova er að hanna og framleiða sjálfvirka og sjálfbæra lausn í grænmetisræktun til þess að draga úr notkun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutnings. Lausnin er lóðrétt vatnsræktunarkerfi í einangruðum gámaeiningum sem sér um framleiðsluferlið frá sáningu til pökkunar. Plöntutíð Plöntutíð er íslensk sviðslistahátíð sem verður haldin í annað sinn 3. - 5. september 2021 og styður við frumsköpun og nýmæli í sviðslistum á Íslandi. Plöntutíð var stofnuð sem vettvangur fyrir listamenn sem hafa sett náttúruna í forgrunn listsköpunar sinnar með það að leiðarljósi að vinna utan mannhverfrar listsköpunar og tækla loftlagskvíða. Plastgarðar Tilgangur verkefnisins Hey!Rúlla er að draga verulega úr plastnotkun í landbúnaði á Íslandi og öðrum löndum. Árlega eru flutt inn til Íslands um 2.000 tonn af einnota heyrúlluplasti og er því ávinningur fyrir umhverfið mikill. Stefnt er að því endurnýta plast að fullu leyti til að skapa þannig hringrásarhagkerfi. Kennsluappið Kennsluappið býður upp á fjölbreyttar leiðir til að læra sama námsefnið. Smáforritið nær til notenda á þeirra forsendum, óháð því hvort þeim finnist betra að læra myndrænt, hljóðrænt eða með öðrum leiðum. Kennsluappið er þegar komið út með sjö leikjum til að æfa orðaforða. Unnið er að útgáfu aukins efnis ásamt fleiri leikjum. Samvera Markmið Samveru er að draga úr þeirri lýðheilsuvá sem stafar af félagslegri einangrun og einmanaleika. Samvera veitir viðskiptavinum sínum tækifæri til að veita öðrum athygli, samhygð og væntumþykju og samanstendur af gjafaboxi sem inniheldur gjafakort og hugmyndum af gæðastundum saman. Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar Tónlist til betra lífs og farsælla samfélags er margþætt samfélagsverkefni sem styður fólk í því að endurbyggja líf sitt eftir áföll og erfiðleika, jafnframt því að þjálfa tónlistarnema í stjórnun tónlistarverkefna í samfélaginu. Hennar Rödd Bókin Hennar Rödd: Frásagnir kvenna af erlendum uppruna á Íslandi felur í sér vitundarvakningu um málefni jaðarhópa og jafnara, upplýstara og virðingarríkara samfélag. Tilgangurinn með útgáfu bókarinnar er að skapa umræður um málefni kvenna af erlendum uppruna og stuðla að aukinni samþættingu ólíkra menningarhópa hérlendis. Markaðsstofa Kópavogs Markaðsstofa Kópavogs setur á fót atvinnu- og nýsköpunarsetur í Kópavogi í samstarfi við atvinnulífið í bænum með það að markmiði að skapa ný störf. Áhersla verður lögð á stuðning við frumkvöðla á fyrstu skrefum nýsköpunar m.a. við mótun viðskiptahugmynda og gerð viðskiptaáætlana. Paxal Paxal er umboðs- og markaðskrifstofa fyrir knattspyrnu- og tónlistarmenn. Með sérstöku átaki stendur til að framleiða markaðsefni og auka tengslamyndun í þeim tilgangi að kynna íslenskar knattspyrnukonur bæði hér á landi og erlendis. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að alls hafi verið veittar um 90 milljónir króna á rúmu ári í ýmsa styrki til frumkvöðla. „Frumkvöðlasjóðurinn er mikilvægur þáttur í samfélagsstefnu Íslandsbanka en markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar. Við úthlutun styrkja er horft til frumkvöðlaverkefna sem stuðla að þeim fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur ákveðið að starfa eftir. Þau eru menntun fyrir alla, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og uppbygging og aðgerðir í loftslagsmálum,“ segir í tilkynningunni sem Edda Hermannsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs, sendir fyrir hönd bankans. Stjórn Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka er skipuð Ara Kristni Jónssyni, rektor Háskólans í Reykjavík, Hrund Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Festu og Unu Steinsdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. „Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka hefur á liðnum árum móttekið nokkuð hundruð umsóknir og úthlutað rúmlega 90 milljónum á rúmu ári til mismunandi verkefna sem öll miða að því að stuðla að aukinni framþróun og bættu samfélagi með einum eða öðrum hætti. Við sem samfélag erum að upplifa mjög óvenjulegt ár og líklega hefur sjaldan eða aldrei verið mikilvægara að huga að nýsköpun og fjárfesta í framtíðinni en núna. Þau verkefni sem nú hljóta styrki eiga það sameiginlegt að ýta undir þau fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur ákveðið að starfa eftir. Þau fela í sér aðgerðir gegn matarsóun, lausnum við plastnotkun, stuðla að betri leiðum til menntunar, samfélagslega virkni, listsköpun og þannig mætti áfram telja. Allt ber þetta þess merki hversu öflugt nýsköpunarstarf getur átt sér stað á Íslandi og það er því mikilvægt að styðja vel við þá þróun,“ segir Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.
Tækni Íslenskir bankar Nýsköpun Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira