Bjóðum fólk velkomið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 11:00 Við sem búum á Íslandi höfum það alla jafna mjög gott. Þó að veðrið leiki okkur stundum grátt búum við mjög vel. Við erum eitt ríkasta land í heimi og höfum byggt okkur öflugt velferðarkerfi. Við höfum flest nóg að bíta og brenna en sannarlega er það viðvarandi verkefni að tryggja öllum gott viðurværi alltaf. Þannig virkar gott og heilbrigt samfélag. Það ætti því ekki að koma okkur á óvart að hingað sækir fólk sem vill setjast að og búa sér gott heimili. Sá hópur er ekki einsleitur. Þar er um að ræða fólk sem flýr hræðilegar aðstæður og fólk með mjög háar tekjur sem hefur heyrt að hér sé friðsælt að vera í fallegu landi. Og allt þar á milli. Það er lykilatriði að við séum tilbúin að taka á móti fjölbreyttri flóru fólks. Við höfum til þess ákveðna ferla og reglur. En ferlar og reglur ná bara ákveðið langt þegar talað er um fólk og stundum kemur í ljós að ferlarnir eru ekki gagnlegir. Sem dæmi má nefna veitingu atvinnuleyfa hér á landi en þar eru alltof margar flækjur. Til að sækja um atvinnuleyfi hér á landi má til dæmis ekki vera á landinu og þú verður að vera með ráðningarsamning og í sumum tilfellum þarf atvinnurekandi að tryggja húsnæði. Þannig er fólk alfarið upp á sinn atvinnurekanda komið. Það er ekkert svigrúm fyrir fólk sem hefur ef til vill komið hingað, kunnað vel við, sig og viljað setjast að. Til þess þarf að fara aftur úr landi. Ef þú kemur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA eða Færeyja, mæta þér ótal flækjustig. Þannig útilokum við fólk. Við útilokum fjölbreyttan hópfólks sem vill búa hér og vill taka þátt í að auðga okkar góða samfélag. Ég hef ásamt þingflokki Vinstri grænna lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að tekið verði á þessum málum. Tillagan snýr að því að stofnaður verði starfshópur sem fengi það verkefni að móta tillögur um að auka réttindi útlendinga til atvinnu hér á landi. Það er mikilvægt að við slíka vinnu sé mikið samráð við aðila vinnumarkaðarins og því leggjum við til að í þeim hópi eigi sæti fulltrúar Alþýðusambands Íslands, BSRB, BHM, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka íslenskra sveitarfélaga, forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Fólksflutningar hafa aukist mjög síðustu ár vegna styrjalda, borgarastríða, skertra mannréttinda og loftslagsvár meðal annars. Það er því mikilvægt að við lítum í eigin barm og athugum hvaða ferla má bæta til að fólk viti hvert það getur leitað. Undanfarin ár hefur umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi til dæmis fjölgað mikið. Sumir sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi falla utan skilgreininga um það hverjir skuli hljóta vernd, svo sem um pólítíska flóttamenn. Fái fólk synjun um alþjóðlega vernd hefur það enga aðra leið til að óska þess að vera hér áfram. Kerfið, sem er mannanna verk, leyfir það ekki. Þetta viljum við Vinstri græn laga. Við viljum búa hér til kerfi og samfélag sem tekur fólki opnum örmum. Til þess eru margar leiðir. Að bæta ferla í kringum atvinnuleyfi útlendinga er eitt skref í rétta átt. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Alþingi Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Við sem búum á Íslandi höfum það alla jafna mjög gott. Þó að veðrið leiki okkur stundum grátt búum við mjög vel. Við erum eitt ríkasta land í heimi og höfum byggt okkur öflugt velferðarkerfi. Við höfum flest nóg að bíta og brenna en sannarlega er það viðvarandi verkefni að tryggja öllum gott viðurværi alltaf. Þannig virkar gott og heilbrigt samfélag. Það ætti því ekki að koma okkur á óvart að hingað sækir fólk sem vill setjast að og búa sér gott heimili. Sá hópur er ekki einsleitur. Þar er um að ræða fólk sem flýr hræðilegar aðstæður og fólk með mjög háar tekjur sem hefur heyrt að hér sé friðsælt að vera í fallegu landi. Og allt þar á milli. Það er lykilatriði að við séum tilbúin að taka á móti fjölbreyttri flóru fólks. Við höfum til þess ákveðna ferla og reglur. En ferlar og reglur ná bara ákveðið langt þegar talað er um fólk og stundum kemur í ljós að ferlarnir eru ekki gagnlegir. Sem dæmi má nefna veitingu atvinnuleyfa hér á landi en þar eru alltof margar flækjur. Til að sækja um atvinnuleyfi hér á landi má til dæmis ekki vera á landinu og þú verður að vera með ráðningarsamning og í sumum tilfellum þarf atvinnurekandi að tryggja húsnæði. Þannig er fólk alfarið upp á sinn atvinnurekanda komið. Það er ekkert svigrúm fyrir fólk sem hefur ef til vill komið hingað, kunnað vel við, sig og viljað setjast að. Til þess þarf að fara aftur úr landi. Ef þú kemur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA eða Færeyja, mæta þér ótal flækjustig. Þannig útilokum við fólk. Við útilokum fjölbreyttan hópfólks sem vill búa hér og vill taka þátt í að auðga okkar góða samfélag. Ég hef ásamt þingflokki Vinstri grænna lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að tekið verði á þessum málum. Tillagan snýr að því að stofnaður verði starfshópur sem fengi það verkefni að móta tillögur um að auka réttindi útlendinga til atvinnu hér á landi. Það er mikilvægt að við slíka vinnu sé mikið samráð við aðila vinnumarkaðarins og því leggjum við til að í þeim hópi eigi sæti fulltrúar Alþýðusambands Íslands, BSRB, BHM, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka íslenskra sveitarfélaga, forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Fólksflutningar hafa aukist mjög síðustu ár vegna styrjalda, borgarastríða, skertra mannréttinda og loftslagsvár meðal annars. Það er því mikilvægt að við lítum í eigin barm og athugum hvaða ferla má bæta til að fólk viti hvert það getur leitað. Undanfarin ár hefur umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi til dæmis fjölgað mikið. Sumir sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi falla utan skilgreininga um það hverjir skuli hljóta vernd, svo sem um pólítíska flóttamenn. Fái fólk synjun um alþjóðlega vernd hefur það enga aðra leið til að óska þess að vera hér áfram. Kerfið, sem er mannanna verk, leyfir það ekki. Þetta viljum við Vinstri græn laga. Við viljum búa hér til kerfi og samfélag sem tekur fólki opnum örmum. Til þess eru margar leiðir. Að bæta ferla í kringum atvinnuleyfi útlendinga er eitt skref í rétta átt. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun