Börn meðal fallinna í sprengjuárásum í Sýrlandi Heimsljós 6. nóvember 2020 10:32 Barnaheill - Save the children Fjögur sýrlensk börn og tveir starfsmenn samstarfssamtaka Barnaheilla – Save the Children létust í vikunni í sprengjuárásum í Idlib héraði í Sýrlandi. „Við erum harmi slegin yfir þessum hræðilegu tíðindum,“ segir Kolbrún Pálsdóttir verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum. Samtökin hafa vegna árásanna lokað tveimur bólusetningarmiðstöðvum í Idlib en þar hafa fimm hundruð börn verið bólusett á hverjum mánuði. Fjögurra ára stúlka lést á leið sinni í skólann í bænum Ariha þegar hún varð fyrir sprengjuárás. Tvö börn til viðbótar voru drepin í bænum Kafraya og það fjórða, tíu ára drengur, í borginni Idlib. Tugir annarra barna særðust. Grunnskóli í bænum Kafraya, sem er rekin af samstarfssamtökum Barnaheilla - Save the Children í Sýrlandi, varð fyrir sprengjuárás, en öll 150 börnin í skólanum náðu að flýja. Þrátt fyrir að enginn í skólanum hafði látist í árásinni var einn nemandi í skólanum drepinn á heimili sínu ásamt bróður sínum. Sprengja lenti á heimili hans og þar létust foreldrar hans og bróðir. Sonia Kush, viðbragðsstjóri Barnaheilla – Save the Children í Sýrlandi segir þetta vera afar sorglegar fréttir. „Börn létust og önnur upplifðu ógnvekjandi atburði í morgunsárið, þegar þau bjuggust við hefðbundnum skóladegi. Það er skelfilegt að sjá skóla og borgaraleg svæði verða fyrir árásum. Skólar eiga að veita börnum öryggi. Óbreyttir borgarar halda áfram að bera hitann og þungann af árásum sem þessum. Við hvetjum alla stríðsaðila að ganga úr skugga um að börn og óbreyttir borgarar séu verndaðir og þar með virða alþjóðleg mannúðarlög.“ Að sögn Kolbrúnar hafa aðstæður fólks í Idlib héraði verið mjög slæmar en undanfarna tvo daga hefur rignt gríðarlega mikið og meðal annars valdið flóðum og töluverðri eyðileggingu í níu flóttamannabúðum, „Barnaheill – Save the Children kalla eftir því að átökum verði hætt strax en undanfarnar vikur hafa átök stigmagnast á nokkrum svæðum í norðvestri. Allir aðilar verða að virða alþjóðleg mannúðarlög og vernda skóla, sjúkrahús og aðra mikilvæga borgaralega innviði gegn árásum. Börn eru sérstaklega berskjölduð fyrir áhrifum sprengivopna og stríðsaðilar ættu að leggja sig fram við að vernda þau,“ segir hún. Kolbrún bendir á að börn séu enn að láta lífið þrátt fyrir samþykkt ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að stríðsátökum verði hætt á heimsvísu vegna kórónaveirufaraldursins. Hún segir að í stað vopnahlés stigmagnist átök í Sýrlandi sem hindri baráttuna gegn útbreiðslu faraldursins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent
Fjögur sýrlensk börn og tveir starfsmenn samstarfssamtaka Barnaheilla – Save the Children létust í vikunni í sprengjuárásum í Idlib héraði í Sýrlandi. „Við erum harmi slegin yfir þessum hræðilegu tíðindum,“ segir Kolbrún Pálsdóttir verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum. Samtökin hafa vegna árásanna lokað tveimur bólusetningarmiðstöðvum í Idlib en þar hafa fimm hundruð börn verið bólusett á hverjum mánuði. Fjögurra ára stúlka lést á leið sinni í skólann í bænum Ariha þegar hún varð fyrir sprengjuárás. Tvö börn til viðbótar voru drepin í bænum Kafraya og það fjórða, tíu ára drengur, í borginni Idlib. Tugir annarra barna særðust. Grunnskóli í bænum Kafraya, sem er rekin af samstarfssamtökum Barnaheilla - Save the Children í Sýrlandi, varð fyrir sprengjuárás, en öll 150 börnin í skólanum náðu að flýja. Þrátt fyrir að enginn í skólanum hafði látist í árásinni var einn nemandi í skólanum drepinn á heimili sínu ásamt bróður sínum. Sprengja lenti á heimili hans og þar létust foreldrar hans og bróðir. Sonia Kush, viðbragðsstjóri Barnaheilla – Save the Children í Sýrlandi segir þetta vera afar sorglegar fréttir. „Börn létust og önnur upplifðu ógnvekjandi atburði í morgunsárið, þegar þau bjuggust við hefðbundnum skóladegi. Það er skelfilegt að sjá skóla og borgaraleg svæði verða fyrir árásum. Skólar eiga að veita börnum öryggi. Óbreyttir borgarar halda áfram að bera hitann og þungann af árásum sem þessum. Við hvetjum alla stríðsaðila að ganga úr skugga um að börn og óbreyttir borgarar séu verndaðir og þar með virða alþjóðleg mannúðarlög.“ Að sögn Kolbrúnar hafa aðstæður fólks í Idlib héraði verið mjög slæmar en undanfarna tvo daga hefur rignt gríðarlega mikið og meðal annars valdið flóðum og töluverðri eyðileggingu í níu flóttamannabúðum, „Barnaheill – Save the Children kalla eftir því að átökum verði hætt strax en undanfarnar vikur hafa átök stigmagnast á nokkrum svæðum í norðvestri. Allir aðilar verða að virða alþjóðleg mannúðarlög og vernda skóla, sjúkrahús og aðra mikilvæga borgaralega innviði gegn árásum. Börn eru sérstaklega berskjölduð fyrir áhrifum sprengivopna og stríðsaðilar ættu að leggja sig fram við að vernda þau,“ segir hún. Kolbrún bendir á að börn séu enn að láta lífið þrátt fyrir samþykkt ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að stríðsátökum verði hætt á heimsvísu vegna kórónaveirufaraldursins. Hún segir að í stað vopnahlés stigmagnist átök í Sýrlandi sem hindri baráttuna gegn útbreiðslu faraldursins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent