Pennsylvanía gæti gert gæfumuninn fyrir Biden Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 06:51 Kamala Harris, varaforsetaefni Demókrata, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi flokksins, þegar sá síðarnefndi flutti ávarp í gær. AP/Carolyn Kaster Enn er ekki ljóst hver náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Ennþá er afar mjótt á munum milli frambjóðendanna, þeirra Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Staðan á fjölda kjörmanna er óbreytt frá því fyrir sólarhring; Biden er með 253 og Trump 214 samkvæmt Decision Desk en AP og Fox News hafa staðfest sigur Bidens í Arizona og telja hann því með 264 kjörmenn. Verulega hefur dregið úr upplýsingaflæði vestanhafs enda komin nótt þar. Enn er þó verið að telja víða í ríkjum þar sem úrslit liggja ekki fyrir. Pennsylvanía er mögulega mikilvægasta ríkið þar sem Biden getur tryggt sér sigur í kosningunum með því að vinna þar enda gefur ríkið tuttugu kjörmenn. Trump er með lítið forskot í Pennsylvaníu og hefur Biden saxað verulega á í nótt. Sérfræðingar segja að haldi sú þróun áfram gæti hann endað með tugi þúsunda fleiri atkvæði en Trump. Samkvæmt gagnvirku korti Decision Desk er Trump nú með 3.286.193 atkvæði og Biden 3.267.969 atkvæði. Þá er munurinn mjög lítill í Georgíu og má segja að þar sé nánast jafnt. Trump er með 2.448.081 atkvæði samkvæmt Decision Desk og Biden með 2.446.814 atkvæði. Munurinn er því aðeins 1267 atkvæði. Líkt og í Pennsylvaníu hefur Biden saxað mjög á forskot Trumps í Georgíu í nótt. Enn á eftir að telja þúsundir atkvæða í ríkinu, meðal annars allt að níu þúsund kjörseðla sem sendir voru til íbúa Georgíu sem halda til erlendis. Í Arizona hefur Trump verið að saxa á forskot Biden í nótt. Biden er með 1.532.062 atkvæði, eða 50,07 prósent, og Trump er með 1.485.010 atkvæði eða 48,53 prósent. AP fréttaveitan og Fox News hafa áætlað Biden sigur í Arizona. Aðrir miðlar hafa þó ekki viljað ganga svo langt. Arizona er ólíkt flestum öðrum ríkjum þar sem enn er óljóst hver úrslitin verða að því leyti að flestir kjósendur þar greiða atkvæði í pósti. Því hallar ekki á Trump eins og víða annars staðar þar sem kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að nota póstatkvæði. BBC birti þessa grafík í textalýsingu sinni í nótt. Staðan er óbreytt en hér sést hvaða leiðir frambjóðendurnir hafa að sigri. Lítil hreyfing hefur verið á tölunum í Nevada í nótt. Þar er Biden með 604.251 atkvæði, eða 49,4 prósent. Trump er með 592.813 atkvæði eða 48,5 prósent. Munurinn er því 11.438 atkvæði. Ekki er búist við frekari upplýsingum þaðan fyrr en seinna í dag. Vísir fylgist með öllu því helsta sem gerist í kosningunum í vaktinni sem fylgjast má með hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enn er ekki ljóst hver náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Ennþá er afar mjótt á munum milli frambjóðendanna, þeirra Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Staðan á fjölda kjörmanna er óbreytt frá því fyrir sólarhring; Biden er með 253 og Trump 214 samkvæmt Decision Desk en AP og Fox News hafa staðfest sigur Bidens í Arizona og telja hann því með 264 kjörmenn. Verulega hefur dregið úr upplýsingaflæði vestanhafs enda komin nótt þar. Enn er þó verið að telja víða í ríkjum þar sem úrslit liggja ekki fyrir. Pennsylvanía er mögulega mikilvægasta ríkið þar sem Biden getur tryggt sér sigur í kosningunum með því að vinna þar enda gefur ríkið tuttugu kjörmenn. Trump er með lítið forskot í Pennsylvaníu og hefur Biden saxað verulega á í nótt. Sérfræðingar segja að haldi sú þróun áfram gæti hann endað með tugi þúsunda fleiri atkvæði en Trump. Samkvæmt gagnvirku korti Decision Desk er Trump nú með 3.286.193 atkvæði og Biden 3.267.969 atkvæði. Þá er munurinn mjög lítill í Georgíu og má segja að þar sé nánast jafnt. Trump er með 2.448.081 atkvæði samkvæmt Decision Desk og Biden með 2.446.814 atkvæði. Munurinn er því aðeins 1267 atkvæði. Líkt og í Pennsylvaníu hefur Biden saxað mjög á forskot Trumps í Georgíu í nótt. Enn á eftir að telja þúsundir atkvæða í ríkinu, meðal annars allt að níu þúsund kjörseðla sem sendir voru til íbúa Georgíu sem halda til erlendis. Í Arizona hefur Trump verið að saxa á forskot Biden í nótt. Biden er með 1.532.062 atkvæði, eða 50,07 prósent, og Trump er með 1.485.010 atkvæði eða 48,53 prósent. AP fréttaveitan og Fox News hafa áætlað Biden sigur í Arizona. Aðrir miðlar hafa þó ekki viljað ganga svo langt. Arizona er ólíkt flestum öðrum ríkjum þar sem enn er óljóst hver úrslitin verða að því leyti að flestir kjósendur þar greiða atkvæði í pósti. Því hallar ekki á Trump eins og víða annars staðar þar sem kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að nota póstatkvæði. BBC birti þessa grafík í textalýsingu sinni í nótt. Staðan er óbreytt en hér sést hvaða leiðir frambjóðendurnir hafa að sigri. Lítil hreyfing hefur verið á tölunum í Nevada í nótt. Þar er Biden með 604.251 atkvæði, eða 49,4 prósent. Trump er með 592.813 atkvæði eða 48,5 prósent. Munurinn er því 11.438 atkvæði. Ekki er búist við frekari upplýsingum þaðan fyrr en seinna í dag. Vísir fylgist með öllu því helsta sem gerist í kosningunum í vaktinni sem fylgjast má með hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent