Erlent

Varnar­­mála­ráð­herra Banda­­ríkjanna undir­býr af­sögn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mark Esper varnarmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður boða afsögn sína. Það er þó í höndum forsetans hvort uppsögning verði tekin til greina.
Mark Esper varnarmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður boða afsögn sína. Það er þó í höndum forsetans hvort uppsögning verði tekin til greina. Getty/Greg Nash

Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skrifað uppsagnarbréf að sögn þriggja háttsettra starfsmanna ráðuneytisins.

Það er ekki óalgengt að ráðherrar undirbúi afsögn sína þegar styttist í að nýkjörinn forseti taki við til þess að gefa honum tíma til að finna annan í starfið. Það er hins vegar í höndum forsetans hvort hann taki við uppsagnarbréfinu og venju samkvæmt fer það ferli fram eftir að niðurstöður kosninga liggja fyrir.

Heimildamenn fréttastofu NBC segja hins vegar að Esper hafi undirbúið uppsagnarbréfið vegna þess að hann sé einn þeirra ráðherra sem talinn er líklegur að skipt yrði út eftir kosningar.

Esper er einnig að aðstoða þingmenn í Fulltrúadeildinni við að undirbúa lagabreytingatillögu sem mun fela í sér að nöfnum Bandarískra herstöðva sem nefndar eru eftir herstjórum Suðurríkjasambandsins verði skipt út. NBC segir að það muni Donald Trump Bandaríkjaforseta líklega ekki líka vel og ef tillagan er samþykkt gæti það leitt til þess að Trump reki Esper.


Tengdar fréttir

Gott samband Íslands og Bandaríkjanna skiptir mestu máli

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir góð samskipti Íslands og Bandaríkjanna ekki ráðast af einstökum frambjóðendum. Mestu skipti fyrir Íslendinga að samstarf þjóðanna verði áfram gott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×