Mom Air, gjörningur eða nýtt flugfélag? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. nóvember 2020 14:57 Hef ég ekki séð þetta áður, gæti einhver hugsað. Skjáskot Fjölmiðlum barst í dag tilkynning um yfirvofandi stofnun nýs íslensks lággjaldaflugfélags sem ber nafnið Mom Air. Líkt og sjá má á kynningarefni sem fylgir fréttinni svipar því afskaplega mikið til flugfélagsins sáluga Wow air, og því hafa vaknað spurningar hvort um einhvers konar gjörning sé að ræða eða hvort nýtt flugfélag sé í raun og veru að koma inn á markaðinn. Í tilkynningu sem send var á fjölmiðla segir að Mom Air sé „ofur-lággjalda flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi sem mun flytja farþega til og frá landsins.“ Helstu áfangastaðir séu á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Þá er fullyrt að Mom Air hafi tryggt sér sex Airbus-þotur til verksins. Vísað er á vefsíðuna Mom Air þar sem sjá má að fyrirmyndin er augljóslega Wow Air enda er merki flugfélagsins í raun það sama og merki WOW air, nema búið er að snúa W-unum tveimur við þannig að þau mynda M, úr verður Mom Air. Segja má að þarna hafi þeir sem standa að baki verkefninu fylgt hugmynd Hallgríms Helgasonar sem viðraði það síðastliðið sumar að einfalt væri að stofna nýtt flugfélag með því að gera nákvæmlega þetta. Í svari við fyrirspurn fréttastofu sem send var á tölvupóstfang sem gefið er upp á heimasíðu félagsins og óskað eftir því að ná tali af forsvarsmönnum félagsins kemur fram að forsvarsmennirnir séu að vinna hörðum höndum að því að koma félaginu í loftið. „Eignarhald og tengdir aðilar verða kynntir formlega á blaðamanna- og kynningarfundi þann 11. nóvember næstkomandi.“ Á vefsíðunni kemur jafnframt fram að búið sé að tryggja langtímafjármögnun félagsins með samvinnu erlendra fjárfestasjóða og innlendra aðila. Skúli og lögmaður Ballarín koma af fjöllum Í ljósi þess að merki félagsins MOM air svipar afskaplega mikið til merkis Wow leitaði fréttastofa til Páls Ágústs Ólafssonar, lögmanns Michelle Ballarín, sem keypti meðal annars vörumerki WOW air eftir gjaldþrot þess. Hann segist kannast minna en ekkert við Mom Air. Sömu sögu er að segja um Skúla Mogensen, stofnanda Wow Air, sem kynnti meðal annars á sínum tíma ítarlegar hugmyndir hans um hvernig nýtt flugfélag byggt á rústum WOW air myndi starfa. Hann kom af fjöllum þegar fréttamaður heyrði í honum til að spyrja hvort aðkoma hans væri einhver að Mom Air. „Ég hef hvorki séð né heyrt og veit ekkert,“ sagði Skúli í samtali við fréttastofu og virtist ekki hafa mikinn áhuga á því að ræða þetta framtak nánar. Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air. Hér sjást líkindin á milli merkjana glögglega.vísir/vilhelm Netverjar hafa bent á að það sé ýmislegt í tilkynningu Mom Air sem vísi til þess að um einhvers konar grín sé að ræða, þar á meðal þær ráðstafanir sem félagið segjast ætla að gera vegna Covid-19. Mamma mun bjóða uppá covid- og noncovid- flug á þessum sögulegu tímum. Aðilar sem eru í sóttkví, smitaðir, útsettir fyrir smiti, eða eru með mótefni eftir smit mega ferðast saman. Vélarnar eru sérstaklega merktar og munu flugliðar þessarra véla einungis vera einstaklingar með jákvæða mótefnamælingu. Um metnaðarfullt verkefni virðist því vera um að ræða, hvort sem Mom Air sé flugfélag eða gjörningur. Erfitt hefur þó reynst að sannreyna hvort þetta sé grín eða alvara. Listamaður segist ekkert kannast við þetta Fréttamaður taldi sig þó hafa fengið álitlega vísbendingu í hendina þegar glöggur netverji benti honum á tölvupóstfang sem kemur með villuskilaboðum þegar þeir sem heimsækja vefsíðuna rata í öngstræti, eins og sjá á myndinni hér fyrir neðan. Villuskilaboð á vefsíðu Mom Air virðast benda á odee.isSkjáskot Þar virðist vefsíðan vísa á tölvupóstfang tengt vefsíðunni Odee.is sem listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson heldur úti. „Bingó,“ hugsaði fréttamaður, ekki síst í ljósi þess að mbl.is telur sig hafa heimildir fyrir því að um sé ræða gjörning ónafngreinds listamanns. En, Oddur kom af fjöllum þegar þetta var borið undir hann. Mom Air, tengist þú því eitthvað? „Nei. Mom Air?“ Bara eins og WOW nema akkúrat öfugt? „Nei, ég kannast ekki við Mom Air.“ Ég fékk internal server error þegar ég var inn á síðu á vefsíðunni og fékk þá upp Please contact the server administrator at webmaster@momair.is.odee.is. Sem tengist þá vefsíðunni þinni? „Ég sé þetta hérna, ég hef enga hugmynd um af hverju mitt lén er þarna.“ Nei, þetta er dálítið sérstakt? „Ég gerði náttúrulega þennan bjór fyrir WOW Air.“ Þannig að þú kannast ekkert við þetta? „Nei, ekki neitt.“ Bjórinn sem Oddur vísar til er sérstakur bjór sem Wow Air lét gera fyrir sig. Vísir er því litlu nær en opinber gögn sem tengjast Mom Air fundust ekki við leit í þar til bærum gagnasöfnum. Uppfært klukkan 17.45: Lénaskráning vefsvæðanna Odee.is, vefsíðu Odds, og Momair.is bendir til þess að sami aðili sé á bak við vefina. Þá virðist sami vefþjónn vera á bak við báða vefina. Svona lítur vefsíðan út.Sjáskot Félagið segist ætla að opna bókunarvél sína næstkomandi mánudag, auk þess sem það hefur boðað til blaðamannafundar þann 11. nóvember næstkomandi, það er því spurning hvað kemur fram á honum. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Fjölmiðlum barst í dag tilkynning um yfirvofandi stofnun nýs íslensks lággjaldaflugfélags sem ber nafnið Mom Air. Líkt og sjá má á kynningarefni sem fylgir fréttinni svipar því afskaplega mikið til flugfélagsins sáluga Wow air, og því hafa vaknað spurningar hvort um einhvers konar gjörning sé að ræða eða hvort nýtt flugfélag sé í raun og veru að koma inn á markaðinn. Í tilkynningu sem send var á fjölmiðla segir að Mom Air sé „ofur-lággjalda flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi sem mun flytja farþega til og frá landsins.“ Helstu áfangastaðir séu á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Þá er fullyrt að Mom Air hafi tryggt sér sex Airbus-þotur til verksins. Vísað er á vefsíðuna Mom Air þar sem sjá má að fyrirmyndin er augljóslega Wow Air enda er merki flugfélagsins í raun það sama og merki WOW air, nema búið er að snúa W-unum tveimur við þannig að þau mynda M, úr verður Mom Air. Segja má að þarna hafi þeir sem standa að baki verkefninu fylgt hugmynd Hallgríms Helgasonar sem viðraði það síðastliðið sumar að einfalt væri að stofna nýtt flugfélag með því að gera nákvæmlega þetta. Í svari við fyrirspurn fréttastofu sem send var á tölvupóstfang sem gefið er upp á heimasíðu félagsins og óskað eftir því að ná tali af forsvarsmönnum félagsins kemur fram að forsvarsmennirnir séu að vinna hörðum höndum að því að koma félaginu í loftið. „Eignarhald og tengdir aðilar verða kynntir formlega á blaðamanna- og kynningarfundi þann 11. nóvember næstkomandi.“ Á vefsíðunni kemur jafnframt fram að búið sé að tryggja langtímafjármögnun félagsins með samvinnu erlendra fjárfestasjóða og innlendra aðila. Skúli og lögmaður Ballarín koma af fjöllum Í ljósi þess að merki félagsins MOM air svipar afskaplega mikið til merkis Wow leitaði fréttastofa til Páls Ágústs Ólafssonar, lögmanns Michelle Ballarín, sem keypti meðal annars vörumerki WOW air eftir gjaldþrot þess. Hann segist kannast minna en ekkert við Mom Air. Sömu sögu er að segja um Skúla Mogensen, stofnanda Wow Air, sem kynnti meðal annars á sínum tíma ítarlegar hugmyndir hans um hvernig nýtt flugfélag byggt á rústum WOW air myndi starfa. Hann kom af fjöllum þegar fréttamaður heyrði í honum til að spyrja hvort aðkoma hans væri einhver að Mom Air. „Ég hef hvorki séð né heyrt og veit ekkert,“ sagði Skúli í samtali við fréttastofu og virtist ekki hafa mikinn áhuga á því að ræða þetta framtak nánar. Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air. Hér sjást líkindin á milli merkjana glögglega.vísir/vilhelm Netverjar hafa bent á að það sé ýmislegt í tilkynningu Mom Air sem vísi til þess að um einhvers konar grín sé að ræða, þar á meðal þær ráðstafanir sem félagið segjast ætla að gera vegna Covid-19. Mamma mun bjóða uppá covid- og noncovid- flug á þessum sögulegu tímum. Aðilar sem eru í sóttkví, smitaðir, útsettir fyrir smiti, eða eru með mótefni eftir smit mega ferðast saman. Vélarnar eru sérstaklega merktar og munu flugliðar þessarra véla einungis vera einstaklingar með jákvæða mótefnamælingu. Um metnaðarfullt verkefni virðist því vera um að ræða, hvort sem Mom Air sé flugfélag eða gjörningur. Erfitt hefur þó reynst að sannreyna hvort þetta sé grín eða alvara. Listamaður segist ekkert kannast við þetta Fréttamaður taldi sig þó hafa fengið álitlega vísbendingu í hendina þegar glöggur netverji benti honum á tölvupóstfang sem kemur með villuskilaboðum þegar þeir sem heimsækja vefsíðuna rata í öngstræti, eins og sjá á myndinni hér fyrir neðan. Villuskilaboð á vefsíðu Mom Air virðast benda á odee.isSkjáskot Þar virðist vefsíðan vísa á tölvupóstfang tengt vefsíðunni Odee.is sem listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson heldur úti. „Bingó,“ hugsaði fréttamaður, ekki síst í ljósi þess að mbl.is telur sig hafa heimildir fyrir því að um sé ræða gjörning ónafngreinds listamanns. En, Oddur kom af fjöllum þegar þetta var borið undir hann. Mom Air, tengist þú því eitthvað? „Nei. Mom Air?“ Bara eins og WOW nema akkúrat öfugt? „Nei, ég kannast ekki við Mom Air.“ Ég fékk internal server error þegar ég var inn á síðu á vefsíðunni og fékk þá upp Please contact the server administrator at webmaster@momair.is.odee.is. Sem tengist þá vefsíðunni þinni? „Ég sé þetta hérna, ég hef enga hugmynd um af hverju mitt lén er þarna.“ Nei, þetta er dálítið sérstakt? „Ég gerði náttúrulega þennan bjór fyrir WOW Air.“ Þannig að þú kannast ekkert við þetta? „Nei, ekki neitt.“ Bjórinn sem Oddur vísar til er sérstakur bjór sem Wow Air lét gera fyrir sig. Vísir er því litlu nær en opinber gögn sem tengjast Mom Air fundust ekki við leit í þar til bærum gagnasöfnum. Uppfært klukkan 17.45: Lénaskráning vefsvæðanna Odee.is, vefsíðu Odds, og Momair.is bendir til þess að sami aðili sé á bak við vefina. Þá virðist sami vefþjónn vera á bak við báða vefina. Svona lítur vefsíðan út.Sjáskot Félagið segist ætla að opna bókunarvél sína næstkomandi mánudag, auk þess sem það hefur boðað til blaðamannafundar þann 11. nóvember næstkomandi, það er því spurning hvað kemur fram á honum.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira