Hringja í skjólstæðinga í auknum mæli til að draga úr smithættu Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2020 14:23 Kórónuveirusmitum hefur fjölgað í Eyjafirði síðustu daga. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur tilkynnt breytt fyrirkomulag á þjónustu heilsugæslunnar á Akureyri og verður í auknum mæli hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í gegnum síma. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þetta sé liður í aðgerðum til að tryggja órofinn rekstur og þjónustu við almenning. „Tekið verður við bókunum um viðtöl og símtöl við lækni eða hjúkrunarfræðing, en í auknum mæli verður hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í síma. Skjólstæðingar eru einnig beðnir um að panta tíma ef kostur er fyrir komu á vaktþjónustu heilsugæslunnar. Með þessum aðgerðum er vonast til að hægt sé að fækka komum á heilsugæslustöð og þar með að draga úr smithættu.“ Smitum hefur fjölgað Haft er eftir Jóni Torfa Halldórssyni yfirlækni á heilsugæslunni á Akureyri, að margir hafi smitast af Covid19 á stuttum tíma á svæðinu í þessari bylgju faraldursins, sérstaklega á Akureyri og Dalvík. „HSN stendur fyrir allri sýnatöku á Norðurlandi, en um þessar mundir eru um 2000 sýni tekin í hverri viku. Vegna þessa og annarra verkefna tengdum Covid19 höfum við því orðið að forgangsraða þjónustu okkar á heilsugæslunni töluvert og hugsa hlutina upp á nýtt. Það er augljóst að þetta hefur skapað gríðarlegt álag á starfsfólk sem að auki sinnir allri almennri heilsugæsluþjónustu. Starfsfólk hefur sýnt mikinn dug í sínum störfum, verið sveigjanlegt og lausnamiðað. Þessi breyting á fyrirkomulagi á þjónustu er eitt dæmi um það og liður í að geta tryggt þjónustu við almenning,” segir Jón Torfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Akureyri Tengdar fréttir Forstjóri SAk á von á fleiri innlögnum Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. 2. nóvember 2020 16:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur tilkynnt breytt fyrirkomulag á þjónustu heilsugæslunnar á Akureyri og verður í auknum mæli hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í gegnum síma. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þetta sé liður í aðgerðum til að tryggja órofinn rekstur og þjónustu við almenning. „Tekið verður við bókunum um viðtöl og símtöl við lækni eða hjúkrunarfræðing, en í auknum mæli verður hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í síma. Skjólstæðingar eru einnig beðnir um að panta tíma ef kostur er fyrir komu á vaktþjónustu heilsugæslunnar. Með þessum aðgerðum er vonast til að hægt sé að fækka komum á heilsugæslustöð og þar með að draga úr smithættu.“ Smitum hefur fjölgað Haft er eftir Jóni Torfa Halldórssyni yfirlækni á heilsugæslunni á Akureyri, að margir hafi smitast af Covid19 á stuttum tíma á svæðinu í þessari bylgju faraldursins, sérstaklega á Akureyri og Dalvík. „HSN stendur fyrir allri sýnatöku á Norðurlandi, en um þessar mundir eru um 2000 sýni tekin í hverri viku. Vegna þessa og annarra verkefna tengdum Covid19 höfum við því orðið að forgangsraða þjónustu okkar á heilsugæslunni töluvert og hugsa hlutina upp á nýtt. Það er augljóst að þetta hefur skapað gríðarlegt álag á starfsfólk sem að auki sinnir allri almennri heilsugæsluþjónustu. Starfsfólk hefur sýnt mikinn dug í sínum störfum, verið sveigjanlegt og lausnamiðað. Þessi breyting á fyrirkomulagi á þjónustu er eitt dæmi um það og liður í að geta tryggt þjónustu við almenning,” segir Jón Torfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Akureyri Tengdar fréttir Forstjóri SAk á von á fleiri innlögnum Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. 2. nóvember 2020 16:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Sjá meira
Forstjóri SAk á von á fleiri innlögnum Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. 2. nóvember 2020 16:16