Þær gátu sagst ætla að spila en við höfðum engan áhuga á að fara til Ítalíu núna Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2020 15:59 KA/Þór þarf að bíða lengur með að spila sína fyrstu Evrópuleiki. vísir/Bára „Við vorum öll mjög spennt og þess vegna er þessi niðurstaðan mikil vonbrigði,“ segir Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs í handbolta. Akureyringar hafa neyðst til að draga liðið úr Evrópubikarnum vegna kórónuveirufaraldursins. KA/Þór átti að mæta Jomi Salerno frá Ítalíu í tveimur leikjum. Fyrri leikurinn átti að vera á Ítalíu helgina 14.-15. nóvember og sá seinni á Akureyri viku síðar. Enginn ferðahugur var hins vegar í leikmönnum liðanna, vegna faraldursins, en ítalska liðið kemst áfram í næstu umferð. „Því miður er þetta niðurstaðan. Við erum búin að reyna allt hvað við gátum og vorum auðvitað mjög spennt að taka þátt í þessari Evrópukeppni, enda 15 ár síðan að handboltalið frá Akureyri spilaði Evrópuleiki og þetta hefði verið fyrsta skiptið sem kvennalið frá Akureyri tæki þátt. En þetta var bara ómögulegt og við urðum á endanum að draga okkur úr keppni,“ segir Andri. Ítalirnir græddu á því að eiga heimaleik á undan En af hverju fara Ítalirnir áfram í næstu umferð, þegar hvorugt liðið var tilbúið að ferðast til að spila? „Ég held að það hafi skipt einhverju máli að ítalska liðið fékk heimaleik á undan. Þess vegna gat liðið sagst ætla að spila þann leik en við höfðum engan áhuga á að fara út núna. Við buðum upp á að báðir leikirnir yrðu spilaðir hér á Akureyri en Ítalirnir voru alls ekki til í það. Þeir buðu í staðinn upp á að báðir leikirnir yrðu á Ítalíu, sem við vildum alls ekki,“ segir Andri, og bætir við: Andri Snær Stefánsson tók við þjálfun KA/Þórs í vor.vísir/bára „Það hefði verið gott ef hægt hefði verið að fresta þessum leikjum, úr því að ástandið hérna er vægast sagt slæmt og ekki skárra á Ítalíu. En það var ekki í boði, svo við ákváðum að hætta við.“ Höfðu lagt mikið á sig við fjáröflun og æfingar Vonbrigði leikmanna eru sjálfsagt mikil en Andri lætur engan bilbug á sér finna og segir að nú verði bara að setja stefnuna á að komast aftur í Evrópukeppni. Vonandi kemur smitfaraldur ekki í veg fyrir ferðalög þá: „Þetta hefði orðið mikið ævintýri, skemmtilegur staður til að fara á, 25 gráður og strönd og svona. Stelpurnar hafa mikinn metnað, lögðu mikið á sig við fjáröflun í sumar og við æfingar til að vera tilbúnar í verkefnið, en það skilja allir þessa ákvörðun. Svona er bara staðan. Við verðum bara að setja okkur það markmið að komast í Evrópukeppnina á næsta ári. Við gefumst ekkert upp,“ segir Andri. Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Óvissa um fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs KA/Þór gæti leikið sína fyrstu Evrópuleiki frá upphafi í nóvember þegar liðið á að mæta ítalska liðinu Jomi Salerno. Kórónuveirufaraldurinn flækir þó málið. 20. október 2020 15:31 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Sjá meira
„Við vorum öll mjög spennt og þess vegna er þessi niðurstaðan mikil vonbrigði,“ segir Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs í handbolta. Akureyringar hafa neyðst til að draga liðið úr Evrópubikarnum vegna kórónuveirufaraldursins. KA/Þór átti að mæta Jomi Salerno frá Ítalíu í tveimur leikjum. Fyrri leikurinn átti að vera á Ítalíu helgina 14.-15. nóvember og sá seinni á Akureyri viku síðar. Enginn ferðahugur var hins vegar í leikmönnum liðanna, vegna faraldursins, en ítalska liðið kemst áfram í næstu umferð. „Því miður er þetta niðurstaðan. Við erum búin að reyna allt hvað við gátum og vorum auðvitað mjög spennt að taka þátt í þessari Evrópukeppni, enda 15 ár síðan að handboltalið frá Akureyri spilaði Evrópuleiki og þetta hefði verið fyrsta skiptið sem kvennalið frá Akureyri tæki þátt. En þetta var bara ómögulegt og við urðum á endanum að draga okkur úr keppni,“ segir Andri. Ítalirnir græddu á því að eiga heimaleik á undan En af hverju fara Ítalirnir áfram í næstu umferð, þegar hvorugt liðið var tilbúið að ferðast til að spila? „Ég held að það hafi skipt einhverju máli að ítalska liðið fékk heimaleik á undan. Þess vegna gat liðið sagst ætla að spila þann leik en við höfðum engan áhuga á að fara út núna. Við buðum upp á að báðir leikirnir yrðu spilaðir hér á Akureyri en Ítalirnir voru alls ekki til í það. Þeir buðu í staðinn upp á að báðir leikirnir yrðu á Ítalíu, sem við vildum alls ekki,“ segir Andri, og bætir við: Andri Snær Stefánsson tók við þjálfun KA/Þórs í vor.vísir/bára „Það hefði verið gott ef hægt hefði verið að fresta þessum leikjum, úr því að ástandið hérna er vægast sagt slæmt og ekki skárra á Ítalíu. En það var ekki í boði, svo við ákváðum að hætta við.“ Höfðu lagt mikið á sig við fjáröflun og æfingar Vonbrigði leikmanna eru sjálfsagt mikil en Andri lætur engan bilbug á sér finna og segir að nú verði bara að setja stefnuna á að komast aftur í Evrópukeppni. Vonandi kemur smitfaraldur ekki í veg fyrir ferðalög þá: „Þetta hefði orðið mikið ævintýri, skemmtilegur staður til að fara á, 25 gráður og strönd og svona. Stelpurnar hafa mikinn metnað, lögðu mikið á sig við fjáröflun í sumar og við æfingar til að vera tilbúnar í verkefnið, en það skilja allir þessa ákvörðun. Svona er bara staðan. Við verðum bara að setja okkur það markmið að komast í Evrópukeppnina á næsta ári. Við gefumst ekkert upp,“ segir Andri.
Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Óvissa um fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs KA/Þór gæti leikið sína fyrstu Evrópuleiki frá upphafi í nóvember þegar liðið á að mæta ítalska liðinu Jomi Salerno. Kórónuveirufaraldurinn flækir þó málið. 20. október 2020 15:31 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Sjá meira
Óvissa um fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs KA/Þór gæti leikið sína fyrstu Evrópuleiki frá upphafi í nóvember þegar liðið á að mæta ítalska liðinu Jomi Salerno. Kórónuveirufaraldurinn flækir þó málið. 20. október 2020 15:31