Lífið

Myndvinnsluforritið umdeilda sem stjörnurnar nota

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessar myndir birtust til að mynda af Kylie Jenner sama kvöldið. Töluverður munur á myndunum. 
Þessar myndir birtust til að mynda af Kylie Jenner sama kvöldið. Töluverður munur á myndunum. 

Smáforritið Facetune er gríðarlega vinsælt myndvinnsluforrit en á sama tíma mjög umdeilt.

Heimsþekktar stjörnur nota forritið mikið þegar þær birta myndir á samfélagsmiðlum og hafa þær oft á tíðum verið gómaðar við að nota slíkt forrit.

Í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Teboðinu ræða þær Sunneva Einars og Birta Líf Ólafsdóttir um forritið og mistökin sem sumar stjörnur hafa gert.

Þær fara yfir það hversu brenglaðar staðalímyndir geta komið upp með ákveðnum tólum í appinu.

Með forritinu er hægt að breyta lýsingunni alveg yfir í það að breyta útliti manneskjunnar.

Þær fara einnig yfir það hvernig þær sjálfar vinna sínar myndir og segjast þær leggja mikið upp úr því að hafa ekki skaðleg áhrif á fylgjendur sínar. 

Sunneva er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins og Birta Líf er einnig mjög vinsæl á þeim vettvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×