Birna Berg ánægð í Eyjum og útilokar ekki að byrja aftur í fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2020 12:01 Birna Berg Haraldsdóttir segir líklegra en ekki að hún sé komin heim fyrir fullt og allt. vísir/vilhelm Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, sneri aftur til Íslands í sumar eftir sjö ár í atvinnumennsku og gekk í raðir ÍBV. Henry Birgir Gunnarsson fór til Vestmannaeyja á dögunum og ræddi m.a. við Birnu. Afraksturinn var sýndur í Seinni bylgjunni í gær. „Þetta var mjög erfið ákvörðun og tók rosa langan tíma að taka hana,“ sagði Birna um aðdraganda heimkomunnar. „ÍBV hafði samband við mig í nóvember en ég held að ég hafi ekki gefið þeim svar fyrr en í apríl. Mig langaði að vera áfram úti en þetta voru sjö fín ár úti og fínt að koma heim og reyna að taka titla.“ Birna lék síðast með Neckalsulmer í Þýskalandi og átti möguleika á að vera áfram þar í landi. „Ég var að skoða þrjú lið í Þýskalandi en þegar á tímann leið langaði mig að koma heim og ég sé ekki eftir því,“ sagði Birna. Hún segir líklegt að hún sé komin heim fyrir fullt og allt þótt hún sé ekki búin að loka dyrunum á atvinnumennskuna. „Ég myndi alltaf skoða það en ég er búin að flytja það mikið síðustu sjö ár að ég veit ekki hvort ég nenni að drösla enn einum gámnum út. Ég held að ég sé kominn heim til að vera en ef eitthvað kemur upp myndi ég alltaf skoða það.“ Birna þekkir vel til í Eyjum, á ættir að rekja þangað og lék með fótboltaliði ÍBV sumarið 2011. „Einhvern veginn vissi ég að ég myndi koma aftur, sérstaklega eftir að Sunna [Jónsdóttir] kom. Við erum búnar að vera vinkonur lengi og spila saman. Að koma heim var erfið ákvörðun en hvert ég myndi fara var ekki jafn erfið,“ sagði Birna sem var gríðarlega efnilegur markvörður í fótbolta á sínum tíma og lék fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Hún segir að fótboltinn togi enn í sig. „Ég er búin að mæta á nokkra leiki og hitta gamla þjálfarann minn. Og ég á enn takkaskó þannig að það er aldrei að vita hvort maður mæti. Ekki þennan vetur en auðvitað kitlar það mikið og mér finnst enn ógeðslega gaman í fótbolta og hugsa stundum hvað hefði gerst ef ég hefði valið hann. En ég held að ég hafi valið rétt að lokum,“ sagði Birna. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Birnu Berg Olís-deild kvenna ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, sneri aftur til Íslands í sumar eftir sjö ár í atvinnumennsku og gekk í raðir ÍBV. Henry Birgir Gunnarsson fór til Vestmannaeyja á dögunum og ræddi m.a. við Birnu. Afraksturinn var sýndur í Seinni bylgjunni í gær. „Þetta var mjög erfið ákvörðun og tók rosa langan tíma að taka hana,“ sagði Birna um aðdraganda heimkomunnar. „ÍBV hafði samband við mig í nóvember en ég held að ég hafi ekki gefið þeim svar fyrr en í apríl. Mig langaði að vera áfram úti en þetta voru sjö fín ár úti og fínt að koma heim og reyna að taka titla.“ Birna lék síðast með Neckalsulmer í Þýskalandi og átti möguleika á að vera áfram þar í landi. „Ég var að skoða þrjú lið í Þýskalandi en þegar á tímann leið langaði mig að koma heim og ég sé ekki eftir því,“ sagði Birna. Hún segir líklegt að hún sé komin heim fyrir fullt og allt þótt hún sé ekki búin að loka dyrunum á atvinnumennskuna. „Ég myndi alltaf skoða það en ég er búin að flytja það mikið síðustu sjö ár að ég veit ekki hvort ég nenni að drösla enn einum gámnum út. Ég held að ég sé kominn heim til að vera en ef eitthvað kemur upp myndi ég alltaf skoða það.“ Birna þekkir vel til í Eyjum, á ættir að rekja þangað og lék með fótboltaliði ÍBV sumarið 2011. „Einhvern veginn vissi ég að ég myndi koma aftur, sérstaklega eftir að Sunna [Jónsdóttir] kom. Við erum búnar að vera vinkonur lengi og spila saman. Að koma heim var erfið ákvörðun en hvert ég myndi fara var ekki jafn erfið,“ sagði Birna sem var gríðarlega efnilegur markvörður í fótbolta á sínum tíma og lék fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Hún segir að fótboltinn togi enn í sig. „Ég er búin að mæta á nokkra leiki og hitta gamla þjálfarann minn. Og ég á enn takkaskó þannig að það er aldrei að vita hvort maður mæti. Ekki þennan vetur en auðvitað kitlar það mikið og mér finnst enn ógeðslega gaman í fótbolta og hugsa stundum hvað hefði gerst ef ég hefði valið hann. En ég held að ég hafi valið rétt að lokum,“ sagði Birna. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Birnu Berg
Olís-deild kvenna ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00