Kjördagur runninn upp í Bandaríkjunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 3. nóvember 2020 07:27 Kjörstaðir opna á mismunandi tímum í Bandaríkjunum en nú þegar hafa íbúar í smábænum í Dixville Notch í New Hamsphire kosið. Getty/Gabrielle Lurie Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum en nú þegar hafa íbúar í smábænum Dixville Notch í New Hamsphire greitt atkvæði og þau hafa verið talin. Allir fimm íbúarnir kusu Joe Biden frambjóðanda Demókrata. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Biden hafa eytt síðustu klukkustundunum fyrir kjördag sem á þeysireið yfir þau ríki þar sem hvað mjóast er á munum á milli þeirra. Biden hefur verið í Pennsylvaníu og í Ohio en Trump heimsótti Wisconsin, Michigan, Norður-Karólínu og Pennsylvaníu einnig. Á fundinum í Norður-Karólínu sagði Trump stuðningsmönnum sínum að næsta ár yrði besta ár sögunnar efnahagslega fyrir Bandaríkin. Þá minnti hann kjósendur í bænum Scranton í Pennsylvaníu á að í kosningunum 2016 var honum spáð tapi í ríkinu. Hann hefði hins vegar farið með sigur af hólmi gegn Hillary Clinton. Biden ólst upp í Scranton og bjó þar fyrstu tíu ár ævi sinnar. Í Ohio lagði Biden áherslu á sín helstu skilaboð í kosningunum og sagði baráttuna um Hvíta húsið snúast um sál Bandaríkjanna. Það væri tími til kominn að Trump „pakkaði í töskur“ og „að nóg væri komið af tístum, reiði, hatri, mistökum og ábyrgðarleysi.“ Kannanir á landsvísu benda nær allar til sigurs Bidens, en keppnin er þó hörð í nokkrum mikilvægum ríkjum og falli allt fyrir Trump gæti hann tryggt sér annað kjörtímabil í Hvíta húsinu. Tæplega 99 milljónir manna hafa nú þegar greitt atkvæði með póstkosningu eða á kjörstöðum sem opnuðu víða snemma. Það stefnir því í bestu þátttöku í manna minnum. Í raun kjósa landsmenn sér kjörmenn í hverju ríki og það eru þeir sem á endanum velja forsetann. Til að ná kjöri þarf forseti að tryggja sér 270 kjörmenn en þeir eru alls 538. Kjörmennirnir eru misjafnlega margir eftir því hve margir búa í ríkinu sem um ræðir og þess vegna hallar oft á fjölmennustu ríkin, sem eru með hlutfallslega færri kjörmenn en þau minnstu. Þetta útskýrir til að mynda hvers vegna Hillary Clinton tapaði síðustu kosningum þrátt fyrir að fá fleiri atkvæði en Donald Trump, sem vann góða sigra í fámennari ríkjum. Þessi mikla þátttaka utan kjörfundar og í póstkosningu skýrist að hluta til af kórónuveirufaraldrinum sem geisar í Bandaríkjunum en á sunnudag greindust rúmlega áttatíu þúsund manns með veiruna í landinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. 2. nóvember 2020 18:32 Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. 2. nóvember 2020 08:23 Íslenskum nema í Washington ráðlagt að birgja sig upp af mat og fara varlega vegna kosninganna Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. 1. nóvember 2020 23:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum en nú þegar hafa íbúar í smábænum Dixville Notch í New Hamsphire greitt atkvæði og þau hafa verið talin. Allir fimm íbúarnir kusu Joe Biden frambjóðanda Demókrata. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Biden hafa eytt síðustu klukkustundunum fyrir kjördag sem á þeysireið yfir þau ríki þar sem hvað mjóast er á munum á milli þeirra. Biden hefur verið í Pennsylvaníu og í Ohio en Trump heimsótti Wisconsin, Michigan, Norður-Karólínu og Pennsylvaníu einnig. Á fundinum í Norður-Karólínu sagði Trump stuðningsmönnum sínum að næsta ár yrði besta ár sögunnar efnahagslega fyrir Bandaríkin. Þá minnti hann kjósendur í bænum Scranton í Pennsylvaníu á að í kosningunum 2016 var honum spáð tapi í ríkinu. Hann hefði hins vegar farið með sigur af hólmi gegn Hillary Clinton. Biden ólst upp í Scranton og bjó þar fyrstu tíu ár ævi sinnar. Í Ohio lagði Biden áherslu á sín helstu skilaboð í kosningunum og sagði baráttuna um Hvíta húsið snúast um sál Bandaríkjanna. Það væri tími til kominn að Trump „pakkaði í töskur“ og „að nóg væri komið af tístum, reiði, hatri, mistökum og ábyrgðarleysi.“ Kannanir á landsvísu benda nær allar til sigurs Bidens, en keppnin er þó hörð í nokkrum mikilvægum ríkjum og falli allt fyrir Trump gæti hann tryggt sér annað kjörtímabil í Hvíta húsinu. Tæplega 99 milljónir manna hafa nú þegar greitt atkvæði með póstkosningu eða á kjörstöðum sem opnuðu víða snemma. Það stefnir því í bestu þátttöku í manna minnum. Í raun kjósa landsmenn sér kjörmenn í hverju ríki og það eru þeir sem á endanum velja forsetann. Til að ná kjöri þarf forseti að tryggja sér 270 kjörmenn en þeir eru alls 538. Kjörmennirnir eru misjafnlega margir eftir því hve margir búa í ríkinu sem um ræðir og þess vegna hallar oft á fjölmennustu ríkin, sem eru með hlutfallslega færri kjörmenn en þau minnstu. Þetta útskýrir til að mynda hvers vegna Hillary Clinton tapaði síðustu kosningum þrátt fyrir að fá fleiri atkvæði en Donald Trump, sem vann góða sigra í fámennari ríkjum. Þessi mikla þátttaka utan kjörfundar og í póstkosningu skýrist að hluta til af kórónuveirufaraldrinum sem geisar í Bandaríkjunum en á sunnudag greindust rúmlega áttatíu þúsund manns með veiruna í landinu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. 2. nóvember 2020 18:32 Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. 2. nóvember 2020 08:23 Íslenskum nema í Washington ráðlagt að birgja sig upp af mat og fara varlega vegna kosninganna Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. 1. nóvember 2020 23:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. 2. nóvember 2020 18:32
Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. 2. nóvember 2020 08:23
Íslenskum nema í Washington ráðlagt að birgja sig upp af mat og fara varlega vegna kosninganna Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. 1. nóvember 2020 23:30