Innlent

„Vel til fundið“ hjá flug­hernum að nefna flug­vél eftir Reykja­vík

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það „sérlega vel til fundið“ hjá breska flughernum að nefna nýja eftirlitsflugvél sína eftir Reykjavík.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það „sérlega vel til fundið“ hjá breska flughernum að nefna nýja eftirlitsflugvél sína eftir Reykjavík. Samsett mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það „sérlega vel til fundið“ hjá breska flughernum að nefna nýja eftirlitsflugvél sína eftir Reykjavík. Þannig undirstriki herinn þýðingu Íslands í baráttunni um Atlantshafið og minnist þeirra Íslendinga sem létust í seinni heimstyrjöldinni.

Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur ný eftirlitsflugvél konunglega breska flughersins verið nefnd Andi Reykjavíkur, eða Spirit of Reykjavík. Vélin er af gerðinni Poseidon MRA 1.

Þessu fagnar Guðlaugur Þór í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Bretland og Ísland hafa lengi átt gott samstarf á sviði öryggis- og varnarmála á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og á undanförnum árum hefur tvíhliða samstarf ríkjanna á því sviði aukist, sbr. samkomulag ríkjanna frá 2019 um samvinnu á sviði eftirlits í lofti og á sjó, hryðjuverkavarna, netöryggis og leitar og björgunar,“ skrifar ráðherrann og vísar í tilkynningu á vef stjórnarráðsins frá undirritun samkomulags ríkjanna frá 2019.

„Eftirlitsflugvélar af þessu tagi geta einmitt nýst við leit og björgun og aukið þannig öryggi sjófarenda,“ skrifar Guðlaugur ennfremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×