Erlent

Kannanir benda til sigurs Bidens

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Svona lítur staðan út miðað við meðaltal skoðanakannana.
Svona lítur staðan út miðað við meðaltal skoðanakannana. Vísir/Hafsteinn

Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun.

Kosningakerfið vestan hafs virkar þannig að fyrir hvert ríki sem frambjóðandi vinnur fær hann alla kjörmenn þess ríkis. 270 kjörmannaatkvæði þarf til að vinna kosningarnar.

Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir stöðuna sem sjá má á myndinni að ofan, ef kannanir reynast réttar. Biden fengi þá 350 kjörmenn en Trump 188.

Í helstu barátturíkjum er hins vegar mjótt á munum. Trump leiðir í Iowa, Texas og Ohio en Biden annars staðar. Munurinn er þó víða afar lítill.

Vegna kórónuveirunnar greiðir nú fordæmalaus fjöldi atkvæði með pósti og samkvæmt rannsóknum eru Demókratar mun líklegri til að greiða atkvæði á þann hátt. Í til dæmis Pennsylvaníu eru póstatkvæðin talin síðast gæti staðan því litið afar vel út fyrir Trump snemma á kosninganótt.

Trump sagði í gær að sér þætti hrikalegt að leyfilegt væri að safna saman kjörseðlum og telja þá eftir kjördag á meðan Biden sagði forsetann óttast vilja þjóðarinnar.

Vísir/Hafsteinn

Einnig er kosið um öll sæti í fulltrúadeild þingsins og er fastlega búist við því að Demókratar haldi meirihluta sínum þar. 

Þá er kosið um þriðjung sæta í öldungadeildinni og er töluvert meiri spenna í þeirri baráttu en Demókratar þó taldir örlítið líklegri til þess að vinna meirihluta sæta.

Vísir/Hafsteinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×