Tilraunir með kælibúnað í fiskibátum í Síerra Leóne Heimsljós 2. nóvember 2020 11:51 Smábátaútgerð í Síerra Leone. gunnisal Fyrirtækið Ocean Excellence ehf. hefur fengið tveggja milljóna króna forkönnunarstyrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til þess að gera tilraunir með kælibúnað um borð í fiskibátum í Síerra Leóne. Kæling er lykilatriði til að viðhalda hámarksgæðum í allri virðiskeðjunni, allt frá því fiskur er dregin úr sjó þar til hann kemur á borð neytandans. Í flestum þróunarríkjum misferst eða skemmist stór hluti af afla strandveiði manna vegna skorts á kælingu og þar af leiðandi tapast mikil verðmæti. Verkefni Ocean Excellence ehf. hefur það markmið að ráða bót á þessum vanda í allri virðiskeðjunni en í verkefnið í upphafi beinist að fyrsta stigi hennar, kælingunni um borð í bátum og við löndun. Að sögn Þórs Sigfússonar stjórnarformanns Ocean Excellence ehf. er um að ræða sólardrifna varmadælu til kælingar á saltvatni sem hægt er að koma fyrir í einföldu plastkari. „Búnaðurinn er meðal annars ætlaður til að notkunar þar sem aðstæður eða veikir innviðir koma í veg fyrir að kæling fisks á hefðbundinn hátt sé möguleg. Það til dæmis við um Síerra Leone en tæknin bætir bæði nýtingu og verðmæti fiskafurða,“ segir hann og bætir við að verkefnið sé unnið í samstarfi við Alþjóðabankann og fiskiverkefni bankans í Vestur-Afríku. Búnaðinum er hægt að koma fyrir í einföldu fiskikari. Verkefnið styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á ýmsan hátt, meðal annars hvað varðar aðgerðir í loftslagsmálum með því að draga úr kolefnisfótspori, betri umgengni við náttúruauðlindir, nýsköpun, baráttu gegn hungri og fátækt, og eflingu jafnréttis. Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmiðin er sjóður á vegum utanríkisráðuneytisins sem hefur það hlutverk að hvetja til þátttöku atvinnulífsins í þróunarsamvinnu með það fyrir augum að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims. Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til 7. desember. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Síerra Leóne Tækni Fiskur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent
Fyrirtækið Ocean Excellence ehf. hefur fengið tveggja milljóna króna forkönnunarstyrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til þess að gera tilraunir með kælibúnað um borð í fiskibátum í Síerra Leóne. Kæling er lykilatriði til að viðhalda hámarksgæðum í allri virðiskeðjunni, allt frá því fiskur er dregin úr sjó þar til hann kemur á borð neytandans. Í flestum þróunarríkjum misferst eða skemmist stór hluti af afla strandveiði manna vegna skorts á kælingu og þar af leiðandi tapast mikil verðmæti. Verkefni Ocean Excellence ehf. hefur það markmið að ráða bót á þessum vanda í allri virðiskeðjunni en í verkefnið í upphafi beinist að fyrsta stigi hennar, kælingunni um borð í bátum og við löndun. Að sögn Þórs Sigfússonar stjórnarformanns Ocean Excellence ehf. er um að ræða sólardrifna varmadælu til kælingar á saltvatni sem hægt er að koma fyrir í einföldu plastkari. „Búnaðurinn er meðal annars ætlaður til að notkunar þar sem aðstæður eða veikir innviðir koma í veg fyrir að kæling fisks á hefðbundinn hátt sé möguleg. Það til dæmis við um Síerra Leone en tæknin bætir bæði nýtingu og verðmæti fiskafurða,“ segir hann og bætir við að verkefnið sé unnið í samstarfi við Alþjóðabankann og fiskiverkefni bankans í Vestur-Afríku. Búnaðinum er hægt að koma fyrir í einföldu fiskikari. Verkefnið styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á ýmsan hátt, meðal annars hvað varðar aðgerðir í loftslagsmálum með því að draga úr kolefnisfótspori, betri umgengni við náttúruauðlindir, nýsköpun, baráttu gegn hungri og fátækt, og eflingu jafnréttis. Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmiðin er sjóður á vegum utanríkisráðuneytisins sem hefur það hlutverk að hvetja til þátttöku atvinnulífsins í þróunarsamvinnu með það fyrir augum að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims. Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til 7. desember. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Síerra Leóne Tækni Fiskur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent