'69 kynslóðin hjá KR unnið níu af síðustu þrettán Íslandsmeistaratitlum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2020 14:31 Heimir Guðjónsson (fjórði frá hægri í neðstu röð) og Rúnar Kristinsson (þriðji frá hægri í neðstu röð) eru hluti af 1969 árganginum fræga í KR. facebook-síða kr Félagarnir úr 1969 árganginum fræga í KR, Heimir Guðjónsson og Rúnar Kristinsson, hafa unnið níu af síðustu þrettán Íslandsmeistaratitlum í karlaflokki í fótbolta. Knattspyrnusamband Íslands ákvað á föstudaginn að flauta Íslandsmótið af. Því var ljóst að Valur var orðinn Íslandsmeistari á fyrsta tímabili sínu undir stjórn Heimis. Þetta var sjötti Íslandsmeistaratitill Heimis sem þjálfara. Undir hans stjórn varð FH fimm sinnum Íslandsmeistari (2008, 2009, 2012, 2015 og 2016) og hann gerði Val svo að meisturum í fyrstu tilraun. Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals.vísir/vilhelm Íslandsmeistarabikarinn flytur því lögheimili sitt úr Vesturbænum á Hlíðarenda en Rúnar gerði KR að meisturum í fyrra. Það var þriðji Íslandsmeistaratitill hans sem þjálfara en hann gerði KR einnig að meisturum 2011 og 2013. Samtals hafa þeir Heimir og Rúnar því unnið Íslandsmeistaratitilinn samtals níu sinnum síðan 2008. Á þessu tímabili vann Ólafur Jóhannesson tvo Íslandsmeistaratitla með Val, nafni hans, Kristjánsson, einn með Breiðabliki og Rúnar Páll Sigmundsson einn með Stjörnunni. Annars hafa vinirnir úr '69 árganginum í KR einokað Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrettán ár. Föstudagurinn var ekki jafn góður fyrir Val og KR. Vesturbæingar enduðu í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og komust þar af leiðandi ekki í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Þeir áttu einnig möguleika á að ná Evrópusæti í gegnum bikarkeppnina, þar sem þeir áttu að mæta Valsmönnum í undanúrslitum, en hún var líka flautuð af. KR-ingar hafa ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu til áfrýjunardómstóls sambandsins. Leikmenn KR tollera Rúnar Kristinsson eftir að liðið varð Íslandsmeistari eftir 0-1 sigur á Val á Hlíðarenda í fyrra.vísir/bára Rúnar og Heimir unnu sitt hvorn leikinn gegn hvor öðrum í sumar. KR vann á Hlíðarenda, 0-1, en Valur náði fram hefndum með 4-5 sigri í miklum markaleik á Meistaravöllum. Lið þeirra hafa mæst ellefu sinnum í efstu deild. Rúnar hefur unnið sex leiki, Heimir fjóra og einu sinni hefur orðið jafntefli. Heimir hrósaði svo sigri þegar FH vann stórsigur á KR, 4-0, í bikarúrslitaleiknum 2010. Heimir og Rúnar spiluðu saman upp alla yngri flokkana í KR og síðan í meistaraflokki allt þar til Rúnar hélt í atvinnumennsku 1995. Þeir urðu bikarmeistarar með KR 1994 en náðu aldrei að vinna Íslandsmeistaratitilinn saman. Heimir varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari sem fyrirliði FH (2004 og 2005) en Rúnar varð aldrei Íslandsmeistari sem leikmaður. Sem þjálfarar hafa þeir unnið samtals níu Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. Þá vann Heimir bæði deild og bikar sem þjálfari HB í Færeyjum. Meðal annarra þekktra kappa úr '69 árganginum í KR má nefna Hilmar Björnsson og Þormóð Egilsson sem var fyrirliði KR-inga þegar þeir urðu Íslandsmeistarar 1999, 2000 og 2002. Pepsi Max-deild karla Valur KR Tengdar fréttir Lögreglan rannsaknar fögnuð Vals og Leiknis Fagnaðarlæti Vals og Leiknis R. eru á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna brota á sóttvarnareglum. 2. nóvember 2020 09:27 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Guðni segir sátt hafa ríkt með 1. des viðmiðið þegar það var gefið út Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld að mikil sátt hefði ríkt með 1. desember viðmiðið þegar það var gefið út í sumar. Þá skilur hann gremju félaganna sem töpuðu á ákvörðun KSÍ. 31. október 2020 20:01 Fram og Magni taka undir með KR Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu. 31. október 2020 16:22 KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16 Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Fjósinu | Myndband Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, samkomuhúsi Vals. 30. október 2020 23:03 Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur KSÍ ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. 30. október 2020 22:30 Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Félagarnir úr 1969 árganginum fræga í KR, Heimir Guðjónsson og Rúnar Kristinsson, hafa unnið níu af síðustu þrettán Íslandsmeistaratitlum í karlaflokki í fótbolta. Knattspyrnusamband Íslands ákvað á föstudaginn að flauta Íslandsmótið af. Því var ljóst að Valur var orðinn Íslandsmeistari á fyrsta tímabili sínu undir stjórn Heimis. Þetta var sjötti Íslandsmeistaratitill Heimis sem þjálfara. Undir hans stjórn varð FH fimm sinnum Íslandsmeistari (2008, 2009, 2012, 2015 og 2016) og hann gerði Val svo að meisturum í fyrstu tilraun. Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals.vísir/vilhelm Íslandsmeistarabikarinn flytur því lögheimili sitt úr Vesturbænum á Hlíðarenda en Rúnar gerði KR að meisturum í fyrra. Það var þriðji Íslandsmeistaratitill hans sem þjálfara en hann gerði KR einnig að meisturum 2011 og 2013. Samtals hafa þeir Heimir og Rúnar því unnið Íslandsmeistaratitilinn samtals níu sinnum síðan 2008. Á þessu tímabili vann Ólafur Jóhannesson tvo Íslandsmeistaratitla með Val, nafni hans, Kristjánsson, einn með Breiðabliki og Rúnar Páll Sigmundsson einn með Stjörnunni. Annars hafa vinirnir úr '69 árganginum í KR einokað Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrettán ár. Föstudagurinn var ekki jafn góður fyrir Val og KR. Vesturbæingar enduðu í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og komust þar af leiðandi ekki í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Þeir áttu einnig möguleika á að ná Evrópusæti í gegnum bikarkeppnina, þar sem þeir áttu að mæta Valsmönnum í undanúrslitum, en hún var líka flautuð af. KR-ingar hafa ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu til áfrýjunardómstóls sambandsins. Leikmenn KR tollera Rúnar Kristinsson eftir að liðið varð Íslandsmeistari eftir 0-1 sigur á Val á Hlíðarenda í fyrra.vísir/bára Rúnar og Heimir unnu sitt hvorn leikinn gegn hvor öðrum í sumar. KR vann á Hlíðarenda, 0-1, en Valur náði fram hefndum með 4-5 sigri í miklum markaleik á Meistaravöllum. Lið þeirra hafa mæst ellefu sinnum í efstu deild. Rúnar hefur unnið sex leiki, Heimir fjóra og einu sinni hefur orðið jafntefli. Heimir hrósaði svo sigri þegar FH vann stórsigur á KR, 4-0, í bikarúrslitaleiknum 2010. Heimir og Rúnar spiluðu saman upp alla yngri flokkana í KR og síðan í meistaraflokki allt þar til Rúnar hélt í atvinnumennsku 1995. Þeir urðu bikarmeistarar með KR 1994 en náðu aldrei að vinna Íslandsmeistaratitilinn saman. Heimir varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari sem fyrirliði FH (2004 og 2005) en Rúnar varð aldrei Íslandsmeistari sem leikmaður. Sem þjálfarar hafa þeir unnið samtals níu Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. Þá vann Heimir bæði deild og bikar sem þjálfari HB í Færeyjum. Meðal annarra þekktra kappa úr '69 árganginum í KR má nefna Hilmar Björnsson og Þormóð Egilsson sem var fyrirliði KR-inga þegar þeir urðu Íslandsmeistarar 1999, 2000 og 2002.
Pepsi Max-deild karla Valur KR Tengdar fréttir Lögreglan rannsaknar fögnuð Vals og Leiknis Fagnaðarlæti Vals og Leiknis R. eru á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna brota á sóttvarnareglum. 2. nóvember 2020 09:27 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Guðni segir sátt hafa ríkt með 1. des viðmiðið þegar það var gefið út Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld að mikil sátt hefði ríkt með 1. desember viðmiðið þegar það var gefið út í sumar. Þá skilur hann gremju félaganna sem töpuðu á ákvörðun KSÍ. 31. október 2020 20:01 Fram og Magni taka undir með KR Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu. 31. október 2020 16:22 KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16 Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Fjósinu | Myndband Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, samkomuhúsi Vals. 30. október 2020 23:03 Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur KSÍ ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. 30. október 2020 22:30 Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Lögreglan rannsaknar fögnuð Vals og Leiknis Fagnaðarlæti Vals og Leiknis R. eru á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna brota á sóttvarnareglum. 2. nóvember 2020 09:27
KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30
Guðni segir sátt hafa ríkt með 1. des viðmiðið þegar það var gefið út Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld að mikil sátt hefði ríkt með 1. desember viðmiðið þegar það var gefið út í sumar. Þá skilur hann gremju félaganna sem töpuðu á ákvörðun KSÍ. 31. október 2020 20:01
Fram og Magni taka undir með KR Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu. 31. október 2020 16:22
KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16
Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Fjósinu | Myndband Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, samkomuhúsi Vals. 30. október 2020 23:03
Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur KSÍ ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. 30. október 2020 22:30
Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01
Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15
Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48
Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50