Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Sylvía Hall skrifar 1. nóvember 2020 23:00 Donald Trump er sagður búa sig undir ýmsar niðurstöður í kosningunum á þriðjudag. Getty/John Moore Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. Þetta hefur Axios eftir þremur heimildarmönnum sínum. Til þess að það gerist telja bandamenn hans nauðsynlegt að hann sé með öruggan sigur eða þokkalegt forskot í ákveðnum ríkjum; Ohio, Flórída, Norður-Karólínu, Texas, Iowa, Arizona og Georgíu. Forsetinn er sagður hafa farið yfir þessi áform sín í smáatriðum og lýst því hvernig hann ætli sér að lýsa yfir sigri í pontu á kosningakvöldinu. Spekingar hafa áður sagt að tölur kosningakvöldsins gætu gefið skakka mynd af niðurstöðum. Þannig sé líklegt að Trump verði með forskot í Pennsylvaníu kosningakvöldið sjálft en það myndi að öllum líkindum breytast eftir talningu póstatkvæða. Sjaldan hafa jafn margir greitt atkvæði með pósti og í ár. Kórónuveirufaraldurinn hefur mikið með þá þróun að gera.Getty/Joe Raedle Ætla að láta reyna á lögmæti póstatkvæðanna Trump hefur ítrekað ráðist á póstatkvæði í kosningabaráttu sinni og fullyrt að þau leiði til stórfelldra kosningasvika. Þannig hafa póstatkvæði og talning þeirra orðið að einum helsta óvissuþættinum í úrslitum forsetakosninganna vestanhafs. Gaf hann þannig í skyn í kosningabaráttu sinni að hann myndi ekki viðurkenna ósigur við tap, nema hætt yrði að bjóða upp á póstatkvæðagreiðslu. Repúblikanar hafa höfðað mál í mörgum ríkjum til þess að takmarka póstatkvæði og hvenær þau skuli teljast gild. Reglur um hvenær póstatkvæði þurfa að berast eru ólíkar á milli einstakra ríkja Bandaríkjanna og fara kosningar raunar fram að mestu með slíkum hætti í fimm ríkjum Bandaríkjanna. Það er í Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, Líklegra að póstatkvæðin verði demókrötum í vil Axios fullyrðir að Trump og lögfræðingateymi hans búi sig nú undir að láta reyna á gildi þeirra póstatkvæða sem talin eru eftir 3. nóvember. Munu þeir halda því fram að þeir atkvæðaseðlar séu hluti af kosningasvindli. Miklar líkur eru á því að póstatkvæðin verði demókrötum í vil samkvæmt sérfræðingum vestanhafs. Þess vegna hafi ráðgjafar Trump hafið undirbúning að þessari áætlun fyrir einhverjum vikum síðan. Trump myndi þá lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fullkomlega fyrir. Ef úrslitin myndu svo breytast í Pennsylvaníu eftir kosningakvöldið sjálft með póstatkvæðatalningu myndi hann fullyrða að demókratar hefðu „stolið kosningunum.“ Gríðarlegur fjöldi Bandaríkjamanna er þegar búinn að kjósa, þar á meðal báðir forsetaframbjóðendurnir. Útlit er fyrir að kjörsókn verði sú mesta í meira en heila öld. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kosningaþátttakan í Bandaríkjunum slær öll met Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. 30. október 2020 08:59 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera út um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. 23. september 2020 22:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. Þetta hefur Axios eftir þremur heimildarmönnum sínum. Til þess að það gerist telja bandamenn hans nauðsynlegt að hann sé með öruggan sigur eða þokkalegt forskot í ákveðnum ríkjum; Ohio, Flórída, Norður-Karólínu, Texas, Iowa, Arizona og Georgíu. Forsetinn er sagður hafa farið yfir þessi áform sín í smáatriðum og lýst því hvernig hann ætli sér að lýsa yfir sigri í pontu á kosningakvöldinu. Spekingar hafa áður sagt að tölur kosningakvöldsins gætu gefið skakka mynd af niðurstöðum. Þannig sé líklegt að Trump verði með forskot í Pennsylvaníu kosningakvöldið sjálft en það myndi að öllum líkindum breytast eftir talningu póstatkvæða. Sjaldan hafa jafn margir greitt atkvæði með pósti og í ár. Kórónuveirufaraldurinn hefur mikið með þá þróun að gera.Getty/Joe Raedle Ætla að láta reyna á lögmæti póstatkvæðanna Trump hefur ítrekað ráðist á póstatkvæði í kosningabaráttu sinni og fullyrt að þau leiði til stórfelldra kosningasvika. Þannig hafa póstatkvæði og talning þeirra orðið að einum helsta óvissuþættinum í úrslitum forsetakosninganna vestanhafs. Gaf hann þannig í skyn í kosningabaráttu sinni að hann myndi ekki viðurkenna ósigur við tap, nema hætt yrði að bjóða upp á póstatkvæðagreiðslu. Repúblikanar hafa höfðað mál í mörgum ríkjum til þess að takmarka póstatkvæði og hvenær þau skuli teljast gild. Reglur um hvenær póstatkvæði þurfa að berast eru ólíkar á milli einstakra ríkja Bandaríkjanna og fara kosningar raunar fram að mestu með slíkum hætti í fimm ríkjum Bandaríkjanna. Það er í Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, Líklegra að póstatkvæðin verði demókrötum í vil Axios fullyrðir að Trump og lögfræðingateymi hans búi sig nú undir að láta reyna á gildi þeirra póstatkvæða sem talin eru eftir 3. nóvember. Munu þeir halda því fram að þeir atkvæðaseðlar séu hluti af kosningasvindli. Miklar líkur eru á því að póstatkvæðin verði demókrötum í vil samkvæmt sérfræðingum vestanhafs. Þess vegna hafi ráðgjafar Trump hafið undirbúning að þessari áætlun fyrir einhverjum vikum síðan. Trump myndi þá lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fullkomlega fyrir. Ef úrslitin myndu svo breytast í Pennsylvaníu eftir kosningakvöldið sjálft með póstatkvæðatalningu myndi hann fullyrða að demókratar hefðu „stolið kosningunum.“ Gríðarlegur fjöldi Bandaríkjamanna er þegar búinn að kjósa, þar á meðal báðir forsetaframbjóðendurnir. Útlit er fyrir að kjörsókn verði sú mesta í meira en heila öld.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kosningaþátttakan í Bandaríkjunum slær öll met Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. 30. október 2020 08:59 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera út um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. 23. september 2020 22:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Kosningaþátttakan í Bandaríkjunum slær öll met Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. 30. október 2020 08:59
Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15
„Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25
Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera út um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. 23. september 2020 22:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent