Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 21:01 Guðni segir ákvörðun KSÍ hafa verið þungbæra en ákvörun sem varð að taka. Vísir/Daníel Þór Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, viðurkenndi að hann hefði átt skemmtilegri kvöld þegar Vísir náði loksins í hann í kvöld. Fyrr í dag gaf KSÍ út þá tilkynningu að Íslandsmótum karla og kvenna í knattspyrnu, sem og bikarkeppnum, yrði hætt. „Við funduðum lengi í gær og svo nú í eftirmiðdaginn eftir að reglugerð heilbrigðisyfirvalda var kynnt. Við fórum enn frekar yfir stöðuna en höfum farið vel yfir málin og þekkjum stöðuna því ágætlega. Á endanum var svo tekin samhljóða ákvörðun,“ sagði Guðni við Vísi í kvöld. „Við vorum búin að heyra í fjölmörgum forsvarsmönnum félaga ásamt því að vera í góðu sambandi við ÍTF [Íslenskur Toppfótbolti]. Við vorum búin að heyra sjónarmið og rök frá mörgum aðildarfélaganna. Töldum okkur í raun hafa heyrt öll þau sjónarmið sem þurfti,“ sagði Guðni aðspurður hvort KSÍ hefði verið í virku sambandi við aðildarfélög sambandsins. Varðandi framhaldið „Ég held það sé ekki tímabært að taka þá umræðu. Það þurfti að taka ákvörðun í þessu máli. Við munum sem hreyfing vinna úr þessu í sameiningu. Ég held það átti sig allir á því hvað þetta var erfið ákvörðun fyrir stjórn KSÍ en þetta var ákvörðun sem varð að taka. Við reyndum að horfa til stöðunnar í heild sinni og meta hana eins og við best gátum.“ „Við reyndum að taka ákvörðun sem horfir til heildarhagsmuna fótboltans. Síðan höldum við áfram að vinna úr þessari stöðu.“ „Við erum að horfa fram á sex vikur af þessari stöðvun ef við miðum við reglugerð um bann við skipulagðri íþróttastarfsemi og æfingum. Þessi langa stöðvun hefur auðvitað áhrif. Ef svo verður að það verði losað þann 18. nóvember og lið mega fara æfa á ný þá þurfa leikmenn nokkuð langan tíma til að komast aftur í stand.“ „Á einhverjum tímapunkti þarf að horfa til heilsu og velferðar leikmanna og heildarinnar. Eins mikið og okkur langaði – og stefnum á að – klára Íslandsmótin og bikarkeppnina þá var staðan orðin óviðunandi með þessu langa stoppi,“ sagði Guðni enn frekar um ákvörðun KSÍ og bætti svo við. „Við mátum það svo að það þyrfti að segja þetta gott. Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun sem við á endanum þurftum að taka sem stjórn KSÍ. Maður sem gamall keppnismaður veit hvað menn eru búnir að leggja í þetta, það gerir ákvörðun sem þessa mjög þungbæra,“ sagði formaður KSÍ að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 „Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. 30. október 2020 19:20 Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, viðurkenndi að hann hefði átt skemmtilegri kvöld þegar Vísir náði loksins í hann í kvöld. Fyrr í dag gaf KSÍ út þá tilkynningu að Íslandsmótum karla og kvenna í knattspyrnu, sem og bikarkeppnum, yrði hætt. „Við funduðum lengi í gær og svo nú í eftirmiðdaginn eftir að reglugerð heilbrigðisyfirvalda var kynnt. Við fórum enn frekar yfir stöðuna en höfum farið vel yfir málin og þekkjum stöðuna því ágætlega. Á endanum var svo tekin samhljóða ákvörðun,“ sagði Guðni við Vísi í kvöld. „Við vorum búin að heyra í fjölmörgum forsvarsmönnum félaga ásamt því að vera í góðu sambandi við ÍTF [Íslenskur Toppfótbolti]. Við vorum búin að heyra sjónarmið og rök frá mörgum aðildarfélaganna. Töldum okkur í raun hafa heyrt öll þau sjónarmið sem þurfti,“ sagði Guðni aðspurður hvort KSÍ hefði verið í virku sambandi við aðildarfélög sambandsins. Varðandi framhaldið „Ég held það sé ekki tímabært að taka þá umræðu. Það þurfti að taka ákvörðun í þessu máli. Við munum sem hreyfing vinna úr þessu í sameiningu. Ég held það átti sig allir á því hvað þetta var erfið ákvörðun fyrir stjórn KSÍ en þetta var ákvörðun sem varð að taka. Við reyndum að horfa til stöðunnar í heild sinni og meta hana eins og við best gátum.“ „Við reyndum að taka ákvörðun sem horfir til heildarhagsmuna fótboltans. Síðan höldum við áfram að vinna úr þessari stöðu.“ „Við erum að horfa fram á sex vikur af þessari stöðvun ef við miðum við reglugerð um bann við skipulagðri íþróttastarfsemi og æfingum. Þessi langa stöðvun hefur auðvitað áhrif. Ef svo verður að það verði losað þann 18. nóvember og lið mega fara æfa á ný þá þurfa leikmenn nokkuð langan tíma til að komast aftur í stand.“ „Á einhverjum tímapunkti þarf að horfa til heilsu og velferðar leikmanna og heildarinnar. Eins mikið og okkur langaði – og stefnum á að – klára Íslandsmótin og bikarkeppnina þá var staðan orðin óviðunandi með þessu langa stoppi,“ sagði Guðni enn frekar um ákvörðun KSÍ og bætti svo við. „Við mátum það svo að það þyrfti að segja þetta gott. Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun sem við á endanum þurftum að taka sem stjórn KSÍ. Maður sem gamall keppnismaður veit hvað menn eru búnir að leggja í þetta, það gerir ákvörðun sem þessa mjög þungbæra,“ sagði formaður KSÍ að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 „Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. 30. október 2020 19:20 Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50
Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30
„Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. 30. október 2020 19:20
Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48
Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15
Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00