Nýjar fjarstýringar PS5 opna ýmsa möguleika Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2020 16:55 Astro á baðströndinni. Team Asobi Ný kynslóð Playstation-leikjatölva Sony fer í sölu í næsta mánuði og er Vísir með eina tölvu til skoðunar þessa dagana og verður fjallað um hana á komandi dögum. Það fyrsta sem hægt er að segja um tölvuna er að nýjar fjarstýringar Sony bjóða upp á ýmsa möguleika fyrir leikjaframleiðendur. Hverri Playstation 5 leikjatölvu fylgir lítill leikur um vélmennið Astro og leikherbergi hans. Astro's Playroom. Sá leikur snýst í stuttu máli um það að finna fjölmarga minjagripi sem tengjast sögu Playstation en leiknum er ætlað að kynna notendum möguleika nýju fjarstýringa leikjatövunnar, DualSense. Það gerir leikurinn vel. Astro hefur áður komið við sögu hjá Sony og var notaður til að kynna notendur fyrir sýndarveruleika fyrirtækisins PSVR. Enn sem komið er fylgja miklir skilmálar forskoðun minni á PS5 en mig langaði að segja aðeins frá leiknum og stýripinnunum. Hér má sjá stærð PS5, samanborið við PS4 og PS3 (Frá hægri til vinstri).Vísir/Vilhelm Í leiknum þarf Astro að safna gullpeningum og öðrum munum og gerist leikurinn inn í PS5 tölvu. Ekki í alvörunni samt. Á ferðinni um borð leiksins er að finna mikið af skemmtilegum viðkomustöðum og fullt af fyndnum tilvitnunum í fræga leiki Sony. Ég hef til að mynda rekist á vísanir í God of War og Metal Gear Solid. En eins og áður segir er aðalhlutverk leiksins að sýna hvað hægt er að gera með nýju fjarstýringunum. Sony hefur gert töluverðar breytingar sem felast að mestu í titringi og hljóði. Þetta kallar fyrirtækið „Haptic Feedback“. Titringurinn getur verið mjög mismunandi og honum fylgir yfirleitt eitthvað hljóð frá fjarstýringunni. Maður finnur til að mynda fyrir því þegar maður gengur á sandi og þegar vindur mætir manni. Það sama gerist þegar maður gengur á snjó og við margar aðrar kringumstæður. Það sem mér þykir þetta gera og bjóða sérstaklega upp á, er að skapa sérstakt andrúmsloft. Eitt það fyrsta sem mér datt í hug var hve magnað þetta gæti verið fyrir hryllingsleiki, sem ég á erfitt með að spila nú þegar. Þetta gæti þó endað með að verða ekki neitt. Notkun fjarstýringanna veltur alfarið á því hvaða tækifæri leikjaframleiðendur sjá í þeim. Það er sömuleiðis búið að breyta gikkjunum þannig að fjarstýringarnar geta tekið á móti manni. Sem dæmi, þá væri hægt að forrita skotleik þannig að þegar maður tæki létt í vinstri gikkinn, þá lyfti leikjakallinn byssunni smá en alveg upp á öxl þegar maður tæki fastar í gikkinn. Það er sem sagt hægt að hafa allavega tvær skipanir á hverjum gikk, sem getur komið sér mjög vel. Hér má sjá blaðamann Cnet fara nánar yfir DualSense fjarstýringarnar og Haptic Feedback. Leikjavísir Sony Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Ný kynslóð Playstation-leikjatölva Sony fer í sölu í næsta mánuði og er Vísir með eina tölvu til skoðunar þessa dagana og verður fjallað um hana á komandi dögum. Það fyrsta sem hægt er að segja um tölvuna er að nýjar fjarstýringar Sony bjóða upp á ýmsa möguleika fyrir leikjaframleiðendur. Hverri Playstation 5 leikjatölvu fylgir lítill leikur um vélmennið Astro og leikherbergi hans. Astro's Playroom. Sá leikur snýst í stuttu máli um það að finna fjölmarga minjagripi sem tengjast sögu Playstation en leiknum er ætlað að kynna notendum möguleika nýju fjarstýringa leikjatövunnar, DualSense. Það gerir leikurinn vel. Astro hefur áður komið við sögu hjá Sony og var notaður til að kynna notendur fyrir sýndarveruleika fyrirtækisins PSVR. Enn sem komið er fylgja miklir skilmálar forskoðun minni á PS5 en mig langaði að segja aðeins frá leiknum og stýripinnunum. Hér má sjá stærð PS5, samanborið við PS4 og PS3 (Frá hægri til vinstri).Vísir/Vilhelm Í leiknum þarf Astro að safna gullpeningum og öðrum munum og gerist leikurinn inn í PS5 tölvu. Ekki í alvörunni samt. Á ferðinni um borð leiksins er að finna mikið af skemmtilegum viðkomustöðum og fullt af fyndnum tilvitnunum í fræga leiki Sony. Ég hef til að mynda rekist á vísanir í God of War og Metal Gear Solid. En eins og áður segir er aðalhlutverk leiksins að sýna hvað hægt er að gera með nýju fjarstýringunum. Sony hefur gert töluverðar breytingar sem felast að mestu í titringi og hljóði. Þetta kallar fyrirtækið „Haptic Feedback“. Titringurinn getur verið mjög mismunandi og honum fylgir yfirleitt eitthvað hljóð frá fjarstýringunni. Maður finnur til að mynda fyrir því þegar maður gengur á sandi og þegar vindur mætir manni. Það sama gerist þegar maður gengur á snjó og við margar aðrar kringumstæður. Það sem mér þykir þetta gera og bjóða sérstaklega upp á, er að skapa sérstakt andrúmsloft. Eitt það fyrsta sem mér datt í hug var hve magnað þetta gæti verið fyrir hryllingsleiki, sem ég á erfitt með að spila nú þegar. Þetta gæti þó endað með að verða ekki neitt. Notkun fjarstýringanna veltur alfarið á því hvaða tækifæri leikjaframleiðendur sjá í þeim. Það er sömuleiðis búið að breyta gikkjunum þannig að fjarstýringarnar geta tekið á móti manni. Sem dæmi, þá væri hægt að forrita skotleik þannig að þegar maður tæki létt í vinstri gikkinn, þá lyfti leikjakallinn byssunni smá en alveg upp á öxl þegar maður tæki fastar í gikkinn. Það er sem sagt hægt að hafa allavega tvær skipanir á hverjum gikk, sem getur komið sér mjög vel. Hér má sjá blaðamann Cnet fara nánar yfir DualSense fjarstýringarnar og Haptic Feedback.
Leikjavísir Sony Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira