Tilfinningin sem þú ert að finna fyrir er sorg Bergsveinn Ólafsson skrifar 30. október 2020 15:00 Ein mest lesna greinin í Harvard Business review síðan í mars greip mig allhressilega um daginn. Hún fjallar um að við séum öll að eiga við sorg þessa dagana – bæði hver fyrir sig og sameiginlega. Ég tengdi mikið við greinina. Hún hjálpaði að koma tilfinningunum mínum í orð og skilja hvað ég og við öll værum að fara í gegnum saman. Ég vildi því deila með ykkur mínum hugsunum – í þeirri von um að einhver tengi við þær. Í greininni er talar David Kestler, höfundur tveggja bóka um sorg, um að það getur verið gott að þekkja sex stig sorgar. Þau eru ekki endilega línuleg og geta birst í misjafnri röð: Afneitun Gerist oft í byrjun. “Ástandið er aldrei að fara hafa áhrif á mig.” Reiði “Það er verið að skikka mig til að þurfa að vera heima og truflar mitt daglega líf verulega.” Samkomulag “Þetta eru einungis tvær vikur og svo verður allt betra.” Dapurleiki “Ég veit ekki hvenær þessu öllu mun linna.” Sátt “Þetta er raunveruleikinn sem við eigum við, nú þarf að finna leiðir til að aðlagast honum.” Merking Ljósið á dimmum tímum. Að finna einhverja merkingu úr aðstæðum. Fólk er að kunna betur að meta að fara í langa göngutúra. Ástandið gaf fólki leyfi til að slaka aðeins á í þessum hraða heimi og staldra við sjálfan sig og lífið. Fólk hefur áttað sig á að tæknin gerir þeim kleift að halda sambandi, þó svo hún muni aldrei koma sem staðgengill fyrir mannlega nærveru. Fólk talar um að þakklæti fyrir því sem það tók áður sem sjáfsögðum hlut hafi aukist eins og að geta farið í klippingu, ræktina og knúsað annað fólk. Ég trúi að við munum finna merkingu úr ástandinu núna og gerum það áfram í framhaldinu. Styrkurinn liggur í sátt og merkingu - þar einblínum við á það sem við getum stjórnað og það róar huga okkar. Merking hjálpar okkur að draga einhvern skilning og lærdóm af ástandinu - sem getur verið afar kraftmikið. Ég hef persónulega farið í gegnum öll stigin, oftar en einu sinni. Undanfarna daga hef ég til dæmis verið dapur og reiður. Það er líka bara allt í lagi að leyfa sér að vera dapur og reiður. Þó svo það sé raunin dvel ég ekki lengi á þeim tilfinningum heldur tek ástandið í sátt og finn einhverja merkingu úr þessu öllu saman. Persónulega finnst mér það hjálpa mér töluvert og minnkar alla umfram þjáningu. Að lokum gefur sorgin tækifæri á að sýna öðrum samkennd. Það eru flestir að eiga við einhverja erfiðar tilfinningar líkt og sorg eða ótta þessa dagana – bara í mismiklu magni og birtingarmynd. Samkennd getur hjálpað okkur að tengjast betur, setja okkur í spor annarra og minnt okkur á að við erum öll í þessu saman. Verum góð við hvort annað. Við munum komast í gegnum þetta saman. Höfundur er fyrirlesari með MSc gráðu í jákvæðari sálfræði og þjálfunarsálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsveinn Ólafsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ein mest lesna greinin í Harvard Business review síðan í mars greip mig allhressilega um daginn. Hún fjallar um að við séum öll að eiga við sorg þessa dagana – bæði hver fyrir sig og sameiginlega. Ég tengdi mikið við greinina. Hún hjálpaði að koma tilfinningunum mínum í orð og skilja hvað ég og við öll værum að fara í gegnum saman. Ég vildi því deila með ykkur mínum hugsunum – í þeirri von um að einhver tengi við þær. Í greininni er talar David Kestler, höfundur tveggja bóka um sorg, um að það getur verið gott að þekkja sex stig sorgar. Þau eru ekki endilega línuleg og geta birst í misjafnri röð: Afneitun Gerist oft í byrjun. “Ástandið er aldrei að fara hafa áhrif á mig.” Reiði “Það er verið að skikka mig til að þurfa að vera heima og truflar mitt daglega líf verulega.” Samkomulag “Þetta eru einungis tvær vikur og svo verður allt betra.” Dapurleiki “Ég veit ekki hvenær þessu öllu mun linna.” Sátt “Þetta er raunveruleikinn sem við eigum við, nú þarf að finna leiðir til að aðlagast honum.” Merking Ljósið á dimmum tímum. Að finna einhverja merkingu úr aðstæðum. Fólk er að kunna betur að meta að fara í langa göngutúra. Ástandið gaf fólki leyfi til að slaka aðeins á í þessum hraða heimi og staldra við sjálfan sig og lífið. Fólk hefur áttað sig á að tæknin gerir þeim kleift að halda sambandi, þó svo hún muni aldrei koma sem staðgengill fyrir mannlega nærveru. Fólk talar um að þakklæti fyrir því sem það tók áður sem sjáfsögðum hlut hafi aukist eins og að geta farið í klippingu, ræktina og knúsað annað fólk. Ég trúi að við munum finna merkingu úr ástandinu núna og gerum það áfram í framhaldinu. Styrkurinn liggur í sátt og merkingu - þar einblínum við á það sem við getum stjórnað og það róar huga okkar. Merking hjálpar okkur að draga einhvern skilning og lærdóm af ástandinu - sem getur verið afar kraftmikið. Ég hef persónulega farið í gegnum öll stigin, oftar en einu sinni. Undanfarna daga hef ég til dæmis verið dapur og reiður. Það er líka bara allt í lagi að leyfa sér að vera dapur og reiður. Þó svo það sé raunin dvel ég ekki lengi á þeim tilfinningum heldur tek ástandið í sátt og finn einhverja merkingu úr þessu öllu saman. Persónulega finnst mér það hjálpa mér töluvert og minnkar alla umfram þjáningu. Að lokum gefur sorgin tækifæri á að sýna öðrum samkennd. Það eru flestir að eiga við einhverja erfiðar tilfinningar líkt og sorg eða ótta þessa dagana – bara í mismiklu magni og birtingarmynd. Samkennd getur hjálpað okkur að tengjast betur, setja okkur í spor annarra og minnt okkur á að við erum öll í þessu saman. Verum góð við hvort annað. Við munum komast í gegnum þetta saman. Höfundur er fyrirlesari með MSc gráðu í jákvæðari sálfræði og þjálfunarsálfræði.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar