RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 07:00 Þessi ljósmynd frá snjóflóðinu í Flateyri fékk nafnið Von. RAX „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik fer hann yfir það hvernig það var að mæta á vettvang og mynda eftir náttúruhamfarirnar fyrir 25 árum. Hann var sendur á staðinn bæði Súðavík og Flateyri eftir flóðin árið 1995 til þess að skrásetja atburðina. Í þættinum eru sýndar myndirnar sem RAX tók eftir flóðin og hann segir frá sinni upplifun. „Það farast í þessum flóðum 36 manns og þegar svona gerist þá náttúrulega þarf að skrásetja þetta í söguna, Íslandssöguna,“ útskýrir RAX. Eftir snjóflóðið á Flateyri þann 26. október árið 1995, tók hann meðal ljósmynd af litlu barni í kirkjunni, sem varð mjög táknræn fyrir þennan dag. „Maður getur ekki staðið fyrir framan fólk, grátandi fólk sem er að syrgja og bíður í von og ótta um ástvini sína,“ segir RAX um það af hverju hann sat aftast í kirkjunni á meðan guðsþjónustunni stóð. Enn var verið að leita að litlu barni í flóðinu. „Þá gerist það að lítið barn fer að hágráta og það truflar athöfnina þannig að móðir þess heldur á því og gengur aftur í kirkjuna. Þar er björgunarsveitarmaður sem heldur um höfuðið á sér sorgmæddur. Litla barnið hágrætur og svo allt í einu stoppar það og lítur upp. Það var augnablikið.“ RAX segir að Magnea oddviti á Flateyri hafi skýrt þessa mynd Von og það nafn hefur fest við hana síðan. Hægt er að horfa á þáttinn Snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru stuttir örþættir og birtast á Vísi og Stöð 2 Maraþon alla sunnudaga. Klippa: RAX Augnablik - Snjóflóðin á Súðavík og á Flateyri Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Ljósmyndun RAX Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir RAX Augnablik: Þarf að athuga hvort maður er á lífi Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá fyrstu kynnum sínum af Kristni fjallkóngi og smalamennsku á fjöllum. RAX var alls ekki vinsæll eftir hegðun sína í þessari fyrstu ferð, enda fór hann þvert á fyrirmælin sem honum hafði verið gefin. 25. október 2020 07:01 RAX Augnablik: „Ef einhver vill fela sig á jörðinni þá er fínt að fela sig þarna“ Þegar RAX var að skrásetja lífið á Norðurslóðum, fékk hann að heyra margar sögur. Þar á meðal um þessi stórbrotnu Roscoe fjöll, sem RAX segir að sé mikil dulúð yfir. 18. október 2020 07:00 RAX Augnablik: Eins og að fara hundrað ár aftur í tímann Árið 1988 dvaldi Ragnar Axelsson í mánuð í Færeyjum og myndaði mannlífið. Í Fugley eru tvær byggðir, Kirkja og Hattarvík, en þar kynntist ljósmyndarinn einstökum karakterum eins og Árna Dal, Oliviu, Guttormi og Símoni. RAX leið eins og hann væri staddur í leikriti. 11. október 2020 07:01 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Sjá meira
„Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik fer hann yfir það hvernig það var að mæta á vettvang og mynda eftir náttúruhamfarirnar fyrir 25 árum. Hann var sendur á staðinn bæði Súðavík og Flateyri eftir flóðin árið 1995 til þess að skrásetja atburðina. Í þættinum eru sýndar myndirnar sem RAX tók eftir flóðin og hann segir frá sinni upplifun. „Það farast í þessum flóðum 36 manns og þegar svona gerist þá náttúrulega þarf að skrásetja þetta í söguna, Íslandssöguna,“ útskýrir RAX. Eftir snjóflóðið á Flateyri þann 26. október árið 1995, tók hann meðal ljósmynd af litlu barni í kirkjunni, sem varð mjög táknræn fyrir þennan dag. „Maður getur ekki staðið fyrir framan fólk, grátandi fólk sem er að syrgja og bíður í von og ótta um ástvini sína,“ segir RAX um það af hverju hann sat aftast í kirkjunni á meðan guðsþjónustunni stóð. Enn var verið að leita að litlu barni í flóðinu. „Þá gerist það að lítið barn fer að hágráta og það truflar athöfnina þannig að móðir þess heldur á því og gengur aftur í kirkjuna. Þar er björgunarsveitarmaður sem heldur um höfuðið á sér sorgmæddur. Litla barnið hágrætur og svo allt í einu stoppar það og lítur upp. Það var augnablikið.“ RAX segir að Magnea oddviti á Flateyri hafi skýrt þessa mynd Von og það nafn hefur fest við hana síðan. Hægt er að horfa á þáttinn Snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru stuttir örþættir og birtast á Vísi og Stöð 2 Maraþon alla sunnudaga. Klippa: RAX Augnablik - Snjóflóðin á Súðavík og á Flateyri Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Ljósmyndun RAX Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir RAX Augnablik: Þarf að athuga hvort maður er á lífi Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá fyrstu kynnum sínum af Kristni fjallkóngi og smalamennsku á fjöllum. RAX var alls ekki vinsæll eftir hegðun sína í þessari fyrstu ferð, enda fór hann þvert á fyrirmælin sem honum hafði verið gefin. 25. október 2020 07:01 RAX Augnablik: „Ef einhver vill fela sig á jörðinni þá er fínt að fela sig þarna“ Þegar RAX var að skrásetja lífið á Norðurslóðum, fékk hann að heyra margar sögur. Þar á meðal um þessi stórbrotnu Roscoe fjöll, sem RAX segir að sé mikil dulúð yfir. 18. október 2020 07:00 RAX Augnablik: Eins og að fara hundrað ár aftur í tímann Árið 1988 dvaldi Ragnar Axelsson í mánuð í Færeyjum og myndaði mannlífið. Í Fugley eru tvær byggðir, Kirkja og Hattarvík, en þar kynntist ljósmyndarinn einstökum karakterum eins og Árna Dal, Oliviu, Guttormi og Símoni. RAX leið eins og hann væri staddur í leikriti. 11. október 2020 07:01 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Sjá meira
RAX Augnablik: Þarf að athuga hvort maður er á lífi Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá fyrstu kynnum sínum af Kristni fjallkóngi og smalamennsku á fjöllum. RAX var alls ekki vinsæll eftir hegðun sína í þessari fyrstu ferð, enda fór hann þvert á fyrirmælin sem honum hafði verið gefin. 25. október 2020 07:01
RAX Augnablik: „Ef einhver vill fela sig á jörðinni þá er fínt að fela sig þarna“ Þegar RAX var að skrásetja lífið á Norðurslóðum, fékk hann að heyra margar sögur. Þar á meðal um þessi stórbrotnu Roscoe fjöll, sem RAX segir að sé mikil dulúð yfir. 18. október 2020 07:00
RAX Augnablik: Eins og að fara hundrað ár aftur í tímann Árið 1988 dvaldi Ragnar Axelsson í mánuð í Færeyjum og myndaði mannlífið. Í Fugley eru tvær byggðir, Kirkja og Hattarvík, en þar kynntist ljósmyndarinn einstökum karakterum eins og Árna Dal, Oliviu, Guttormi og Símoni. RAX leið eins og hann væri staddur í leikriti. 11. október 2020 07:01