Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands

Leikmenn Leicester fagna síðara marki sínu í kvöld.
Leikmenn Leicester fagna síðara marki sínu í kvöld. Leicester City FC/Getty Images

Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld.

Jamie Vardy getur ekki hætt að skora af vítapunktinum og kom hann gestunum úr ensku úrvalsdeildinni yfir á 18. mínútu. Var þetta hans fimmta mark úr vítaspyrnu á tímabilinu til þessa.

Miðjumaðurinn Hamza Choudhury kom Leicester í 2-0 áður en fyrri hálfleikur var liðinn. Heimamenn minnkuðu muninn snemma í síðari hálfleik en nær komust þeir ekki.

Lokatölur 2-1 og Leicester því með sex stig eftir tvo leiki í G-riðli Evrópudeildarinnar. Sömu sögu er að segja af portúgalska liðinu Braga sem vann 2-1 útisigur á Zorya í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira