Gullbjörninn hvetur fólk til að kjósa Trump Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2020 17:00 Donald Trump á hauk í horni í Jack Nicklaus. getty/Manny Hernandez Jack Nicklaus, sem vann átján risamót í golfi á sínum tíma, greiddi Donald Trump atkvæði sitt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Í færslu á Twitter segist Nicklaus, sem er oft kallaður Gullbjörninn, hafa kynnst Trump vel undanfarin ár. Hann segir að forsetinn hafi sýnt þrautseigju þrátt fyrir andstöðu úr mörgum áttum og staðið við loforð sín. Nicklaus segir jafnframt að stefna Trumps muni hjálpa mörgum fjölskyldum víðs vegar um landið að upplifa ameríska drauminn. Hann lýkur svo færslu sinni á þessum orðum. „Ég veit að það eru aðeins nokkrir dagar í kosningar og mörg ykkar hafa eflaust ekki enn gert upp hug ykkar. En ef við viljum áfram eiga möguleika á ameríska draumnum og ekki þróast í sósíalísk Bandaríki þar sem ríkið ræður öllu hvet ég ykkur eindregið til að íhuga að kjósa Donald Trump til næstu fjögurra ára. Það hef ég gert og greitt honum atkvæði mitt,“ skrifar Nicklaus. Get out and vote. I did! pic.twitter.com/IfQb3NeSO3— Jack Nicklaus (@jacknicklaus) October 29, 2020 Nicklaus er ekki eini þekkti kylfingurinn sem styður Trump því John Daly er einn þekktasti stuðningsmaður forsetans. Hann var m.a. viðstaddur aðrar kappræður Trumps og Joes Biden í síðustu viku. Miðað við skoðanakannanir verða Nicklaus, Daly og aðrir stuðningsmenn Trump fyrir vonbrigðum með niðurstöðu kosninganna 3. nóvember því Biden mælist með gott forskot á forsetann. Golf Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Jack Nicklaus, sem vann átján risamót í golfi á sínum tíma, greiddi Donald Trump atkvæði sitt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Í færslu á Twitter segist Nicklaus, sem er oft kallaður Gullbjörninn, hafa kynnst Trump vel undanfarin ár. Hann segir að forsetinn hafi sýnt þrautseigju þrátt fyrir andstöðu úr mörgum áttum og staðið við loforð sín. Nicklaus segir jafnframt að stefna Trumps muni hjálpa mörgum fjölskyldum víðs vegar um landið að upplifa ameríska drauminn. Hann lýkur svo færslu sinni á þessum orðum. „Ég veit að það eru aðeins nokkrir dagar í kosningar og mörg ykkar hafa eflaust ekki enn gert upp hug ykkar. En ef við viljum áfram eiga möguleika á ameríska draumnum og ekki þróast í sósíalísk Bandaríki þar sem ríkið ræður öllu hvet ég ykkur eindregið til að íhuga að kjósa Donald Trump til næstu fjögurra ára. Það hef ég gert og greitt honum atkvæði mitt,“ skrifar Nicklaus. Get out and vote. I did! pic.twitter.com/IfQb3NeSO3— Jack Nicklaus (@jacknicklaus) October 29, 2020 Nicklaus er ekki eini þekkti kylfingurinn sem styður Trump því John Daly er einn þekktasti stuðningsmaður forsetans. Hann var m.a. viðstaddur aðrar kappræður Trumps og Joes Biden í síðustu viku. Miðað við skoðanakannanir verða Nicklaus, Daly og aðrir stuðningsmenn Trump fyrir vonbrigðum með niðurstöðu kosninganna 3. nóvember því Biden mælist með gott forskot á forsetann.
Golf Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti