Búa sig undir La niña-aðstæður fram á næsta ár Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2020 11:04 Ummerki eftir fellibylinn Delta í Louisiana í Bandaríkjunum um miðjan október. La niña-ástand hefur meðal annars verið tengt við ákafari fellibyljatímabil í Mexíkóflóa. Vísir/EPA Veðurfyrirbrigðið La niña hefur myndast í Kyrrahafi og er búist við því að það hafi áhrif á hita, úrkomu og vindafar víða á jörðina fram á næsta ár. Reiknað er með að fyrirbrigðið hafi mest áhrif í Afríku, Mið- og Suðaustur-Asíu, í Kyrrahafi og í norðanverðri Suður-Ameríku. La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar. „Af því að Kyrrahafið er risastórt hefur þetta áhrif á stærri veðrakerfi. Það er mikið talað um að í La niña, vegna þess að þá er kaldari sjór á yfirborðinu, getur aukist mismunur á hita upp í heiðhvolfið sem veldur því að það verði meira uppstreymi og meiri fellibylir. Síðan er talað um að El niño dragi úr fellibyljum,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) segir nú 90% líkur á að hiti í Kyrrahafinu í hitabeltinu verði í La niña-fasa út þetta ár. Aðstæðurnar gætu varað út fyrsta ársfjórðung næsta árs. Búist er við að styrkur kalda fasans verði í meðallagi eða mikill. Síðast átti sterk La niña sér stað veturinn 2010 til 2011 en miðlungsöflugur viðburður var veturinn á eftir. Aðstæður í Kyrrahafinu hafa verið hlutlausar í meira en ár fram að þessu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Vísir/Baldur 2020 verður enn á meðal hlýjustu ára í sögunni Þrátt fyrir að La niña hafi almennt kólnunaráhrif á meðalhita jarðar dugar náttúrulega sveiflan ekki til að vega upp á móti hnattrænni hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í tilkynningu frá WMO er haft eftir Petteri Taalas, forstjóra stofnunarinnar, að La niña-ár séu nú hlýrri en sterk El niño-ár fortíðarinnar. Þannig er enn gert ráð fyrir að árið 2020 verði eitt af hlýjustu árum mælingarsögunnar og að tímabilið 2016-2020 verði hlýjasta fimm ára tímabil í sögunni. „Það er ólíklegt að þetta verði til þess að það verði snögg breyting á meðalhita ársins 2020“, segir Elín Björk. El niño-aðstæður hafa verið tengdar við ákafari hitabylgjur. Þannig hafa ár þar sem sterkra El niño-áhrifa gætir verið á meðal þeirra hlýjustu sem hafa mælst. Elín Björk segir að La niña-ástandið nú gæti þannig mögulega dregið úr öfgum í hitabylgjum sem koma upp á meðan það varir. „Það er þá kannski von til þess að það verði ekki El niño ofan á loftslagsbreytingaástandið næsta árið,“ segir hún. Gæti ógnað matvælaöryggi í Austur-Afríku Það eru ekki síst áhrif La niña á úrkomu sem ríki í kringum Kyrrahaf finna helst fyrir. Nú er sagt útlit fyrir að úrkoma verði undir meðallagi á Horni Afríku og Mið-Asíu en að hún verði yfir meðallagi í Suðaustur-Asíu og norðanverðri Suður-Ameríku. Áhrifin sums staðar gætu verið alvarleg. WMO varar við því að La niña-ástandið nú hitti á mikilvægan úrkomu- og sáningartíma í stórum hluta austanverðrar Afríku. Þar er nú spáð þurrari aðstæðum en vanalega. Þurrkurinn gæti ógnað matvælaöryggi í heimshlutanum, ekki síst í ljósi mikils engisprettufaraldurs sem hefur geisað þar. Í Karíbahafi segir WMO að La niña geti aukið ákafa fellibyljatímabilsins og bendir á að tímabilið í ár hafi verið eitt það virkasta sem sögur fara af. Á móti telur stofnunin að fellibyljavirkni í Suðvestur-Indlandshafi gæti minnkað í kalda fasa Suður-Kyrrahafssveiflunnar. Ekki bein tengsl við vetrarveður á Íslandi Ólíklegt er að Íslendingar verði La niña-ástandsins varir í veðurfari enda órafjarri Kyrrahafinu við miðbaug. Elín Björk segir að engar beinar tengingar hafi verið gerðar á milli vetrarveðurs á Íslandi og La niña-fyrirbærisins. Áhrifin gætu þó verið óbein. „Það hlýnar þarna yfirborðssjórinn, það breytir einhverju um það hvernig loftstraumar liggja, hvert rakinn fer og mesti vindurinn. Þá breytir hann á endanum einhverju hjá okkur en okkur hefur ekki tekist að finna neins konar reglulegar breytingar eða ástand sem fylgir þessu á Íslandi,“ segir Elín Björk. Veður Vísindi Loftslagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Veðurfyrirbrigðið La niña hefur myndast í Kyrrahafi og er búist við því að það hafi áhrif á hita, úrkomu og vindafar víða á jörðina fram á næsta ár. Reiknað er með að fyrirbrigðið hafi mest áhrif í Afríku, Mið- og Suðaustur-Asíu, í Kyrrahafi og í norðanverðri Suður-Ameríku. La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar. „Af því að Kyrrahafið er risastórt hefur þetta áhrif á stærri veðrakerfi. Það er mikið talað um að í La niña, vegna þess að þá er kaldari sjór á yfirborðinu, getur aukist mismunur á hita upp í heiðhvolfið sem veldur því að það verði meira uppstreymi og meiri fellibylir. Síðan er talað um að El niño dragi úr fellibyljum,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) segir nú 90% líkur á að hiti í Kyrrahafinu í hitabeltinu verði í La niña-fasa út þetta ár. Aðstæðurnar gætu varað út fyrsta ársfjórðung næsta árs. Búist er við að styrkur kalda fasans verði í meðallagi eða mikill. Síðast átti sterk La niña sér stað veturinn 2010 til 2011 en miðlungsöflugur viðburður var veturinn á eftir. Aðstæður í Kyrrahafinu hafa verið hlutlausar í meira en ár fram að þessu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Vísir/Baldur 2020 verður enn á meðal hlýjustu ára í sögunni Þrátt fyrir að La niña hafi almennt kólnunaráhrif á meðalhita jarðar dugar náttúrulega sveiflan ekki til að vega upp á móti hnattrænni hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í tilkynningu frá WMO er haft eftir Petteri Taalas, forstjóra stofnunarinnar, að La niña-ár séu nú hlýrri en sterk El niño-ár fortíðarinnar. Þannig er enn gert ráð fyrir að árið 2020 verði eitt af hlýjustu árum mælingarsögunnar og að tímabilið 2016-2020 verði hlýjasta fimm ára tímabil í sögunni. „Það er ólíklegt að þetta verði til þess að það verði snögg breyting á meðalhita ársins 2020“, segir Elín Björk. El niño-aðstæður hafa verið tengdar við ákafari hitabylgjur. Þannig hafa ár þar sem sterkra El niño-áhrifa gætir verið á meðal þeirra hlýjustu sem hafa mælst. Elín Björk segir að La niña-ástandið nú gæti þannig mögulega dregið úr öfgum í hitabylgjum sem koma upp á meðan það varir. „Það er þá kannski von til þess að það verði ekki El niño ofan á loftslagsbreytingaástandið næsta árið,“ segir hún. Gæti ógnað matvælaöryggi í Austur-Afríku Það eru ekki síst áhrif La niña á úrkomu sem ríki í kringum Kyrrahaf finna helst fyrir. Nú er sagt útlit fyrir að úrkoma verði undir meðallagi á Horni Afríku og Mið-Asíu en að hún verði yfir meðallagi í Suðaustur-Asíu og norðanverðri Suður-Ameríku. Áhrifin sums staðar gætu verið alvarleg. WMO varar við því að La niña-ástandið nú hitti á mikilvægan úrkomu- og sáningartíma í stórum hluta austanverðrar Afríku. Þar er nú spáð þurrari aðstæðum en vanalega. Þurrkurinn gæti ógnað matvælaöryggi í heimshlutanum, ekki síst í ljósi mikils engisprettufaraldurs sem hefur geisað þar. Í Karíbahafi segir WMO að La niña geti aukið ákafa fellibyljatímabilsins og bendir á að tímabilið í ár hafi verið eitt það virkasta sem sögur fara af. Á móti telur stofnunin að fellibyljavirkni í Suðvestur-Indlandshafi gæti minnkað í kalda fasa Suður-Kyrrahafssveiflunnar. Ekki bein tengsl við vetrarveður á Íslandi Ólíklegt er að Íslendingar verði La niña-ástandsins varir í veðurfari enda órafjarri Kyrrahafinu við miðbaug. Elín Björk segir að engar beinar tengingar hafi verið gerðar á milli vetrarveðurs á Íslandi og La niña-fyrirbærisins. Áhrifin gætu þó verið óbein. „Það hlýnar þarna yfirborðssjórinn, það breytir einhverju um það hvernig loftstraumar liggja, hvert rakinn fer og mesti vindurinn. Þá breytir hann á endanum einhverju hjá okkur en okkur hefur ekki tekist að finna neins konar reglulegar breytingar eða ástand sem fylgir þessu á Íslandi,“ segir Elín Björk.
Veður Vísindi Loftslagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira