Lífið

Handtekinn þótt lögheimili barns hafi verið hjá honum

Stefán Árni Pálsson og Frosti Logason skrifa
Frosti Logason ræðir við Halldór Heiðar í kvöld. 
Frosti Logason ræðir við Halldór Heiðar í kvöld. 

Halldór Heiðar Hallsson var handtekinn á heimili sínu eftir að hafa sótt fimm ára dóttur til barnsmóður sinnar. Hún hafi að hans sögn tálmað umgengni í tíu vikur. Halldór segir að lögheimili dótturinnar hafi verið hjá sér á þeim tíma. Í framhaldinu af því hafi móðir barnsins farið í kvennaathvarfið ásamt barninu, Skömmu síðar hafi borist tilkynning frá kvennaathvarfinu til barnaverndar.

„Síðan fæ ég upplýsingar um það að þessi tilkynning frá kvennaathvarfinu hafi borist barnavernd og hún sé alvarleg og innihaldi upplýsingar sem séu þess eðlis að barnavernd ákveður síðan að fara í neyðarúrræði og sækja barnið með góðu eða illu til móður og koma með það til mín,“ segir Halldór í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld en hann telur kynjamisrétti vera innbyggt í barnaverndarkerfið á Íslandi og segir réttarstöðu feðra ekki vera virta til jafns við mæður.

Hann segir að sem betur fer hafi dóttirin ekki verið lengi að taka gleði sína á ný og hann hafi tekið sé frí í vinnunni fyrsta daginn í samráði við barnavernd og leikskóla stúlkunnar.

„Hún fer síðan á leikskólann sinn núna síðastliðinn mánudag og er búin að vera þar alla daga vikunnar og með hverjum degi sem líður finn ég að henni líður betur.“

Halldór vonast til þess að saga hans geti hreyft við einhverjum breytingum í málaflokknum.

Rætt verður við Halldór í Íslandi í dag klukkan 18:55 á Stöð 2.

Klippa: Halldór handtekinn þrátt fyrir að barnið hafi verið með lögheimili hjá honum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.