Lampard skildi Thiago Silva eftir heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 12:00 Thiago Silva í leik með Chelsea á móti Manchester United um síðustu helgi. AP/Michael Regan Brasilíumaðurinn Thiago Silva mun ekki spila með Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið sækir rússneska félagið Krasnodar heim í annarri umferð riðlakeppninnar. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, ákvað að hvíla hinn 36 ára gamla Thiago Silva. Það var ekki bara gott fyrir Brasilíumanninn að fá frí frá leiknum heldur einnig að sleppa við ferðalagið. Chelsea leave Thiago Silva at home for Champions League trip to Krasnodar https://t.co/SxWtYxplxs— MailOnline Sport (@MailSport) October 28, 2020 Thiago Silva átti mjög góðan leik á móti Manchester United um síðustu helgi og virðist vera búinn að stimpla sig vel inn í Chelsea liðið. Chelsea verður einnig án markvarðarins Kepa Arrizabalaga og varnarmannsins Marcos Alonso. Arrizabalaga er meiddur á öxl og Alonso er í banni en hann fékk þriggja leikja bann fyrir rautt spjald á móti Bayern München. Þjóðverjinn Antonio Rudiger gæti fengið tækifærið í forföllum Thiago Silva en Rudiger hefur verið utan hóps í sex af sjö leikjum tímabilsins. Chelsea liðið gerði markalaust jafntefli á móti Sevilla í fyrsta leiknum sínum í Meistaradeildinni og það er því pressa á liðinu að vinna nýliðana í kvöld. "It's always defences who are winning leagues, It's strikers who win matches. He's an important signing"@jf9hasselbaink believes Thiago Silva has the potential to be a really important signing for Chelsea pic.twitter.com/vJMwlQT2Bk— Football Daily (@footballdaily) October 24, 2020 Krasnodar er komið svona langt í fyrsta sinn en félagið er í mikilli brekku þessa dagana og vantar átta leikmenn úr aðalliðinu. Remy Cabella, fyrrum leikmaður Newcastle, og Evgeniy Markov fengu jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og sóknarmennirnir Wanderson og Viktor Claesson eru að glíma við meiðsli. Heimamennirnir Ruslan Kambolov og Aleksandr Cherkinov eru líka tæpir fyrir leikinn og þá eru þeir Sergey Petrov og Dmitri Stotskiy á meiðslalistanum. Knattspyrnustjórinn Murad Musayev býst við því að tefla fram sama liði og tapaði 3-1 á móti Spartak Moskvu í rússnesku deildinni um helgina. Chelsea's results in their three matches with Edouard Mendy and Thiago Silva both starting4 -0 Crystal Palace0 -0 Sevilla0 -0 Chelsea pic.twitter.com/mS1vLCIExi— WhoScored.com (@WhoScored) October 24, 2020 Leikur Krasnodar og Chelsea hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeildarmessan mun fylgjast með öllum leikjum kvöldsins frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en stórleikur kvöldsins er leikur Juventus og Barcelona á Stöð 2 Sport 5 klukkan 20.00. Leikur Manchester United og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00 og þá verður leikur Dortmund og Zenit St. Pétursborg í beinni á sama tíma á Stöð 2 Sport. Meistaradeildarmörkin gera síðan upp kvöldið á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Thiago Silva mun ekki spila með Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið sækir rússneska félagið Krasnodar heim í annarri umferð riðlakeppninnar. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, ákvað að hvíla hinn 36 ára gamla Thiago Silva. Það var ekki bara gott fyrir Brasilíumanninn að fá frí frá leiknum heldur einnig að sleppa við ferðalagið. Chelsea leave Thiago Silva at home for Champions League trip to Krasnodar https://t.co/SxWtYxplxs— MailOnline Sport (@MailSport) October 28, 2020 Thiago Silva átti mjög góðan leik á móti Manchester United um síðustu helgi og virðist vera búinn að stimpla sig vel inn í Chelsea liðið. Chelsea verður einnig án markvarðarins Kepa Arrizabalaga og varnarmannsins Marcos Alonso. Arrizabalaga er meiddur á öxl og Alonso er í banni en hann fékk þriggja leikja bann fyrir rautt spjald á móti Bayern München. Þjóðverjinn Antonio Rudiger gæti fengið tækifærið í forföllum Thiago Silva en Rudiger hefur verið utan hóps í sex af sjö leikjum tímabilsins. Chelsea liðið gerði markalaust jafntefli á móti Sevilla í fyrsta leiknum sínum í Meistaradeildinni og það er því pressa á liðinu að vinna nýliðana í kvöld. "It's always defences who are winning leagues, It's strikers who win matches. He's an important signing"@jf9hasselbaink believes Thiago Silva has the potential to be a really important signing for Chelsea pic.twitter.com/vJMwlQT2Bk— Football Daily (@footballdaily) October 24, 2020 Krasnodar er komið svona langt í fyrsta sinn en félagið er í mikilli brekku þessa dagana og vantar átta leikmenn úr aðalliðinu. Remy Cabella, fyrrum leikmaður Newcastle, og Evgeniy Markov fengu jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og sóknarmennirnir Wanderson og Viktor Claesson eru að glíma við meiðsli. Heimamennirnir Ruslan Kambolov og Aleksandr Cherkinov eru líka tæpir fyrir leikinn og þá eru þeir Sergey Petrov og Dmitri Stotskiy á meiðslalistanum. Knattspyrnustjórinn Murad Musayev býst við því að tefla fram sama liði og tapaði 3-1 á móti Spartak Moskvu í rússnesku deildinni um helgina. Chelsea's results in their three matches with Edouard Mendy and Thiago Silva both starting4 -0 Crystal Palace0 -0 Sevilla0 -0 Chelsea pic.twitter.com/mS1vLCIExi— WhoScored.com (@WhoScored) October 24, 2020 Leikur Krasnodar og Chelsea hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeildarmessan mun fylgjast með öllum leikjum kvöldsins frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en stórleikur kvöldsins er leikur Juventus og Barcelona á Stöð 2 Sport 5 klukkan 20.00. Leikur Manchester United og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00 og þá verður leikur Dortmund og Zenit St. Pétursborg í beinni á sama tíma á Stöð 2 Sport. Meistaradeildarmörkin gera síðan upp kvöldið á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira