Einvígið um Bandaríkin Bjarni Halldór Janusson skrifar 28. október 2020 07:31 Næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram eftir rúmlega viku. Ef marka má nýjustu tölur hefur kjörsókn aukist allverulega, en nú þegar hafa um 70 milljón manns greitt atkvæði, eða rétt yfir helmingur þeirra sem kusu árið 2016. Þar eru helst yngri kjósendur á ferð. Í Bandaríkjunum er tvíflokkakerfi við lýði og frá miðbiki nítjándu aldar hafa forsetar Bandaríkjanna komið úr röðum tveggja flokka, Repúblikana og Demókrata. Samhliða forsetakosningunum verður þó einnig kosið í neðri deild og hluta efri deildar Bandaríkjaþings. Nánar tiltekið verður kosið um 435 þingsæti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en kosið um 1/3 þingsæta í Öldungadeild Bandaríkjaþings. Kannanir benda til að Demókratar munu vinna stórsigur næstkomandi þriðjudag, eða hljóta meirihluta í báðum deildum þingsins og sigra forsetakosningarnar sömuleiðis. Líkurnar á að Demókratar haldi meirihluta í Fulltrúadeild eru 96% og líkurnar á meirihluta í Öldungadeild eru 73%. Ekki þykir ólíklegt að Demókratar fjölgi í hæstarétti Bandaríkjanna hljóti þeir nógu góðan sigur næsta þriðjudag, þó það séu auðvitað bara getgátur á þessu stigi. Kannanir 2016 og kannanir 2020 Kannanir benda til stórsigurs Demókrata, einkum í forsetakosningunum. Að vísu ber að hafa í huga að kannanir gáfu einnig í skyn að Trump biði ósigur í forsetakosningunum árið 2016. Þá var þó mjórra á munum milli frambjóðendanna tveggja og Biden mælist nú með meira forskot á landsvísu sem og í hinum mikilvægu sveifluríkjum en frambjóðandi Demókrata árið 2016, Hillary Clinton. Í ljósi þess að í Bandaríkjunum er svonefnt kjörmannakerfi við lýði, þar sem frambjóðandinn getur í raun sigrað kosningarnar án þess að hafa meirihluta atkvæða á landsvísu á bak við sig, þá er kosningabaráttan að mestu leyti háð í áðurnefndum sveifluríkjum. Þar ber helst að nefna suðurríki Bandaríkjanna og miðvesturríkin, svo sem Virginía, Norður-Karólína og Flórída í suðrinu, auk Wisconsin, Iowa og Michigan í miðvestrinu. Einnig ber að nefna Ohio í miðvestrinu og Colorado og Nevada í vesturhluta Bandaríkjanna. Biden þykir höfða vel til kjósenda í þessum sveifluríkjum, en nánar um það má lesa hér. Á landsvísu mælist Biden með talsvert meira fylgi en Trump. Í Flórída og Norður-Karólínu virðist Biden hafa örlítið forskot, en talsvert meira í Michigan, Wisconsin og Nevada. Trump virðist þá hafa smávægilegt forskot í Ohio og Iowa (og raunar í Texas líka, sem almennt er talið lykilríki Repúblikana, en nú er óljóst með úrslit þar). Þá ber einnig að nefna forskot Biden í Arizona og Pennsylvaníu, en árið 2016 fékk Trump meirihluta atkvæða í þessum tveimur ríkjum, þó hann hafi eingöngu hlotið 0,72% fleiri atkvæði en Clinton í Pennsylvaníu, svo dæmi sé tekið til að undirstrika nauman sigur hans það árið. Nú virðist Biden hins vegar hafa gott forskot í flestum ríkjanna sem skipta höfuðmáli í forsetakosningum Bandaríkjanna. Raunar er Biden yfir í öllum þeim ríkjum sem Trump þyrfti að sigra til að ná endurkjöri, að Ohio-ríkinu undanskildu. Þá er talið nánast útilokað að Trump sigri kosningarnar án Flórída, en Biden hefur þar naumt forskot eins og staðan er núna. Nokkra þætti ber þó að hafa í huga, sem gætu orsakað sigur Trump í næstu kosningum, en þegar öllu er á botninn hvolft virðist allt benda til sigur Biden í næstu viku. Samkvæmt útreikningum hér má til dæmis sjá að Trump sigrar eingöngu í tólf af hverjum hundrað skiptum, sem merkir að sigurlíkar hans séu 12% en til samanburðar voru sigurlíkurnar hans taldar um 30% fyrir kosningarnar 2016. Þá hefur verið nefnt að kjósendur Trump séu ólíklegri til að lýsa yfir stuðningi í skoðanakönnunum, en í ljósi þess mikla og fjölbreytta stuðnings sem Biden virðist hafa er ekki líklegt að það breyti miklu á kjördag, auk þess sem þessi áhrif eru ekki talin sérlega mikil. Biden í góðri stöðu Jafnframt má nefna þá staðreynd að Trump virðist hafa tapað mikilvægum kjósendum til Biden, einkum eldra fólk og kristnir Bandaríkjamenn, og það eitt og sér gæti skipt sköpum í næstu kosningum. Margt annað ber einnig að hafa í huga, svo sem léleg kjörsókn Demókrata í nokkrum mikilvægum ríkjum árið 2016 sem virðist nú ekki ætla að endurtaka sig. Fyrir kosningarnar 2016 var gjarnan sagt að andstæðingar Trump tækju hann ekki alvarlega, en á kjörtímabilinu, einkum síðustu mánuði, hefur þetta vitanlega breyst, sem kann að vinna allverulega gegn Trump í næstu kosningum. Mikil kjörsókn er almennt ríkjandi valdhöfum í óhag, sem bendir þá til enn frekari sigurs Biden. Að auki eru nýlegar lýðfræðibreytingar Biden í hag og því líklegt að nýir kjósendur kjósi hann fremur en Trump. Þá benda viðhorfskannanir til þess að kjósendum líki betur við Biden en Trump, en að þeim líki jafnframt betur við Biden en Clinton. Kosninganóttin verður spennandi, enda margt í húfi og óvissuþættirnir sömuleiðis margir, og enginn sigur í höfn hjá Demókrataflokknum þrátt fyrir að mælast með gott forskot. Það er þó ljóst að kosningarnar nú í ár eru um margt frábrugðnar síðustu kosningum. Það getur breytt miklu á kjördag. Sjáum hvað setur. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í York. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Halldór Janusson Rómur Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram eftir rúmlega viku. Ef marka má nýjustu tölur hefur kjörsókn aukist allverulega, en nú þegar hafa um 70 milljón manns greitt atkvæði, eða rétt yfir helmingur þeirra sem kusu árið 2016. Þar eru helst yngri kjósendur á ferð. Í Bandaríkjunum er tvíflokkakerfi við lýði og frá miðbiki nítjándu aldar hafa forsetar Bandaríkjanna komið úr röðum tveggja flokka, Repúblikana og Demókrata. Samhliða forsetakosningunum verður þó einnig kosið í neðri deild og hluta efri deildar Bandaríkjaþings. Nánar tiltekið verður kosið um 435 þingsæti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en kosið um 1/3 þingsæta í Öldungadeild Bandaríkjaþings. Kannanir benda til að Demókratar munu vinna stórsigur næstkomandi þriðjudag, eða hljóta meirihluta í báðum deildum þingsins og sigra forsetakosningarnar sömuleiðis. Líkurnar á að Demókratar haldi meirihluta í Fulltrúadeild eru 96% og líkurnar á meirihluta í Öldungadeild eru 73%. Ekki þykir ólíklegt að Demókratar fjölgi í hæstarétti Bandaríkjanna hljóti þeir nógu góðan sigur næsta þriðjudag, þó það séu auðvitað bara getgátur á þessu stigi. Kannanir 2016 og kannanir 2020 Kannanir benda til stórsigurs Demókrata, einkum í forsetakosningunum. Að vísu ber að hafa í huga að kannanir gáfu einnig í skyn að Trump biði ósigur í forsetakosningunum árið 2016. Þá var þó mjórra á munum milli frambjóðendanna tveggja og Biden mælist nú með meira forskot á landsvísu sem og í hinum mikilvægu sveifluríkjum en frambjóðandi Demókrata árið 2016, Hillary Clinton. Í ljósi þess að í Bandaríkjunum er svonefnt kjörmannakerfi við lýði, þar sem frambjóðandinn getur í raun sigrað kosningarnar án þess að hafa meirihluta atkvæða á landsvísu á bak við sig, þá er kosningabaráttan að mestu leyti háð í áðurnefndum sveifluríkjum. Þar ber helst að nefna suðurríki Bandaríkjanna og miðvesturríkin, svo sem Virginía, Norður-Karólína og Flórída í suðrinu, auk Wisconsin, Iowa og Michigan í miðvestrinu. Einnig ber að nefna Ohio í miðvestrinu og Colorado og Nevada í vesturhluta Bandaríkjanna. Biden þykir höfða vel til kjósenda í þessum sveifluríkjum, en nánar um það má lesa hér. Á landsvísu mælist Biden með talsvert meira fylgi en Trump. Í Flórída og Norður-Karólínu virðist Biden hafa örlítið forskot, en talsvert meira í Michigan, Wisconsin og Nevada. Trump virðist þá hafa smávægilegt forskot í Ohio og Iowa (og raunar í Texas líka, sem almennt er talið lykilríki Repúblikana, en nú er óljóst með úrslit þar). Þá ber einnig að nefna forskot Biden í Arizona og Pennsylvaníu, en árið 2016 fékk Trump meirihluta atkvæða í þessum tveimur ríkjum, þó hann hafi eingöngu hlotið 0,72% fleiri atkvæði en Clinton í Pennsylvaníu, svo dæmi sé tekið til að undirstrika nauman sigur hans það árið. Nú virðist Biden hins vegar hafa gott forskot í flestum ríkjanna sem skipta höfuðmáli í forsetakosningum Bandaríkjanna. Raunar er Biden yfir í öllum þeim ríkjum sem Trump þyrfti að sigra til að ná endurkjöri, að Ohio-ríkinu undanskildu. Þá er talið nánast útilokað að Trump sigri kosningarnar án Flórída, en Biden hefur þar naumt forskot eins og staðan er núna. Nokkra þætti ber þó að hafa í huga, sem gætu orsakað sigur Trump í næstu kosningum, en þegar öllu er á botninn hvolft virðist allt benda til sigur Biden í næstu viku. Samkvæmt útreikningum hér má til dæmis sjá að Trump sigrar eingöngu í tólf af hverjum hundrað skiptum, sem merkir að sigurlíkar hans séu 12% en til samanburðar voru sigurlíkurnar hans taldar um 30% fyrir kosningarnar 2016. Þá hefur verið nefnt að kjósendur Trump séu ólíklegri til að lýsa yfir stuðningi í skoðanakönnunum, en í ljósi þess mikla og fjölbreytta stuðnings sem Biden virðist hafa er ekki líklegt að það breyti miklu á kjördag, auk þess sem þessi áhrif eru ekki talin sérlega mikil. Biden í góðri stöðu Jafnframt má nefna þá staðreynd að Trump virðist hafa tapað mikilvægum kjósendum til Biden, einkum eldra fólk og kristnir Bandaríkjamenn, og það eitt og sér gæti skipt sköpum í næstu kosningum. Margt annað ber einnig að hafa í huga, svo sem léleg kjörsókn Demókrata í nokkrum mikilvægum ríkjum árið 2016 sem virðist nú ekki ætla að endurtaka sig. Fyrir kosningarnar 2016 var gjarnan sagt að andstæðingar Trump tækju hann ekki alvarlega, en á kjörtímabilinu, einkum síðustu mánuði, hefur þetta vitanlega breyst, sem kann að vinna allverulega gegn Trump í næstu kosningum. Mikil kjörsókn er almennt ríkjandi valdhöfum í óhag, sem bendir þá til enn frekari sigurs Biden. Að auki eru nýlegar lýðfræðibreytingar Biden í hag og því líklegt að nýir kjósendur kjósi hann fremur en Trump. Þá benda viðhorfskannanir til þess að kjósendum líki betur við Biden en Trump, en að þeim líki jafnframt betur við Biden en Clinton. Kosninganóttin verður spennandi, enda margt í húfi og óvissuþættirnir sömuleiðis margir, og enginn sigur í höfn hjá Demókrataflokknum þrátt fyrir að mælast með gott forskot. Það er þó ljóst að kosningarnar nú í ár eru um margt frábrugðnar síðustu kosningum. Það getur breytt miklu á kjördag. Sjáum hvað setur. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í York. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun