Innlent

Bjarni segir að útgjöld til velferðarmála hafi aukist en ekki verið skert

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bjarna finnst tal um skerðingar skjóta skökku við. 
Bjarna finnst tal um skerðingar skjóta skökku við.  Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Fjármálaráðherra segir að útgjöld til velferðarmála hafi snar aukist hér á landi og að nú fari um fjórðungur allra skatttekna og tryggingagjalda til almannatrygginga, sem sé tvöföldun frá árinu 2013. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í gær og Morgunblaðið fjallar um í dag.

Þar er rætt við Bjarna sem segir að þessi þróun hafi átt sér stað í takt við mannfjölda en að útgjöldin hafi snar hækkað. Þá bendir hann á að þessi kerfi hafi fylgt launaþróun í landinu og að hvergi annarsstaðar hafi laun hækkað jafn mikið undanfarinn áratug en hér á landi, ef litið er til OECD landanna.

Bjarni bætir við að sér finnist því skjóta skökku við að heyra fólk tala um skerðingar í almannatryggingakerfinu, þegar allar tölur sýni hið gagnstæða. Þarna er ráðherra væntanlega að vísa í auglýsingaherferð Öryrkjabandalagsins sem mikið hefur borið á síðustu vikur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×