Liverpool marði Midtjylland | Mikael kom af bekknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2020 21:50 Mo Salah skoraði annað mark Liverpool í kvöld. Peter Byrne/Getty Images Englandsmeistarar Liverpool unnu nauman 2-0 sigur á Danmerkurmeisturum Midtjylland er liðin mættust á Anfield í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson kom af varamannabekk gestanna þegar rúmar 25 mínútur voru til leiksloka. Fyrri hálfleikur var einkar tíðindalítill en Englandsmeistarar Liverpool urðu fyrir miklu áfalli eftir aðeins hálftíma leik. Brasilíumaðurinn Fabinho – sem lék í miðverði í dag – virtist togna aftan í læri og þurfti að fara meiddur af velli. Hinn 19 ára gamli Rhys Williams kom inn af bekknum í hans stað. Var það um það bil það eina markverða sem gerðist í fyrri hálfleik en athygli vakti að Jordan Henderson fór af velli í hálfleik og eyddi síðari hálfleiknum upp í stúku. Meiðslavandræði Liverpool eru orðin töluvert ef Fabinho er frá lengi líkt og Virgil van Dijk. Því má liðið vart við því að missa Henderson – fyrirliða liðsins – einnig í meiðsli. Eftir rétt rúman tíu mínútna leik í síðari hálfleik skoraði hinn 23 ára gamli Diego Jota það sem virtist ætla að verða eina mark leiksins. Mikael Neville Anderson kom inn af varamannabekk Midtjylland á 66. mínútu leiksins. Átti landsliðsmaðurinn í vandræðum með að komast í treyjuna áður en honum var skipt inn á. Has this lad who just came on never put a t-shirt on before? pic.twitter.com/LYRPfqlxPl— Ste Hoare (@stehoare) October 27, 2020 Þrátt fyrir lipra spretti þá náðu gestirnir ekki að jafna metin og undir lok leiks féll Mo Salah í vítateig gestanna og vítaspyrna dæmd. Lokatölur 2-0 og Liverpool með sex stig að loknum tveimur leikjum í Meistaradeildinni í ár. Töluvert meiri skemmtun var í hinum leik riðilsins sem fram fór á Ítalíu. Ajax voru í heimsókn og voru Hollendingarnir 2-0 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Dusan Tadic og Lassina Traore. Kom fyrra markið úr vítaspyrnu á 30. mínútu og það síðara aðeins átta mínútum síðar. Heimamenn létu það ekki á sig fá og tókst þeim að jafna metin á aðeins sex mínútna kafla í síðari hálfleik, Duvan Zapata með bæði mörkin. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 2-2 á Ítalíu. Atalanta nú með fjögur stig a meðan Ajax var að næla í sitt fyrsta stig. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Englandsmeistarar Liverpool unnu nauman 2-0 sigur á Danmerkurmeisturum Midtjylland er liðin mættust á Anfield í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson kom af varamannabekk gestanna þegar rúmar 25 mínútur voru til leiksloka. Fyrri hálfleikur var einkar tíðindalítill en Englandsmeistarar Liverpool urðu fyrir miklu áfalli eftir aðeins hálftíma leik. Brasilíumaðurinn Fabinho – sem lék í miðverði í dag – virtist togna aftan í læri og þurfti að fara meiddur af velli. Hinn 19 ára gamli Rhys Williams kom inn af bekknum í hans stað. Var það um það bil það eina markverða sem gerðist í fyrri hálfleik en athygli vakti að Jordan Henderson fór af velli í hálfleik og eyddi síðari hálfleiknum upp í stúku. Meiðslavandræði Liverpool eru orðin töluvert ef Fabinho er frá lengi líkt og Virgil van Dijk. Því má liðið vart við því að missa Henderson – fyrirliða liðsins – einnig í meiðsli. Eftir rétt rúman tíu mínútna leik í síðari hálfleik skoraði hinn 23 ára gamli Diego Jota það sem virtist ætla að verða eina mark leiksins. Mikael Neville Anderson kom inn af varamannabekk Midtjylland á 66. mínútu leiksins. Átti landsliðsmaðurinn í vandræðum með að komast í treyjuna áður en honum var skipt inn á. Has this lad who just came on never put a t-shirt on before? pic.twitter.com/LYRPfqlxPl— Ste Hoare (@stehoare) October 27, 2020 Þrátt fyrir lipra spretti þá náðu gestirnir ekki að jafna metin og undir lok leiks féll Mo Salah í vítateig gestanna og vítaspyrna dæmd. Lokatölur 2-0 og Liverpool með sex stig að loknum tveimur leikjum í Meistaradeildinni í ár. Töluvert meiri skemmtun var í hinum leik riðilsins sem fram fór á Ítalíu. Ajax voru í heimsókn og voru Hollendingarnir 2-0 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Dusan Tadic og Lassina Traore. Kom fyrra markið úr vítaspyrnu á 30. mínútu og það síðara aðeins átta mínútum síðar. Heimamenn létu það ekki á sig fá og tókst þeim að jafna metin á aðeins sex mínútna kafla í síðari hálfleik, Duvan Zapata með bæði mörkin. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 2-2 á Ítalíu. Atalanta nú með fjögur stig a meðan Ajax var að næla í sitt fyrsta stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti