Milljón krónu spurningin Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 27. október 2020 13:01 Eigum við að tala um Evrópusambandið núna? Er núna rétti tíminn? Vill þjóðin það? Vill Evrópusambandið það? Í síðasta sjónvarpsþætti um Ráðherrann var allavega aðild Íslands að Evrópusambandinu aðalmálið. Núna gengur Ísland í sína dýpstu kreppu í 100 ár. Virði krónunnar hefur lækkað um 18% á árinu en það þýðir að peningar venjulegs fólks hafa rýrnað um næstum fimmtung á þessu ári. Á sama tíma gera mörg af hinum stærstu fyrirtækjum landsins upp í evru eða dollar. Hinir ríku verja sig síðan sérstaklega fyrir gengissveiflum krónunnar. Klassíski dansinn Núna er veruleg hætta á að gengi krónunnar gefi meira eftir, eins og hún gerir alltaf við svona aðstæður. Það þýðir verðbólgu sem þýðir hækkun vaxta. Og verðtryggingin kikkar þá inn. Þetta er hinn klassíski dans íslensku krónunnar. Stundum er sagt að krónan sé svo heppileg vegna þess að hægt sé að taka efnahagsleg högg í gegnum gengisfellingu í stað atvinnuleysis. Þessi kenning gengur bara ekki upp. Núna er þjóðin að upplifa gengisfellingu OG hátt atvinnuleysi. Það gerðist líka í síðasta hruni. Þá má minna á að gengisfelling (sem er annað orð yfir virðisrýrnun krónunnar) er engin efnahagsleg töfralausn heldur felur hún í sér umfangsmikla færslu verðmæta frá almenningi, sem er fastur í krónum og háður innfluttum vörum, og til sjávarútvegsfyrirtækja og annarra útflutningsgreina sem eru með tekjur í erlendri mynt. Króna fyrir þig en evra fyrir…stórfyrirtækin Lesandi ætti því að spyrja sig þessarar spurningar: Af hverju eru fjármagnseigendur (milljarðamæringarnir) og stórútgerðin svo tilbúin að verja krónuna svo hatrammlega þegar þessir hópar annaðhvort gera upp í erlendum gjaldmiðli eða stunda umfangsmiklar gengisvarnir? Ástæðan er augljós. Þessi aðilar hagnast á krónunni. Ef þú átt pening, eins og fjármagnseigendur eiga nóg af, eru háir vextir góðir. Vextir eru ekkert annað en verð á peningum. Og þá er verðtryggingin einnig góð því hún verndar fjármagnið fyrir verðbólgu. Þess vegna er verðbólgan meira að segja ekki slæm fyrir auðmennina. Og þegar kemur að útgerðinni þá fær hún regluleg hjálp í gengum gengisfellinguna enda þýðir gengisfelling meiri gjaldeyrir til útgerðarinnar fyrir fiskinn. Þetta er því raun afskaplega einfalt. Sérhagsmunir hinna ríku vilja halda í krónuna og því erum við með krónuna. En hvað með hagsmuni almennings og lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Fyrir þau er krónan efnahagsleg hengingaról. Hverjir eru kostirnir? Í stuttu máli eru helstu kostir Íslands við aðild að ESB og upptaka evru aukinn stöðugleiki, lægra matvælaverð, lægri vextir til lengri tíma, minni gengisáhætta og gengissveiflur, minni verðbólga, auknar erlendar fjárfestingar og þar með aukin samkeppni, sanngjarnara landbúnaðarkerfi fyrir bæði bændur og neytendur, aukin áhrif á reglur sem núna taka hér gildi vegna EES, minni viðskiptakostnaður, bætt félagsleg réttindi og engin almenn verðtrygging. Svo má ekki gleyma að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi annarra Evrópuþjóða. Það atriði er ansi stórt atriði. Samfylkingin hefur fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið innan ESB frekar en utan. Það er byggt á köldu hagsmunamati á almannahagsmunum en ekki á sérhagsmunum. Að mínu mati er það sömuleiðis engin tilviljun að nánast allar þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt um aðild. Auðvitað mun síðan íslenska þjóðin eiga lokaorðið um hugsanlega aðild. En núna virðast auðmenn og stórútgerðin eiga ein lokaorðið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Eigum við að tala um Evrópusambandið núna? Er núna rétti tíminn? Vill þjóðin það? Vill Evrópusambandið það? Í síðasta sjónvarpsþætti um Ráðherrann var allavega aðild Íslands að Evrópusambandinu aðalmálið. Núna gengur Ísland í sína dýpstu kreppu í 100 ár. Virði krónunnar hefur lækkað um 18% á árinu en það þýðir að peningar venjulegs fólks hafa rýrnað um næstum fimmtung á þessu ári. Á sama tíma gera mörg af hinum stærstu fyrirtækjum landsins upp í evru eða dollar. Hinir ríku verja sig síðan sérstaklega fyrir gengissveiflum krónunnar. Klassíski dansinn Núna er veruleg hætta á að gengi krónunnar gefi meira eftir, eins og hún gerir alltaf við svona aðstæður. Það þýðir verðbólgu sem þýðir hækkun vaxta. Og verðtryggingin kikkar þá inn. Þetta er hinn klassíski dans íslensku krónunnar. Stundum er sagt að krónan sé svo heppileg vegna þess að hægt sé að taka efnahagsleg högg í gegnum gengisfellingu í stað atvinnuleysis. Þessi kenning gengur bara ekki upp. Núna er þjóðin að upplifa gengisfellingu OG hátt atvinnuleysi. Það gerðist líka í síðasta hruni. Þá má minna á að gengisfelling (sem er annað orð yfir virðisrýrnun krónunnar) er engin efnahagsleg töfralausn heldur felur hún í sér umfangsmikla færslu verðmæta frá almenningi, sem er fastur í krónum og háður innfluttum vörum, og til sjávarútvegsfyrirtækja og annarra útflutningsgreina sem eru með tekjur í erlendri mynt. Króna fyrir þig en evra fyrir…stórfyrirtækin Lesandi ætti því að spyrja sig þessarar spurningar: Af hverju eru fjármagnseigendur (milljarðamæringarnir) og stórútgerðin svo tilbúin að verja krónuna svo hatrammlega þegar þessir hópar annaðhvort gera upp í erlendum gjaldmiðli eða stunda umfangsmiklar gengisvarnir? Ástæðan er augljós. Þessi aðilar hagnast á krónunni. Ef þú átt pening, eins og fjármagnseigendur eiga nóg af, eru háir vextir góðir. Vextir eru ekkert annað en verð á peningum. Og þá er verðtryggingin einnig góð því hún verndar fjármagnið fyrir verðbólgu. Þess vegna er verðbólgan meira að segja ekki slæm fyrir auðmennina. Og þegar kemur að útgerðinni þá fær hún regluleg hjálp í gengum gengisfellinguna enda þýðir gengisfelling meiri gjaldeyrir til útgerðarinnar fyrir fiskinn. Þetta er því raun afskaplega einfalt. Sérhagsmunir hinna ríku vilja halda í krónuna og því erum við með krónuna. En hvað með hagsmuni almennings og lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Fyrir þau er krónan efnahagsleg hengingaról. Hverjir eru kostirnir? Í stuttu máli eru helstu kostir Íslands við aðild að ESB og upptaka evru aukinn stöðugleiki, lægra matvælaverð, lægri vextir til lengri tíma, minni gengisáhætta og gengissveiflur, minni verðbólga, auknar erlendar fjárfestingar og þar með aukin samkeppni, sanngjarnara landbúnaðarkerfi fyrir bæði bændur og neytendur, aukin áhrif á reglur sem núna taka hér gildi vegna EES, minni viðskiptakostnaður, bætt félagsleg réttindi og engin almenn verðtrygging. Svo má ekki gleyma að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi annarra Evrópuþjóða. Það atriði er ansi stórt atriði. Samfylkingin hefur fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið innan ESB frekar en utan. Það er byggt á köldu hagsmunamati á almannahagsmunum en ekki á sérhagsmunum. Að mínu mati er það sömuleiðis engin tilviljun að nánast allar þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt um aðild. Auðvitað mun síðan íslenska þjóðin eiga lokaorðið um hugsanlega aðild. En núna virðast auðmenn og stórútgerðin eiga ein lokaorðið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar