Súpersamvinna Son og Kane skilar hverju markinu á fætur öðru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 10:31 Heung-Min Son og Harry Kane hafa fagnað mörgum mörkum saman á þessu tímabili en Tottenham er markahæsta liðið í deildinni. Getty/Andrew Boyers Son Heung-min tryggði Tottenham sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og enn á ný skoraði hann eftir stoðsendingu frá Harry Kane. Samvinna Harry Kane og Son Heung-min í framlínu Tottenham hefur alltaf verið góð en hún hefur samt verið í öðrum klassa á þessu tímabili. Son Heung-min er nú markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili með átta mörk og Harry Kane er sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar eða átta. Breska ríkisútvarpið tók saman tölurnar með þessu frábæra tvíeyki í framlínunni hjá Jose Mourinho. Son Heung-min and Harry Kane linked up yet again as Spurs moved up to fifth in the Premier League. https://t.co/7BYxbHWFN2 pic.twitter.com/etpFUTDDN9— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2020 Harry Kane hefur alls komið með beinum hætti að þrettán mörkum í fyrstu sex leikjum Tottenham með fimm mörkum og átta stoðsendingum en liðið hefur skorað samtals sextán mörk. Kane hefur því komið að 81 prósent marka liðsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa á tímabilinu. Aldrei áður hefur leikmaður náð að koma með beinum hætti að þrettán mörkum í fyrstu sex umferðum ensku úrvalsdeildarinnar og Son Heung-min er ekki langt á eftir því hann hefur komið að tíu mörkum með átta mörkum og tveimur stoðsendingum. Það er einkum súpersamvinna Son og Kane skilar hverju markinu á fætur öðru. Kane átti stoðsendinguna á Son í sigurmarkinu í gær en þeir hafa unnið saman í átta öðrum mörkum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Son and Kane combine for their 29th Premier League goal Only Drogba and Lampard have combined for more in Premier League history. pic.twitter.com/cc7rpcqYuF— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Harry Kane lagði upp fjögur mörk fyrir Son í 5-2 sigri á Southampton. Þeir lögðu upp mark fyrir hvorn annan í 6-1 sigrinum á Manchester United og endurtóku síðan leikinn í 3-3 jafnteflinu á móti West Ham. Samvinna Harry Kane og Son Heung-min hefur því skilað Tottenham níu mörkum á þessu tímabili og báðir hafa þeir enn fremur komið að tíu mörkum eða meira í þessum fyrstu sex umferðum. Þegar við skoðum allan feril þeirra saman þá hafa þeir búið saman til 29 mörk fyrir Tottenham og nálgast þar met Didier Drogba og Frank Lampard sem bjuggu saman til 36 mörk fyrir Chelsea liðið á sama tíma. Flest mörg búin til saman í ensku úrvalsdeildinni: 36 mörk - Didier Drogba og Frank Lampard (Chelsea) 29 mörk - Harry Kane og Son Heung-min (Tottenham) 29 mörk - David Silva og Sergio Aguero (Man City) 29 mörk - Robert Pires og Thierry Henry (Arsenal) 27 mörk - Darren Anderton og Teddy Sheringham (Tottenham) PL top scorer: Son Heung-Min Most assists: Harry Kane Top-scoring club: Tottenham pic.twitter.com/7u9r9bNMZc— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020 Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Son Heung-min tryggði Tottenham sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og enn á ný skoraði hann eftir stoðsendingu frá Harry Kane. Samvinna Harry Kane og Son Heung-min í framlínu Tottenham hefur alltaf verið góð en hún hefur samt verið í öðrum klassa á þessu tímabili. Son Heung-min er nú markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili með átta mörk og Harry Kane er sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar eða átta. Breska ríkisútvarpið tók saman tölurnar með þessu frábæra tvíeyki í framlínunni hjá Jose Mourinho. Son Heung-min and Harry Kane linked up yet again as Spurs moved up to fifth in the Premier League. https://t.co/7BYxbHWFN2 pic.twitter.com/etpFUTDDN9— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2020 Harry Kane hefur alls komið með beinum hætti að þrettán mörkum í fyrstu sex leikjum Tottenham með fimm mörkum og átta stoðsendingum en liðið hefur skorað samtals sextán mörk. Kane hefur því komið að 81 prósent marka liðsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa á tímabilinu. Aldrei áður hefur leikmaður náð að koma með beinum hætti að þrettán mörkum í fyrstu sex umferðum ensku úrvalsdeildarinnar og Son Heung-min er ekki langt á eftir því hann hefur komið að tíu mörkum með átta mörkum og tveimur stoðsendingum. Það er einkum súpersamvinna Son og Kane skilar hverju markinu á fætur öðru. Kane átti stoðsendinguna á Son í sigurmarkinu í gær en þeir hafa unnið saman í átta öðrum mörkum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Son and Kane combine for their 29th Premier League goal Only Drogba and Lampard have combined for more in Premier League history. pic.twitter.com/cc7rpcqYuF— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Harry Kane lagði upp fjögur mörk fyrir Son í 5-2 sigri á Southampton. Þeir lögðu upp mark fyrir hvorn annan í 6-1 sigrinum á Manchester United og endurtóku síðan leikinn í 3-3 jafnteflinu á móti West Ham. Samvinna Harry Kane og Son Heung-min hefur því skilað Tottenham níu mörkum á þessu tímabili og báðir hafa þeir enn fremur komið að tíu mörkum eða meira í þessum fyrstu sex umferðum. Þegar við skoðum allan feril þeirra saman þá hafa þeir búið saman til 29 mörk fyrir Tottenham og nálgast þar met Didier Drogba og Frank Lampard sem bjuggu saman til 36 mörk fyrir Chelsea liðið á sama tíma. Flest mörg búin til saman í ensku úrvalsdeildinni: 36 mörk - Didier Drogba og Frank Lampard (Chelsea) 29 mörk - Harry Kane og Son Heung-min (Tottenham) 29 mörk - David Silva og Sergio Aguero (Man City) 29 mörk - Robert Pires og Thierry Henry (Arsenal) 27 mörk - Darren Anderton og Teddy Sheringham (Tottenham) PL top scorer: Son Heung-Min Most assists: Harry Kane Top-scoring club: Tottenham pic.twitter.com/7u9r9bNMZc— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020
Flest mörg búin til saman í ensku úrvalsdeildinni: 36 mörk - Didier Drogba og Frank Lampard (Chelsea) 29 mörk - Harry Kane og Son Heung-min (Tottenham) 29 mörk - David Silva og Sergio Aguero (Man City) 29 mörk - Robert Pires og Thierry Henry (Arsenal) 27 mörk - Darren Anderton og Teddy Sheringham (Tottenham)
Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira