Sergio Agüero missir líklega af Liverpool leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 07:30 Sergio Agüero átti erfitt með að leyna svekkelsi sínu eftir að hann meiddist í leiknum á móti West Ham en Argentínumaðurinn þurfti að fara af velli í hálfleik. AP/Paul Childs Sergio Agüero verður ekki með Manchester City á móti Marseille í Meistaradeildinni í kvöld og Pep Guardiola var spurður út í meiðsli argentínska sóknarmannsins á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær. „Hann verður frá í tvær til þrjár vikur, Sergio (Agüero) og (Benjamin) líka,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. Guardiola tók Agüero af velli í hálfleik í 1-1 jafntefli við West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. „Sergio meiddist á vöðva í síðasta leik. Þegar þú ert frá í fjóra eða fimm mánuði vegna hnémeiðsla þá er alltaf áhætta þegar þú kemur til baka,“ sagði Guardiola. Sergio Aguero is a doubt for #MCFC's Premier League clash against #LFC on November 8 due to a thigh injury.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 26, 2020 Manchester City fær Liverpool í heimsókn á Etihad leikvanginn 8. nóvember og það væri slæmt fyrir City að vera án besta framherja síns í leiknum. Það lítur þó út fyrir það ef marka má orð Guardiola. „Við reyndum að fara eins varlega með hann og við gátum. Hann fékk bara 50 til 55 mínútur í hverjum leik. Það var bara ekki möguleiki að koma í veg fyrir þetta. Þetta mun snúast um hvernig þessi meiðsli eru. Við búumst minnst við tíu til fimmtán dögum en það gætu orðið þrjár vikur eða jafnvel heill mánuður,“ sagði Guardiola. Leikurinn á móti Liverpool er eftir tólf daga. Sergio Agüero er því á meiðslalistanum ásamt þeim Gabriel Jesus, Fernandinho, Benjamin Mendy, Nathan Ake og Fernandinho. Sergio Aguero is a doubt for Manchester City's Premier League clash against Liverpool on November 8 due to a thigh injury. #awlfc [sky] pic.twitter.com/ghmg83oJFS— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 26, 2020 „Kevin (De Bruyne) er kominn aftur og spilaði nokkrar mínútur á móti West Ham. Aymeric (Laporte) er líka leikfær á ný. Það er stutt í bæði Nathan (Ake) og Gabriel (Jesus) sem ættu að vera komnir til baka eftir viku eða tíu daga. Hinir verða frá í tvær til þrjár vikur,“ sagði Guardiola. Guardiola sagði síðan að Manchester City hefði ekki haft efni á því að kaupa framherja í sumar sem er núna að koma í bakið á félaginu vegna meiðsla Sergio Agüero og Gabriel Jesus á sama tíma. „Þegar þú ákveður að kaupa framherja þá verður hann að vera í sama klassa og Agüero og Jesus. Við höfðum ekki efni á því og það er veruleikinn okkar,“ sagði Pep Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Sergio Agüero verður ekki með Manchester City á móti Marseille í Meistaradeildinni í kvöld og Pep Guardiola var spurður út í meiðsli argentínska sóknarmannsins á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær. „Hann verður frá í tvær til þrjár vikur, Sergio (Agüero) og (Benjamin) líka,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. Guardiola tók Agüero af velli í hálfleik í 1-1 jafntefli við West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. „Sergio meiddist á vöðva í síðasta leik. Þegar þú ert frá í fjóra eða fimm mánuði vegna hnémeiðsla þá er alltaf áhætta þegar þú kemur til baka,“ sagði Guardiola. Sergio Aguero is a doubt for #MCFC's Premier League clash against #LFC on November 8 due to a thigh injury.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 26, 2020 Manchester City fær Liverpool í heimsókn á Etihad leikvanginn 8. nóvember og það væri slæmt fyrir City að vera án besta framherja síns í leiknum. Það lítur þó út fyrir það ef marka má orð Guardiola. „Við reyndum að fara eins varlega með hann og við gátum. Hann fékk bara 50 til 55 mínútur í hverjum leik. Það var bara ekki möguleiki að koma í veg fyrir þetta. Þetta mun snúast um hvernig þessi meiðsli eru. Við búumst minnst við tíu til fimmtán dögum en það gætu orðið þrjár vikur eða jafnvel heill mánuður,“ sagði Guardiola. Leikurinn á móti Liverpool er eftir tólf daga. Sergio Agüero er því á meiðslalistanum ásamt þeim Gabriel Jesus, Fernandinho, Benjamin Mendy, Nathan Ake og Fernandinho. Sergio Aguero is a doubt for Manchester City's Premier League clash against Liverpool on November 8 due to a thigh injury. #awlfc [sky] pic.twitter.com/ghmg83oJFS— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 26, 2020 „Kevin (De Bruyne) er kominn aftur og spilaði nokkrar mínútur á móti West Ham. Aymeric (Laporte) er líka leikfær á ný. Það er stutt í bæði Nathan (Ake) og Gabriel (Jesus) sem ættu að vera komnir til baka eftir viku eða tíu daga. Hinir verða frá í tvær til þrjár vikur,“ sagði Guardiola. Guardiola sagði síðan að Manchester City hefði ekki haft efni á því að kaupa framherja í sumar sem er núna að koma í bakið á félaginu vegna meiðsla Sergio Agüero og Gabriel Jesus á sama tíma. „Þegar þú ákveður að kaupa framherja þá verður hann að vera í sama klassa og Agüero og Jesus. Við höfðum ekki efni á því og það er veruleikinn okkar,“ sagði Pep Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira