„Verður örugglega rætt um þennan árgang sem gullkynslóð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2020 09:01 Sveindís Jane Jónsdóttir stimplaði sig rækilega inn í íslenska landsliðið í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Sif Atladóttir kveðst nokkuð bjartsýn fyrir hönd félaga sinna í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem mæta Svíþjóð í undankeppni EM í Gautaborg í kvöld. Sif hefur ekkert leikið á þessu ári en hún eignaðist sitt annað barn í síðasta mánuði. „Ég held að þetta verði hörkuleikur,“ sagði Sif í samtali við Vísi í gær. Ísland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik sínum í undankeppni EM. „Mér fannst þetta bráðskemmtilegur leikur. Þær voru aðeins meira með boltann í fyrri hálfleik, sem er ekkert óeðlilegt, en mér fannst gera vel og þreyta þær aðeins. Ég held að uppstilling okkar hafi komið þeim aðeins á óvart. Við vorum svo miklu betri og ákveðnari í seinni hálfleiknum. Ég held að þetta mark sem var dæmt af okkur hafi kveikt í liðinu,“ sagði Sif og vísaði til marks Söru Bjarkar Gunnarsdóttur skömmu fyrir hálfleik sem fékk ekki að standa. Óþægilegt að verjast löngum innköstum Svo virtist sem löng innköst Sveindísar Jane Jónsdóttur hefðu komið sænska liðinu í opna skjöldu í leiknum á Laugardalsvelli. Mark Íslands, sem Elín Metta Jensen skoraði, kom einmitt eftir langt innkast Sveindísar. Sif segir að þótt löngu innköstin komi Svíum ekki lengur á óvart verði áfram erfitt fyrir þá að verjast þeim. Íslendingar fagna marki Elínar Mettu Jensen gegn Svíum á Laugardalsvellinum.vísir/vilhelm „Þótt maður viti hvað er að fara að gerast er svo mikið sem getur komið upp á. Eins og þegar við skoruðum markið á móti þeim. Það er að erfitt að verjast þessu. Bara að hafa þetta skapar óöryggi hjá andstæðingunum. Það er óþægilegt að verjast löngum innköstum. Það á eftir að hjálpa okkur,“ sagði Sif. Verðum alltaf litla liðið í samhenginu Hún er búsett í Svíþjóð þar sem hún hefur leikið með Kristianstad síðan 2011. Hún segir að Svíar séu sigurvissir fyrir leikinn í kvöld. „Eftir Lettaleikinn á fimmtudaginn var rætt um að Svíþjóð ætti að vinna öll liðin í riðlinum. Auðvitað verður þetta erfiður leikur en engin spurning að Svíar eigi að vinna. Við verðum alltaf litla liðið í samhenginu. Það reikna allir með að Svíar vinni. Þær fengu mikla gagnrýni eftir síðasta leikinn gegn okkur og það var rætt um að þær hefðu verið heppnar að fá stig,“ sagði Sif. Aldamótabörnin svokölluðu slógu í gegn í síðustu landsleikjahrinu. Þær Sveindís, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliðinu gegn bæði Lettlandi og Svíþjóð og léku einstaklega vel. Þá komu þær Hlín Eiríksdóttir, Guðný Árnadóttir og Barbára Sól Gísladóttir einnig við sögu í leikjunum tveimur. Sif er mjög spennt fyrir þessum ungu leikmönnum og segir framtíð landsliðsins sé í góðum höndum. „Þær komu ótrúlega vel inn í liðið og spiluðu ekki eins og þær væru ungar eða smeykar. Það er svolítið skemmtilegt við þessa kynslóð að þær hafa spilað mikið saman í yngri landsliðunum. Maður sér að þær þekkja hverja aðra mjög vel og fótboltaskilningurinn er ofboðslega mikill, í hreyfingum og staðsetningum,“ sagði Sif. Fengu að spila sig saman í U-19 ára landsliðinu Að hennar mati gerði það umræddum leikmönnum gott að spila með yngri landsliðunum í stað þess að koma fyrr inn í A-landsliðið. Margir af umræddum leikmönnum tóku t.a.m. þátt í fræknum sigri U-19 ára landsliðsins á Þýskalandi fyrr á þessu ári. „Fyrir covid var mikil umræða af hverju þessi árgangur hefði ekki komið fyrr inn í landsliðið. En það sem mér finnst svo frábært er að þær fengu að spila saman í U-19 ára liðinu. Í stað þess að tínast ein og ein inn í A-landsliðið fengu þær að spila sig saman. Ég held að það verði örugglega rætt um þennan árgang sem eins konar gullkynslóð eins og strákana sem voru í U-21 árs liðinu. Ég held að það hafi verið ofboðslega mikilvægt fyrir þær að fá þessa alþjóðlegu reynslu saman í sínum aldursflokki. Það er alveg stökk að fara úr U-19 ára landsliðinu í A-landsliðinu,“ sagði Sif. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék sína fyrstu byrjunarliðsleiki með landsliðinu í síðasta mánuði.vísir/vilhelm „Þetta eru ótrúlega spennandi leikmenn. Þessar stelpur sem spiluðu síðast eru kannski okkar framtíðar leiðtogar. En svo má ekki gleyma restinni af þessum hóp sem hefur verið svo samheldinn. Ég held að við eigum ofboðslega bjarta framtíð í þessum leikmönnum.“ Atvinnumönnunum mun fjölga Sif vonast til að sjá umrædda leikmenn og fleiri til í atvinnumennsku erlendis. Landsliðið þurfi á því að halda. „Ég vona innilega að þær taki skrefið að fara út. Þær eru enn ungar en ég vil sjá þær úti. Maður sér t.d. þroskann sem Sveindís hefur tekið bara með því að fara yfir í Breiðablik. Þær eiga eftir að fara út en hvort það verður á næsta ári eða eftir 2-3 ár verður að koma í ljós. Þær verða að finna hvað er réttast fyrir sig að gera. En við eigum örugglega eftir að sjá aukningu á atvinnumönnunum okkar á næstu árum. Ég vona það allavega. Það er mikilvægt fyrir þær og landsliðið,“ sagði Sif að lokum. EM 2021 í Englandi Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Sif Atladóttir kveðst nokkuð bjartsýn fyrir hönd félaga sinna í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem mæta Svíþjóð í undankeppni EM í Gautaborg í kvöld. Sif hefur ekkert leikið á þessu ári en hún eignaðist sitt annað barn í síðasta mánuði. „Ég held að þetta verði hörkuleikur,“ sagði Sif í samtali við Vísi í gær. Ísland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik sínum í undankeppni EM. „Mér fannst þetta bráðskemmtilegur leikur. Þær voru aðeins meira með boltann í fyrri hálfleik, sem er ekkert óeðlilegt, en mér fannst gera vel og þreyta þær aðeins. Ég held að uppstilling okkar hafi komið þeim aðeins á óvart. Við vorum svo miklu betri og ákveðnari í seinni hálfleiknum. Ég held að þetta mark sem var dæmt af okkur hafi kveikt í liðinu,“ sagði Sif og vísaði til marks Söru Bjarkar Gunnarsdóttur skömmu fyrir hálfleik sem fékk ekki að standa. Óþægilegt að verjast löngum innköstum Svo virtist sem löng innköst Sveindísar Jane Jónsdóttur hefðu komið sænska liðinu í opna skjöldu í leiknum á Laugardalsvelli. Mark Íslands, sem Elín Metta Jensen skoraði, kom einmitt eftir langt innkast Sveindísar. Sif segir að þótt löngu innköstin komi Svíum ekki lengur á óvart verði áfram erfitt fyrir þá að verjast þeim. Íslendingar fagna marki Elínar Mettu Jensen gegn Svíum á Laugardalsvellinum.vísir/vilhelm „Þótt maður viti hvað er að fara að gerast er svo mikið sem getur komið upp á. Eins og þegar við skoruðum markið á móti þeim. Það er að erfitt að verjast þessu. Bara að hafa þetta skapar óöryggi hjá andstæðingunum. Það er óþægilegt að verjast löngum innköstum. Það á eftir að hjálpa okkur,“ sagði Sif. Verðum alltaf litla liðið í samhenginu Hún er búsett í Svíþjóð þar sem hún hefur leikið með Kristianstad síðan 2011. Hún segir að Svíar séu sigurvissir fyrir leikinn í kvöld. „Eftir Lettaleikinn á fimmtudaginn var rætt um að Svíþjóð ætti að vinna öll liðin í riðlinum. Auðvitað verður þetta erfiður leikur en engin spurning að Svíar eigi að vinna. Við verðum alltaf litla liðið í samhenginu. Það reikna allir með að Svíar vinni. Þær fengu mikla gagnrýni eftir síðasta leikinn gegn okkur og það var rætt um að þær hefðu verið heppnar að fá stig,“ sagði Sif. Aldamótabörnin svokölluðu slógu í gegn í síðustu landsleikjahrinu. Þær Sveindís, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliðinu gegn bæði Lettlandi og Svíþjóð og léku einstaklega vel. Þá komu þær Hlín Eiríksdóttir, Guðný Árnadóttir og Barbára Sól Gísladóttir einnig við sögu í leikjunum tveimur. Sif er mjög spennt fyrir þessum ungu leikmönnum og segir framtíð landsliðsins sé í góðum höndum. „Þær komu ótrúlega vel inn í liðið og spiluðu ekki eins og þær væru ungar eða smeykar. Það er svolítið skemmtilegt við þessa kynslóð að þær hafa spilað mikið saman í yngri landsliðunum. Maður sér að þær þekkja hverja aðra mjög vel og fótboltaskilningurinn er ofboðslega mikill, í hreyfingum og staðsetningum,“ sagði Sif. Fengu að spila sig saman í U-19 ára landsliðinu Að hennar mati gerði það umræddum leikmönnum gott að spila með yngri landsliðunum í stað þess að koma fyrr inn í A-landsliðið. Margir af umræddum leikmönnum tóku t.a.m. þátt í fræknum sigri U-19 ára landsliðsins á Þýskalandi fyrr á þessu ári. „Fyrir covid var mikil umræða af hverju þessi árgangur hefði ekki komið fyrr inn í landsliðið. En það sem mér finnst svo frábært er að þær fengu að spila saman í U-19 ára liðinu. Í stað þess að tínast ein og ein inn í A-landsliðið fengu þær að spila sig saman. Ég held að það verði örugglega rætt um þennan árgang sem eins konar gullkynslóð eins og strákana sem voru í U-21 árs liðinu. Ég held að það hafi verið ofboðslega mikilvægt fyrir þær að fá þessa alþjóðlegu reynslu saman í sínum aldursflokki. Það er alveg stökk að fara úr U-19 ára landsliðinu í A-landsliðinu,“ sagði Sif. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék sína fyrstu byrjunarliðsleiki með landsliðinu í síðasta mánuði.vísir/vilhelm „Þetta eru ótrúlega spennandi leikmenn. Þessar stelpur sem spiluðu síðast eru kannski okkar framtíðar leiðtogar. En svo má ekki gleyma restinni af þessum hóp sem hefur verið svo samheldinn. Ég held að við eigum ofboðslega bjarta framtíð í þessum leikmönnum.“ Atvinnumönnunum mun fjölga Sif vonast til að sjá umrædda leikmenn og fleiri til í atvinnumennsku erlendis. Landsliðið þurfi á því að halda. „Ég vona innilega að þær taki skrefið að fara út. Þær eru enn ungar en ég vil sjá þær úti. Maður sér t.d. þroskann sem Sveindís hefur tekið bara með því að fara yfir í Breiðablik. Þær eiga eftir að fara út en hvort það verður á næsta ári eða eftir 2-3 ár verður að koma í ljós. Þær verða að finna hvað er réttast fyrir sig að gera. En við eigum örugglega eftir að sjá aukningu á atvinnumönnunum okkar á næstu árum. Ég vona það allavega. Það er mikilvægt fyrir þær og landsliðið,“ sagði Sif að lokum.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti