Þeir sem flytjast til landsins fyrir sjö ára aldur standa vel að vígi í framhaldsskóla Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 26. október 2020 10:43 Tölurnar sýna einnig að konur eru líklegri en karlar til að ljúka námi í framhaldsskóla. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Innflytjendur sem flytjast hingað til lands fyrir sjö ára aldur eru álíka líklegir til að útskrifast úr framhaldsskóla og aðrir sem hefja framhaldsskólanám hér á landi á annað borð. Að sama skapi er brotthvarf í þessum hópi svipað og hjá öðrum framhaldsskólanemum. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar sem birtir nú í fyrsta sinn tölur um brautskráningahlutfall (þ.e. hlutfall nýnema sem hafa útskrifast) og brotthvarf á framhaldsskólastigi eftir aldri innflytjenda þegar þeir flytjast til Íslands. Tölurnar sýna að brautskráningarhlutfall og brotthvarf innflytjenda, sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur, var svipað og meðaltal allra nýnema á framhaldsskólastigi haustið 2012 og 2015. Staðan mun verri hjá þeim sem flytja síðar til landsins Brautskráningarhlutfall allra nýnema haustið 2015 var 60,0% fjórum árum eftir upphaf náms. „Á meðal innflytjenda, sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur, var hlutfallið 57,8% og 50,0% á meðal annarrar kynslóðar innflytjenda,“ segir í tilkynningu frá Hagstofunni. Þá kemur fram að innflytjendur, sem fluttust til landsins sjö ára eða eldri, standa mun verr að vígi en aðeins 32,0% þeirra höfðu brautskráðst. Af þeim sem ekki teljast til innflytjenda höfðu 62,1% nýnema brautskráðst innan fjögurra ára. Hagstofan skoðaði einnig nýnema í starfsnámi haustið 2015 en innan fjögurra ára höfðu 40,3% þeirra brautskráðst. Hlutfallið var hærra á meðal innflytjenda en 44,4% þeirra sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur höfðu brautskráðst og 43,0% þeirra sem voru sjö ára eða eldri við flutning til landsins. „Hins vegar var brautskráningarhlutfall innflytjenda lægra en allra nýnema úr bóknámi, sérstaklega innflytjenda sem voru sjö ára eða eldri við flutning til Íslands,“ segir ennfremur. Hagstofan slær þó þann varnagla við þessar tölur að eingöngu 44 nýnemar haustið 2015 tilheyrðu annarri kynslóð innflytjenda og 45 voru innflytjendur sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur. „Því má líta svo á að niðurstöður gefi vísbendingar um stöðu mála þar sem hver einstaklingur vegur þungt í tölunum og sveiflur í hlutfallstölum því miklar.“ Innflytjendur sem útskrifast hlutfallslega færri Í tölunum kemur einnig fram að hlutfallslega færri innflytjendur útskrifast úr framhaldsskóla en nemendur með íslenskan bakgrunn. Af þeim tæplega 320 innflytjendum sem hófu nám í dagskóla á framhaldsskólastigi haustið 2015 höfðu tæplega 36% útskrifast fjórum árum seinna. Það er raunar hæsta brautskráningarhlutfall þessa hóps á þessari öld, en þó mun lægra en á meðal nýnema með íslenskan bakgrun. Hæsta brautskráningarhlutfallið er síðan á meðal nemenda sem fæddir eru erlendis, en eru með íslenskan bakgrunn, eða 73,9%. Það er töluvert hærri tala en hjá nemendum sem fæddir eru hér á landi með engan erlendan bakgrunn en í þeim hópi höfðu 62,4% útskrifast fjórum árum síðar. Í hópnum sem fæddur er hér á landi en á erlent foreldri var hlutfallið síðan rúm 55% Konur líklegri en karlar til að útskrifast Þá kemur fram í tölunum að konur séu líklegri til að útskrifast úr námi, óháð bakgrunni en alls höfðu 68,3% kvenna útskrifast innan fjögurra ára en 51,4% karla. Nemendur í bóknámi voru einnig líklegri til að útskrifast innan fjögurra ára heldur en nemendur í starfsnámi og nemendur í bóknámi á landsbyggðinni voru líklegri til að hætta í skóla en á höfuðborgarsvæðinu. „Hlutfall brautskráðra úr starfsnámi var hins vegar lítillega hærra í skólum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir ennfremur. Þegar allt er tekið til kemur síðan í ljós að alls höfðu um sextíu prósent þeirra 4.359 nýnema sem hófu nám á framhaldsskólastigi árið 2015 útskrifast árið 2019. 23% höfðu hætt námi eða tekið sér tímabundið hlé og 17% voru enn í námi án þess að hafa útskrifast. „Brautskráningarhlutfallið hækkaði umtalsvert frá 2018 þegar það var 55,6%, enda brautskráðust stórir hópar nemenda með stúdentspróf bæði af þriggja ára og fjögurra ára brautum á þessu tímabili.“ Brautskráningarhlutfallið fer hækkandi Þessar tölur Hagstofunnar sýna ennfremur að brautskráningarhlutfallið hefur farið hækkandi frá árinu 2003. Fjórum árum eftir innritun höfðu 44,2% nýnema haustsins 2003 útskrifast en hlutfallið var komið í 60% ef litið er til þeirra sem hófu nám haustið 2015. „Á móti kemur að nýnemum, sem eru enn í námi fjórum árum eftir upphaf náms, hefur farið fækkandi úr tæpum 28% árin 2004 og 2005 í 17%,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar og því bætt við að merkja megi hægfara lækkun brotthvarfs síðustu ár en brotthvarf fjórum árum eftir innritun var 27,4% hjá nýnemum ársins 2011 en 23,0% hjá nýnemum ársins 2015. „Brautskráningarhlutfall hefur ekki mælst hærra og brotthvarf ekki minna í tölum Hagstofunnar,“ segir að lokum. Skóla - og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Innflytjendur sem flytjast hingað til lands fyrir sjö ára aldur eru álíka líklegir til að útskrifast úr framhaldsskóla og aðrir sem hefja framhaldsskólanám hér á landi á annað borð. Að sama skapi er brotthvarf í þessum hópi svipað og hjá öðrum framhaldsskólanemum. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar sem birtir nú í fyrsta sinn tölur um brautskráningahlutfall (þ.e. hlutfall nýnema sem hafa útskrifast) og brotthvarf á framhaldsskólastigi eftir aldri innflytjenda þegar þeir flytjast til Íslands. Tölurnar sýna að brautskráningarhlutfall og brotthvarf innflytjenda, sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur, var svipað og meðaltal allra nýnema á framhaldsskólastigi haustið 2012 og 2015. Staðan mun verri hjá þeim sem flytja síðar til landsins Brautskráningarhlutfall allra nýnema haustið 2015 var 60,0% fjórum árum eftir upphaf náms. „Á meðal innflytjenda, sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur, var hlutfallið 57,8% og 50,0% á meðal annarrar kynslóðar innflytjenda,“ segir í tilkynningu frá Hagstofunni. Þá kemur fram að innflytjendur, sem fluttust til landsins sjö ára eða eldri, standa mun verr að vígi en aðeins 32,0% þeirra höfðu brautskráðst. Af þeim sem ekki teljast til innflytjenda höfðu 62,1% nýnema brautskráðst innan fjögurra ára. Hagstofan skoðaði einnig nýnema í starfsnámi haustið 2015 en innan fjögurra ára höfðu 40,3% þeirra brautskráðst. Hlutfallið var hærra á meðal innflytjenda en 44,4% þeirra sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur höfðu brautskráðst og 43,0% þeirra sem voru sjö ára eða eldri við flutning til landsins. „Hins vegar var brautskráningarhlutfall innflytjenda lægra en allra nýnema úr bóknámi, sérstaklega innflytjenda sem voru sjö ára eða eldri við flutning til Íslands,“ segir ennfremur. Hagstofan slær þó þann varnagla við þessar tölur að eingöngu 44 nýnemar haustið 2015 tilheyrðu annarri kynslóð innflytjenda og 45 voru innflytjendur sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur. „Því má líta svo á að niðurstöður gefi vísbendingar um stöðu mála þar sem hver einstaklingur vegur þungt í tölunum og sveiflur í hlutfallstölum því miklar.“ Innflytjendur sem útskrifast hlutfallslega færri Í tölunum kemur einnig fram að hlutfallslega færri innflytjendur útskrifast úr framhaldsskóla en nemendur með íslenskan bakgrunn. Af þeim tæplega 320 innflytjendum sem hófu nám í dagskóla á framhaldsskólastigi haustið 2015 höfðu tæplega 36% útskrifast fjórum árum seinna. Það er raunar hæsta brautskráningarhlutfall þessa hóps á þessari öld, en þó mun lægra en á meðal nýnema með íslenskan bakgrun. Hæsta brautskráningarhlutfallið er síðan á meðal nemenda sem fæddir eru erlendis, en eru með íslenskan bakgrunn, eða 73,9%. Það er töluvert hærri tala en hjá nemendum sem fæddir eru hér á landi með engan erlendan bakgrunn en í þeim hópi höfðu 62,4% útskrifast fjórum árum síðar. Í hópnum sem fæddur er hér á landi en á erlent foreldri var hlutfallið síðan rúm 55% Konur líklegri en karlar til að útskrifast Þá kemur fram í tölunum að konur séu líklegri til að útskrifast úr námi, óháð bakgrunni en alls höfðu 68,3% kvenna útskrifast innan fjögurra ára en 51,4% karla. Nemendur í bóknámi voru einnig líklegri til að útskrifast innan fjögurra ára heldur en nemendur í starfsnámi og nemendur í bóknámi á landsbyggðinni voru líklegri til að hætta í skóla en á höfuðborgarsvæðinu. „Hlutfall brautskráðra úr starfsnámi var hins vegar lítillega hærra í skólum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir ennfremur. Þegar allt er tekið til kemur síðan í ljós að alls höfðu um sextíu prósent þeirra 4.359 nýnema sem hófu nám á framhaldsskólastigi árið 2015 útskrifast árið 2019. 23% höfðu hætt námi eða tekið sér tímabundið hlé og 17% voru enn í námi án þess að hafa útskrifast. „Brautskráningarhlutfallið hækkaði umtalsvert frá 2018 þegar það var 55,6%, enda brautskráðust stórir hópar nemenda með stúdentspróf bæði af þriggja ára og fjögurra ára brautum á þessu tímabili.“ Brautskráningarhlutfallið fer hækkandi Þessar tölur Hagstofunnar sýna ennfremur að brautskráningarhlutfallið hefur farið hækkandi frá árinu 2003. Fjórum árum eftir innritun höfðu 44,2% nýnema haustsins 2003 útskrifast en hlutfallið var komið í 60% ef litið er til þeirra sem hófu nám haustið 2015. „Á móti kemur að nýnemum, sem eru enn í námi fjórum árum eftir upphaf náms, hefur farið fækkandi úr tæpum 28% árin 2004 og 2005 í 17%,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar og því bætt við að merkja megi hægfara lækkun brotthvarfs síðustu ár en brotthvarf fjórum árum eftir innritun var 27,4% hjá nýnemum ársins 2011 en 23,0% hjá nýnemum ársins 2015. „Brautskráningarhlutfall hefur ekki mælst hærra og brotthvarf ekki minna í tölum Hagstofunnar,“ segir að lokum.
Skóla - og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira