Bítast um íslensku ungstirnin Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2020 12:01 Mörg félög hafa borið víurnar í Sveindísi Jane Jónsdóttur, sérstaklega eftir landsleikinn gegn Svíþjóð fyrir mánuði síðan. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. Ísland og Svíþjóð mætast að nýju síðdegis á morgun, í Gautaborg, í toppslag í undankeppni EM, og hafa verið við æfingar í borginni undanfarna daga. ,,Það var þvílíkt mikilvægt að fá traustið."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/m0yt5fG8L1— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 24, 2020 Sveindís og Karólína voru í byrjunarliðinu í báðum landsleikjunum í september og þessar 19 ára gömlu landsliðskonur þurfa eftir framgöngu sína lítið annað að gera en að kinka kolli og segja já til að komast í atvinnumennsku. Þær sýndu sérstaklega hve vel þær geta spjarað sig á stærra sviði en í Pepsi Max-deildinni, þar sem þær eiga Íslandsmeistaratitil vísan með Breiðabliki, með leik sínum í 1-1 jafnteflinu við HM-bronslið Svía. Sveindís lagði til að mynda upp jöfnunarmark Íslands með löngu innkasti. Mesti áhuginn á Sveindísi og Hlín „Það var áhugi til staðar fyrir 1-1 jafnteflið við Svíþjóð en eftir leik varð áhuginn mikill. Það er hópur sænskra félaga sem hefur sett sig í samband og vill fá Sveindísi og Karólínu,“ segir Gylfi Sigurðsson, umboðsmaður, við Fotbollskanalen. Klippa: Jafntefli gegn stórliði Svía Gylfi, sem er búsettur í Svíþjóð, starfar hjá Total Football umboðsskrifstofunni sem starfar meðal annars fyrir Sveindísi, Karólínu og Valskonuna Hlín Eiríksdóttur. Hlín, sem er ári eldri en hinar tvær, hefur þegar leikið 16 A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Hún kom inn á sem varamaður í leikjunum í september. „Í seinni hálfleiknum [gegn Svíþjóð] kom Hlín Eiríksdóttir inn á fyrir Karólínu og ég get sagt að mesti áhuginn er á Hlín og Sveindísi,“ segir Gylfi við Fotbollskanalen. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék frábærlega gegn Svíþjóð og Lettlandi í síðasta mánuði.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Aðspurður hvort að félög úr enn sterkari deildum en þeirri sænsku hafi sýnt íslensku ungstirnunum áhuga svarar Gylfi: „Nei, það hafa bara komið lauslegar fyrirspurnir um hvort að samningar þeirra séu að renna út. Aðaláhuginn er frá félögum í Svíþjóð og Noregi.“ Gylfi segir leikmennina ákveðna í að einbeita sér að leiknum mikilvæga við Svíþjóð og eftir það verði að koma í ljós hvað framtíðin beri í skauti sér hjá landsliðskonunum ungu. EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Glódís Perla: Sáttar með að fá þrjá aukadaga saman Stelpurnar okkar fengu mikilvæga aukadaga til æfinga í Gautaborg í þessari viku enda risastór leikur á dagskrá hjá þeim eftir helgi. 23. október 2020 13:00 Höfum búið til góðan markamun gegn Íslandi Svíþjóð stendur betur að vígi en Ísland í baráttunni um efsta sæti F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta, nú þegar fjórir dagar eru í að liðin mætist í Gautaborg. 23. október 2020 09:30 KSÍ reddaði vikuæfingabúðum fyrir kvennalandsliðið í Svíþjóð Knattspyrnusamband Íslands ákvað að senda kvennalandsliðið þremur dögum fyrr út til Svíþjóðar til að auðvelda liðinu undirbúninginn fyrir Svíþjóðarleikinn mikilvæga. 19. október 2020 13:01 Hólmfríður kemur inn í hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíum Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Avaldsnes í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíum í undankeppni EM. 17. október 2020 16:30 Dagný skoraði þrennuna á öðrum fæti: Þreytandi að geta ekki leikið við son minn vegna verkja Dagný Brynjarsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum þegar hún gat ekki notað hægri fótinn vegna meiðsla. Hún píndi sig í gegnum leikinn mikilvæga við Svíþjóð en gæti misst af næsta leik við sænska liðið. 16. október 2020 13:31 Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. Ísland og Svíþjóð mætast að nýju síðdegis á morgun, í Gautaborg, í toppslag í undankeppni EM, og hafa verið við æfingar í borginni undanfarna daga. ,,Það var þvílíkt mikilvægt að fá traustið."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/m0yt5fG8L1— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 24, 2020 Sveindís og Karólína voru í byrjunarliðinu í báðum landsleikjunum í september og þessar 19 ára gömlu landsliðskonur þurfa eftir framgöngu sína lítið annað að gera en að kinka kolli og segja já til að komast í atvinnumennsku. Þær sýndu sérstaklega hve vel þær geta spjarað sig á stærra sviði en í Pepsi Max-deildinni, þar sem þær eiga Íslandsmeistaratitil vísan með Breiðabliki, með leik sínum í 1-1 jafnteflinu við HM-bronslið Svía. Sveindís lagði til að mynda upp jöfnunarmark Íslands með löngu innkasti. Mesti áhuginn á Sveindísi og Hlín „Það var áhugi til staðar fyrir 1-1 jafnteflið við Svíþjóð en eftir leik varð áhuginn mikill. Það er hópur sænskra félaga sem hefur sett sig í samband og vill fá Sveindísi og Karólínu,“ segir Gylfi Sigurðsson, umboðsmaður, við Fotbollskanalen. Klippa: Jafntefli gegn stórliði Svía Gylfi, sem er búsettur í Svíþjóð, starfar hjá Total Football umboðsskrifstofunni sem starfar meðal annars fyrir Sveindísi, Karólínu og Valskonuna Hlín Eiríksdóttur. Hlín, sem er ári eldri en hinar tvær, hefur þegar leikið 16 A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Hún kom inn á sem varamaður í leikjunum í september. „Í seinni hálfleiknum [gegn Svíþjóð] kom Hlín Eiríksdóttir inn á fyrir Karólínu og ég get sagt að mesti áhuginn er á Hlín og Sveindísi,“ segir Gylfi við Fotbollskanalen. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék frábærlega gegn Svíþjóð og Lettlandi í síðasta mánuði.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Aðspurður hvort að félög úr enn sterkari deildum en þeirri sænsku hafi sýnt íslensku ungstirnunum áhuga svarar Gylfi: „Nei, það hafa bara komið lauslegar fyrirspurnir um hvort að samningar þeirra séu að renna út. Aðaláhuginn er frá félögum í Svíþjóð og Noregi.“ Gylfi segir leikmennina ákveðna í að einbeita sér að leiknum mikilvæga við Svíþjóð og eftir það verði að koma í ljós hvað framtíðin beri í skauti sér hjá landsliðskonunum ungu.
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Glódís Perla: Sáttar með að fá þrjá aukadaga saman Stelpurnar okkar fengu mikilvæga aukadaga til æfinga í Gautaborg í þessari viku enda risastór leikur á dagskrá hjá þeim eftir helgi. 23. október 2020 13:00 Höfum búið til góðan markamun gegn Íslandi Svíþjóð stendur betur að vígi en Ísland í baráttunni um efsta sæti F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta, nú þegar fjórir dagar eru í að liðin mætist í Gautaborg. 23. október 2020 09:30 KSÍ reddaði vikuæfingabúðum fyrir kvennalandsliðið í Svíþjóð Knattspyrnusamband Íslands ákvað að senda kvennalandsliðið þremur dögum fyrr út til Svíþjóðar til að auðvelda liðinu undirbúninginn fyrir Svíþjóðarleikinn mikilvæga. 19. október 2020 13:01 Hólmfríður kemur inn í hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíum Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Avaldsnes í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíum í undankeppni EM. 17. október 2020 16:30 Dagný skoraði þrennuna á öðrum fæti: Þreytandi að geta ekki leikið við son minn vegna verkja Dagný Brynjarsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum þegar hún gat ekki notað hægri fótinn vegna meiðsla. Hún píndi sig í gegnum leikinn mikilvæga við Svíþjóð en gæti misst af næsta leik við sænska liðið. 16. október 2020 13:31 Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Glódís Perla: Sáttar með að fá þrjá aukadaga saman Stelpurnar okkar fengu mikilvæga aukadaga til æfinga í Gautaborg í þessari viku enda risastór leikur á dagskrá hjá þeim eftir helgi. 23. október 2020 13:00
Höfum búið til góðan markamun gegn Íslandi Svíþjóð stendur betur að vígi en Ísland í baráttunni um efsta sæti F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta, nú þegar fjórir dagar eru í að liðin mætist í Gautaborg. 23. október 2020 09:30
KSÍ reddaði vikuæfingabúðum fyrir kvennalandsliðið í Svíþjóð Knattspyrnusamband Íslands ákvað að senda kvennalandsliðið þremur dögum fyrr út til Svíþjóðar til að auðvelda liðinu undirbúninginn fyrir Svíþjóðarleikinn mikilvæga. 19. október 2020 13:01
Hólmfríður kemur inn í hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíum Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Avaldsnes í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíum í undankeppni EM. 17. október 2020 16:30
Dagný skoraði þrennuna á öðrum fæti: Þreytandi að geta ekki leikið við son minn vegna verkja Dagný Brynjarsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum þegar hún gat ekki notað hægri fótinn vegna meiðsla. Hún píndi sig í gegnum leikinn mikilvæga við Svíþjóð en gæti misst af næsta leik við sænska liðið. 16. október 2020 13:31
Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47