Sjálfsögð réttindi barna tryggð til frambúðar Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 26. október 2020 10:00 Hlutverk foreldra og forráðamanna er víðfeðmt og flókið og myndi það taka langan tíma að telja upp alla anga þess. Eitt þeirra er að annast börn ef þau veikjast eða lenda í slysum. Foreldrar á vinnumarkaði hafa áunnið sér þann rétt í kjarasamningum að annast um veik börn sín án þess að þeir missi nokkuð af sínum launum, yfirleitt í ákveðinn fjölda daga á tólf mánaða tímabili. Þessi réttindi eru óneitanlega mikilvæg barnafólki á vinnumarkaði sem og börnunum sjálfum. Í dag miðast þó fjöldi þeirra daga sem starfsmaður hefur til að annast veikt barn ekki við fjölda barna. Þetta þýðir að einbirni tveggja foreldra á vinnumarkaði er í allt annarri stöðu en t.d. tvö börn einstæðs foreldris. Ef foreldrarnir fá t.d. allir tólf daga til að annast veik börn á ári, fær einbirnið 24 daga, en systkinin tvö þurfa að deila með sér tólf dögum foreldris síns. Þetta setur börnin í gjörólíka stöðu. Ég hef ásamt nokkrum þingmönnum Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs lagt fram tvö þingmál til að taka á þessu. Fyrra málið er frumvarp til laga sem festir í barnalög að veikt eða slasað barn skuli eiga rétt á umönnun foreldra. Því rétturinn á ekki einvörðungu að vera foreldris að fá að annast barn sitt, heldur einnig barnsins að fá að njóta þeirrar umönnunar. Marga kann að undra að þetta sé ekki þegar tryggt í íslenskum lögum, en svo er ekki. Aðilar vinnumarkaðarins hafa haft forystu í þessum málum, og kjarasamningar tryggja því foreldrum þennan rétt. Hitt málið er þingsályktunartillaga sem kallar á að stofnaður verði starfshópur sem skoði hvort skilgreina eigi rétt foreldra eða forráðamanna á vinnumarkaði til að annast veikt eða slasað barn með tilliti til fjölda barna. Í þeim hópi eigi sæti fulltrúar aðila vinnumarkaðarins, umboðsmanns barna og ráðuneyta. Ég tel að þar sem réttur foreldra til að annast veik börn er tryggður í kjarasamningum sé réttast að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur kanni hvort taka þurfi tillit til fjölda barna foreldris. Þannig hafa verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins áfram frumkvæði í málum sem þessum réttindum tengjast, líkt og þau hafa svo oft áður samið um sín á milli. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar í réttindamálum íslensks launafólks hefur skipt sköpum fyrir íslenskt samfélag. Aðkoma hreyfingarinnar með sínum viðsemjendum að þessum málum mun vonandi verða til þess að sjálfsögð réttindi barna á Íslandi verði tryggð til frambúðar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Réttindi barna Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk foreldra og forráðamanna er víðfeðmt og flókið og myndi það taka langan tíma að telja upp alla anga þess. Eitt þeirra er að annast börn ef þau veikjast eða lenda í slysum. Foreldrar á vinnumarkaði hafa áunnið sér þann rétt í kjarasamningum að annast um veik börn sín án þess að þeir missi nokkuð af sínum launum, yfirleitt í ákveðinn fjölda daga á tólf mánaða tímabili. Þessi réttindi eru óneitanlega mikilvæg barnafólki á vinnumarkaði sem og börnunum sjálfum. Í dag miðast þó fjöldi þeirra daga sem starfsmaður hefur til að annast veikt barn ekki við fjölda barna. Þetta þýðir að einbirni tveggja foreldra á vinnumarkaði er í allt annarri stöðu en t.d. tvö börn einstæðs foreldris. Ef foreldrarnir fá t.d. allir tólf daga til að annast veik börn á ári, fær einbirnið 24 daga, en systkinin tvö þurfa að deila með sér tólf dögum foreldris síns. Þetta setur börnin í gjörólíka stöðu. Ég hef ásamt nokkrum þingmönnum Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs lagt fram tvö þingmál til að taka á þessu. Fyrra málið er frumvarp til laga sem festir í barnalög að veikt eða slasað barn skuli eiga rétt á umönnun foreldra. Því rétturinn á ekki einvörðungu að vera foreldris að fá að annast barn sitt, heldur einnig barnsins að fá að njóta þeirrar umönnunar. Marga kann að undra að þetta sé ekki þegar tryggt í íslenskum lögum, en svo er ekki. Aðilar vinnumarkaðarins hafa haft forystu í þessum málum, og kjarasamningar tryggja því foreldrum þennan rétt. Hitt málið er þingsályktunartillaga sem kallar á að stofnaður verði starfshópur sem skoði hvort skilgreina eigi rétt foreldra eða forráðamanna á vinnumarkaði til að annast veikt eða slasað barn með tilliti til fjölda barna. Í þeim hópi eigi sæti fulltrúar aðila vinnumarkaðarins, umboðsmanns barna og ráðuneyta. Ég tel að þar sem réttur foreldra til að annast veik börn er tryggður í kjarasamningum sé réttast að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur kanni hvort taka þurfi tillit til fjölda barna foreldris. Þannig hafa verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins áfram frumkvæði í málum sem þessum réttindum tengjast, líkt og þau hafa svo oft áður samið um sín á milli. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar í réttindamálum íslensks launafólks hefur skipt sköpum fyrir íslenskt samfélag. Aðkoma hreyfingarinnar með sínum viðsemjendum að þessum málum mun vonandi verða til þess að sjálfsögð réttindi barna á Íslandi verði tryggð til frambúðar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun